Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 36

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 36
Þú vinnur núna sem járnsmiður. Var svona leiðinlegt að kenna við M.A.? Ég hætti nú að kenna vegna þess að ég missti þessa vinnu af því að ég hafði ekki kennsluréttindi. Hins vegar er það, að ég hef unnið sem járnsmiður, að mestu komið til af frjálsu vali. Ég hef reyndar ekkert reynt að svara þessu skipulega. Ég fór út í járnsmíði haustið 1975 og var þá búinn að vinna eitt ár í skinnaiðnaði. Á þessum árum var mikil stemmning fyrir þjóðfélagsmálum og pólitískri baráttu og þetta var náttúrulega að hluta til liður í því. Líka það, að iðnaður var í miklum uppgangi hér á þessu svæði. Ég og lleiri héldum að þetta væri atvinnugeiri framtíðarinnar, og einnig hitt, að ef menn ættu að verða að einhverju gagni í sósíalískri baráttu þá var það eðlilegt að blandast verkalýðnum, sem er líklegasta aflið í þeirri baráttu. Það var dálítið um það meðal róttæklinga á þessum árum að starfa með verkalýðnum. Það voru hins vegar fáir sem entust svona lengi í því eins og ég. Ég kann í raun ágætlega við þannig störf, hef alltaf unnið líkamleg störf þegar ég hef ekki verið í námi. Þetta var engin kvöl eða neyð fyrir mig. Mér líkar líka ágætlega að vinna á stórum vinnustöðum með mörgum vinnufélögum. Mér finnst svona vinna hafa marga kosti fram yfir kennslu. Fyrst og fremst fer maður ekki með áhyggjurnar heim, og kennslu er endalaust hægt að undirbúa og stressa sig út af, en þegar ég er búinn í járnsmíðunum þá er ég búinn þann daginn. i Þú ólst upp í sveit. Hafði það einhver áhrif á þig og þínar skoðanir og áhugamál? Það hafði það náttúrulega. Ég býst við að ég haldi áfram að líta á hlutina og samfélagið eins og sveitamaður á margan hátt. Ég býst við að ég sé á margan hátt íhaldssamur hvað snertir gildi; hvað er eftirsóknarvert í lífinu. Ég held að draumar mínir í þeim málum séu svolítið sveitalegir. Svo hef ég einnig áhuga á náttúrunni og umhverfinu en það tengist kannski ekki því að ég er sveitamaður, heldur ég er alinn upp í þannig fjölskyldu með mjög alhliða áhuga á umhverfinu. Við heyrðum að þú heillast af fornum rímnasöng og kommúnískum söngvum? Ja, af hverju fer maður að syngja yfirleitt? Það var sungið á mínu heimili og þar lærði ég mikið af íslenskum lögum, gömlum söngvum, af foreldrum mínum, afa og ömmu og þeirri kynslóð. Eins mikið af kvæðum, íslenskum kveðskap. Svo lá leiðin í gegnum popp, á Bítla- og hippatímunum. Úti í Skandinavíu fór ég að hafa áhuga á vísnasöng og þá gjarnan pólitískum söng, tengdum róttækri hreyfingu þar. Ég fór að lemja gítar sjálfur og kyrja. Um að gera að nota það að geta sungið. Það er mikilvægur hluti af þjóðfélagsbaráttu að syngja. Söngurinn bæði þjappar fólki saman og reynir að flytja einhvern boðskap. Næsta skref var gamall kveðskapur og rímur, þ.e. að fara í gamla þjóðararfinn í tónlist. Ég hef orðið þjóðernissinnaðri með árunum, er orðinn býsna þjóðernissinnaður sósíalisti. Þetta er arfur sem stendur mér hjarta nær, hann höfðar mikið til mín og ég held að hann Dó] MUNINN HAUST 1996 sé líka við alþýðuskap. Þetta er hluti af íslenskri þjóðarsál en er í rauninni allt of lítið ræktaður og of lítið hlúð að þessum arfi að mínu mati, t.d. að kveða rímur og rímnalög við allskonar kveðskap er lítið gert. Það fellur samt vel í kramið þegar maður á annað borð stundar það og reynir að gera það af alvöru. Ég er því á vissan hátt kominn í hring frá mínu blauta barnsbeini til dagsins í dag. Þú hefur hlotið fjölþætta menntun. Hvers eðlis? Ég fór í búfræði og síðan pínulítið í háskóla eftir stúdentspróf en hafði engan áhuga á neinu sérstöku á þeim árum eða yfirleitt að leggjast í akademískt líf. Þá fór ég út í iðnaðinn, tók járnsmíði og kláraði hana og vann sem járnsmiður þó nokkuð lengi. Síðan fór ég aftur og tók upp þráðinn, fyrst 1981 og svo með hléum milli þess sem ég vann við járnsmíðarnar. Tók bæði B.A. og Masters-nám í sagnfræði. Kláraði það 1991. Síðan hef ég kennt, unnið áfram við járnsmíðarnar og stundað sagnfræðina í frístundum. Ég verð að viðurkenna það, að ég fæ allt of lítinn tíma fyrir sagnfræðina. Ég á mér þá von að ég geti lifað af sagnfræðinni og ræktað hana miklu meira en ég hef gert. Ertu þá að tala um að gefa eitthvað út? Já, já, gefa út og vinna við þetta. Ég er t.d. að sækja um það núna að fá að skrifa hluta af iðnsögu íslands og vera á launum við það. Það yrði óskastaða, því iðnaðarmaður og sagnfræðingur er alveg kjörinn í að skrifa iðnsögu. Hvað finnst þér um það sem er að gerast í íslenska menntakerfinu, sbr. niðurskurð? Ég held það megi segja að íslendingar hafi aldrei lagt verulega mikla rækt við skólakerfið sitt, grunnskólinn er alltaf í nokkurs konar svelti, og þegar á að fara að skera enn frekar er það náttúrulega hábölvað. Ég held að það sé heldur heimskulegt lika, því þáttur menntunarinnar verður sífellt stærri og stærri í samfélaginu. Það sjáum við á þróuninni í þessu upplýsingarsamfélagi sem við erum að ganga inn í. Það er á einhvern hátt misskilningur og tímaskekkja að fara að skera niður skólakerfið á þeim tímum. Það kann ekki góðu að stýra. Finnst þér vera lögð ofuráhersla á bóknámsgreinar og helst til snobbað fyrir þeim? Jú, við höfum nú verið bóklega sinnuð þjóð alla tíð, og það er tiltölulega stór hluti menntafólks sem hefur lært einhver húmanísk fræði, ég þar á meðal. Við eigum töluvert mikið af bókmenntafræðingum og listfræðingum ýmis konar meðan t.d. sjávarvistfræði væri grein sem eðlilegt væri að mun stærri hópur tæki þátt í. Þetta hefur svolítið með þjóðarsálina að gera. Svo kemur það til, að verklegar greinar eru dýrari en hinar bóklegu og fyrir vikið er það hluti af niðurskurðarstefnunni að leggja lítið í þær. Það mætti líka gera verknámið meira freistandi, bæði með að leggja meira í sjálft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.