Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 39

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 39
Hönnuðir hussins Það var a' föstudegi í byrjun október, sumarið ekki enn búið og bærinn nývaknaður, að blaðamenn Hunins tóku hús a' þeim félögum Gísla Kristinssyni og Pa'li Tómassyni í arkitektastofu þeirra í Grófargili. Það voru þeir sem hönnuðu hið nýja hús MA, Hóla. Það er mikil vinna að teikna og hanna svona hús og ekki a' hvers manns færi og því fannst okkur vert að forvitnast aðeins hvernig þeir Gísli og Pa'll stóðu að ma'lunum. Hvernig byrjaði þetta allt saman, hvað kom til að þið teiknuðu nýja hiísið við MA? Páll: Þetta byrjaði allt á lokaðri samkeppni sem var haldin 1991 þar sem okkur var boðið að vera með. Tillaga okkar var ein þriggja og bar hún sigur úr býtum. Hver var munurinn á ykkar tillögu og hinna? Gísli: Stærsti munurinn á okkar tillögu og annarra þáttakenda í undankeppninni var sá að í okkar tillögu var öll byggingin einungis milli Gamla-skóla og Höðruvalla. engin viðbygging í vestur eða norður frá Möðruvöllum. Bókasafnið var reyndar sér hluti sem stóð inn í Stefánslund. Þegar við svo byrjuðum á verkinu þá var það skilyrði og ófrávíkjanleg krafa af hendi skólanefndar að húsið yrði fært þannig að Fjósið fengi að standa áfram. Það er ástæðan fyrir því að nýbyggingin er allt öðruvísi heldur en samkeppnistillagan. Við tókum ofan á húsið í samkeppnistillögunni. lyftum því upp og spegluðum það yfir. kipptum svolítið í það og toguðum það til norðurs, þess vegna er tengigangurinn svona boginn. Eruð þið gamlir stiídentar tír MA? Páll: Nei hvorugur okkar. Teljið þið að það hafi haft áhrif á teikningar ykkar? Páll: Það má segja að það hafi verið einskonar hindrun fyrir hina þáttakendurna að þeir höfðu verið í MA að vissu leyti vegna þess að þeir létu gamla húsið vera alveg ósnert þar sem það er og maður heyrði það mjög fljótt að það þótti nánast glæpsamlegt það sem við höfðum gert. I fyrsta lagi að valta yfir íþróttahúsið og í öðru lagi að þora að taka á því að snerta gamla húsið en við viljum meina það núna að okkur hafi tekist að gera það með það mikilli varfærni því gamla húsið bæði stendur í fullu gildi og er fullkominn þátttakandi í skólastarfinu en hefði hugsanlega orðið einhverskonar útvörður elli. Það kom mjög greinilega fram þegar farið var að skoða tillögurnar að við vorum taldir vera dálítið grófir í byrjun og ákveðnir fulltrúar í skólanefnd voru ekkert allt of hrifnir af því. En hinsvegar. eins og Tryggvi skólameistari hefur oft sagt. að fyrst þegar hann sá hugmyndina okkar í samkeppninni þá sagði hann: „Nei þessi kemur ekki til greina" En svo fór hann að skoða hana og gildi þess að fá allt skólaumhverfið undir eitt þak. þannig að það er sama hvar þú ert staddur í húsunum núna þú ert bara í MA. Nú eru nokkur atriði sem okkur langar að fá að vita um hönnunina á húsinu. Til dæmis er súlan á sviðinu t' miðjum gangveginum, hefði ekki verið hægt að útfæra hana öðruvísi? Páll: Ef þið skoðið teikningarnar grannt þá er þetta kerfi sem er þannig að við erum með súlur og bita sem mynda hér burðarramma, síðan tökum við grunnplanið og skekkjum það undir því til að mynda ákveðna spennu inni í rýminu. Það að veggirnir fylgja ekki stefnu bitanna og súlanna myndar ákveðna spennu sem er þægileg upplifun. Þetta er ekki eitthvað sem þú getur kannski endilega þreifað á en þú upplifir það og þó að þessi súla hérna lendi hér í miðjum gangvegi þá er hún svo eðlilegur þáttur af þessu burðarkerfi að hún er ekkert öðruvísi en aðrar súlur. hún að vísu minnir heldur kröftugar á sig heldur en aðrar súlur. Hvernig er þetta með anddyrið, af hverju eru dyrnar svona mjóar inn í skógeymsluna? Gísli: Þetta var reyndar hugsað svolítið öðruvísi í upphafi, það var ekki Ijóst fyrr en seint að það ætti að vera skógeymsla. Þetta rými var í raun teiknað utan um skápa en ástæðan fyrir því að þetta var gert svona var m.a. að skáparnir voru dýrir og menn vildu nýta plássið í meira en bara skápa. Þó að húsið sé stórt þá ber í raun og veru mjög lítið á því, það virðist falla vel inn i' umhverfið. Gísli: Já. það situr mjög vel með Gamla-skóla og þegar við byrjuðum á verkinu upp á nýtt þá ákváðum við að leggja enn meira á okkur af því að þá var húsið ekki lengur falið á milli Möðruvalla og Gamla-skóla. Það kom út á milli þeirra og það þurfti að leysa það vandamál að það yrði ekki of áberandi á svæðinu. Þess vegna felldum við það ofan í landið og reyndum að halda eftir þessum garði sem var þarna fyrir. Var þetta erfitt verkefni? Páll: Þetta var ekki beint erfitt verkefni. þetta var mjög frjósamt og skemmtilegt verkefni. Þá verða erfiðleikarnir svo litlir. Gísli: Já og mjög krefjandi þess vegna var það skemmtilegt. Páll: Við fengum stífa gagnrýni allan vinnuferilinn af hálfu skólameistara. kennara og nemenda líka. þetta var krefjandi en mikil upplifun og þá kannski heitir það ekki erfitt lengur. Páll Þórsson og Þórhallur Ingi Jóhannsson C39] MUNINN HAUST 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.