Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 38

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 38
Aðdragandi nýbyggingar Eins og flestir vita þa' var nýbygging MA tekin í notkun nú í haust og bætti þaö úr brýnni húsnæðisþörf skólans. Hjá nemendum virðist ríkja almenn ánægja með húsið. þótt alltaf séu einhver atriði sem betur mættu fara. er líkast til enginn sem vildi halda áfram að labba milli Gamla-skóla og Möðruvalla með tilheyrandi kulda og vosbúð ! Forsögu nýbyggingar MA má rekja allt aftur til ársins 1972 þegar Tryggvi Gíslason þá nýráðinn skólameistari tók að vekja máls á húsnæðisvanda skólans. Vantaði þá þegar u.þ.b. 2000 m til þess að hann sinnti þörfum 600 nemenda. Ymsar hugmyndir komu fram t.d. gerði Stefán Reykjalín frumteikningu af viöbyggingu við Gamla-skóla og einnig voru gerðar margar teikningar af viðbyggingum við Möðruvelli. Engin þessara hugmynda varð að veruleika og ef svo hefði farið. hefði núverandi nýbygging aldrei litið dagsins ljós. Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt í Reykjavík hannaði t.d. viðbyggingu við Möðruvelli til vesturs 1981. Hún átti að hýsa 6 kennslustofur og samkomusal. Þá kom upp sú hugmynd 1988 að spegla hreinlega Möðró til austurs og tvöfalda þannig stærð hússins. Margar skýringar lágu að baki því að ekki var hægt að hefjast handa við nýbyggingu fyrr, t.d. vegna skilningsleysis stjórnvalda auk byggingar Iþróttahallarinnar og Verkmenntaskólans en þau hús höfðu forgang. MA átti nefnilega í upphafi að nýta Höllina mun meira en raun bar vitni. Fleira orsakaði þessa aldarfjórðungs bið MA-inga eftir nýju húsnæði án þess að það verði tíundað frekar hér. Allt til 1990 var í raun einungis um draumórakenndar hugmyndir varðandi viöbyggingar að ræða og það var ekki fyrr en 1990 að veruleg hreyfing fór að komast á málin. Þá lét skólanefnd MA gera könnun á húsnæðisþörf 2 2 , skólans og kom í Ijós að u.þ.b. 2300 m vantaði til þess að 8.8 m væru á nemanda. miðað við 600 manna skóla. sem er lágmark samkvæmt reglugerð frá menntamálaráðuneytinu. A fjárlögum ríkisins 1991 voru svo veittar tvær milljónir til hönnunar nýs kennslu - og bókasafnshúss við MA. Efnt var til lokaðrar hugmyndasamkeppni arkitekta. Þeir sem tóku þátt voru Fanney Hauksdóttir. Svanur Eiríksson og Finnur Birgisson. Páll Tómasson og Gísli Kristinsson. Dómnefnd skipuðu Arni Olafsson arkitekt sem var formaður. Björn S. Halldórsson arkitekt, Pálmi Guðmundsson arkitekt. Asmundur Jónsson menntaskólakennari og Tryggvi Gíslason skólameistari sem jafnframt var ritari nefndarinnar. Tillaga Páls og Gísla bar sigur úr býtum enda segir m.a. í umsögn dómnefndar: „Tillagan felur í sér bestu lausnina hvað varðar gott og vistlegt skólaumhverfi í víðasta skilningi". Þrátt fyrir að undankeppninni væri lokið átti mikið vatn eftir að renna til sjávar. Upphafleg tillaga Páls og Gísla gerði ráð fyrir því að Fjósið. íþróttahús MA. yrði rifið því nýbyggingin átti að rísa á svæðinu milli Möðruvalla og Gamla-skóla. Það þótti djarflega teflt að rífa Fjósið og kom fram krafa af hendi skólanefndar að Fjósið stæði áfram. Þeir Gísli og Páll þurftu því að leggja höfuðið í bleyti og breyta húsinu þannig að sneitt yrði hjá fjósinu. Það var gert og nýja tillagan. þ.e. núverandi nýbygging var samþykkt af skólanefnd. I febrúar 1994 var svo skrifað undir samning við ríkið varðandi fjármögnun hússins þannig að framkvæmdir gátu hafist vorið 1994. Meiningin var svo að taka húsiö í notkun í áföngum. þann fyrsta haustið 1995 og þann síðasta haustið P 1998. Byggingu hússins var flýtt. samþykkt var að taka það í notkun fullklárað 1996 og sleppa alveg að skipta framkvæmdinni niður í áfanga. 22. september 1996 var svo langþráðum áfanga náð þegar Menntaskólinn á Akureyri var settur á Hólum í fyrsta sinn. 1*.- Lj— --U Tillaga Gísla og fékk 1. ver&Jaun Tillaga Svans og EirTJcs [38] MUNINN HAUST 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.