Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 48

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 48
Niexikó Mexikó gengur eins og útkjálki undan stórbúk Bandaríkjanna og virðist í fyrstu ekki mega sín mikils gegn járnhæl stórveldisins, en þegar betur er að gáð kemur í Ijós þjóð, svo full af fjársjóðum að annað eins á sér enga hliðstæðu Hin forna indíánamenning teygir sig þúsundir ára aftur í fornöldina en ber þar hæst gullaldartíma Maya og hinna blóðþyrstu Azteka. Á blómaskeiði Maya ( 300 - 900 e.Kr. ) lögðu þeir mikla áherslu á vísindi, þeir reiknuðu að dagarnir í árinu væru 365.2422 sem er svo nákvæmt að það var ekki fyrr en á síðustu öld að nákvæmari útreikningar fengust. Mayarnir voru miklir verk- fræðingar og arkitektar og reistu fjölda borga skreyttra pýramídum og helgimusterum. Enn í dag er það óráðin gáta hvernig þessar borgir gátu risið því hjólið nýttu Mayarnir einungis til skemmtunar og verkfæri voru frumstæð. Hámenning Maya leið undir lok 900 e. Kr. sökum rányrkju, vatnsskorts og innbyrðis deilna. Menningin var endurreist 1200 e.Kr. og þá samblönduð Toltec þjóðflokknum, indíánastórveldi úr vestri. Þessir þjóðflokkar áttu sér sameiginlegan guð, Quetzalcóatl, hinn fiðraða orm. Hlutverk hins hörundshvíta og skeggjaða Quetzalcóatl var margþætt. Hann frjóvgaði jörðina og hafði miklar ástir á v/sindum og listum. Þjóðsagan hermir að þessir hæfileikar hans hafi vakið öfund og afbrýði annarra guða. Akkilesarhæll Quetzalcóatl var hin íðilfagra systir hans og sáu óvinir hans sér leik á borði og byrluðu þeim báðum drykkin pulque. Þegar ölvíman náði yfirhöndinni breyttist bróðurleg ást í holdlega girnd. Þegar Quetzalcóatl vaknaði grét sál hans þungum skammartárum. Hann byggði fleka úr eiturslöngum og sigldi til austurs en hét því að snúa aftur. Á 12. öld réðu Aztekar ríkjum. Þeir voru miklir stríðsmenn og komu á fót gríðarlegu stórveldi í Mið-Ameríku. Samfélag þeirra virðist hafa einkennst af miklum öfgum, þar sem þeir voru hvort i senn agaðir skipuleggjendur stórborga með snefil af almennu menntakerfi og grimmir sóldýrkendur sem fórnuðu tugum þúsunda manna. Aztekarnir trúðu einnig á Quetzalcóatl og héldu að guðinn væri snúinn aftur þegar hinn hvíti og alskeggjaði Hernán Cortés nam land árið 1519. Þeir tóku honum sem guði en brátt kom hið grimma og gráðuga eðli Spánverjans í ljós og það runnu á indíánana tvær grímur. Þeim var Ijóst að "Quetzalcóatl" hafði stungið þá í bakið og snerust gegn honum en þá var það um seinan. Cortés gjörsigraði Aztekana 1521 og brenndi öll gögn um fyrri dýrðardaga. Þegar 100 ár voru liðin frá þvi Cortés nam land höfðu sakleysislegar barnapestar Evrópumanna þurrkað út 96% af kynstofni indíána í Mexikó og átti hann aldrei eftir að bíða þess bætur. Næstu áratugina rændu Spánverjar indiánana arfi sínum og þurrjósu allt það sem landið hafði upp á að bjóða. Neyðin var verst þar sem auðurinn var mestur. Næstu aldirnar einkenndust af valdabaráttu brokkgengra stjórnmálamanna meðan bilið milli hinna ríku og fátæku breikkaði og þjóðin svalt. Ríkið fékk sjálfstæði 1821 en engar sýnilegar breytingar á högum almennings voru í nánd. Það keyrði svo um þverbak þegar harðstjórinn Díaz hleypti bandarískum málaliðum yfir landamærin til að þagga niður í sveltandi námuverkamönnum. Það var við þessar aðtæður sem Emiliano Zapata, indíáni úr suðri, leiddi uppreisn gegn Diaz. Fleiri uppreisnarmenn fylgdu í kjölfarið og var Pancho Villa þeirra þekktastur. I kjölfar byltingarinnar var í orði kveðnu samin ný stjórnarskrá þar sem kveðið var á um friðhelgi átta stunda vinnudags, verkalýðsfélaga, sjúkratrygginga o.fl. Raunverulegar endurbætur áttu sér þó ekki stað og hið gamla valdatafl aðalsins hélt áfram. Auðurinn safnast enn á hendur fárra og fátækt og hungur er gríðarlegt, sérstaklega í suðurhlutanum. Til dæmis má nefna að ungbarnadauði í Mexikó er 43 á hverja 1000 en einungis 5 af þúsundi á íslandi og meðaltekjur á íslandi eru rúmlega tíu sinnum hærri en í Mexíkó. í janúar 1994, blossaði upp skæruhernaður í Chiapashéraði sem er fátækasti hluti Mexíkó. Óánægðir bændur undir forystu Marcos mótmæltu áralöngu skeytingarleysi stjórnvalda og viðskiptasamningum við ríku grannlöndin í norðri. Enn í dag sjá menn ekki fyrir endann á þessari deilu sem nú þegar hefur kostað hundruð manna lífið. Cancún Seint á 7. áratugnum leituðu mexíkósk stjórnvöld að leiðum til að bæta efnahag þjóðarinnar. Því var það pólitísk ákvörðun að byggja nýja borg sem mjólka átti feita spena hins vestræna heims. Öllum ákjósanlegum sandströndum, fornleifafundum, þjóðgörðum og öðrum merkum stöðum var skotið inn í tölvu yfirhagfræðings ferðamála. Skömmu seinna birtist orðið Cancún blikkandi og baðað neonljósum, sem síðar áttu eftir að lýsa þetta 22 km langa sandrif. Ætlunin tókst fullkomlega og í dag er Cancún þriðji vinsælasti ferðamannastaður Bandarikjamanna, næst á eftir París og London. Þetta er engin tilviljun því betri staður til strandfara og skemmtunar er vart til. Allt er gert til að fela napran raunveruleikann og sú lífssýn sem Cancún endurspeglar á lítið skylt við þriðja heims ríkið Mexíkó. Þessi fyrirfram skipulagði blekkingarheimur hlífir gestum sinum við því sem þeir ekki vilja sjá. Betlurum hefur aldrei verið hleypt inn fyrir borgarmörkin og sökum peningaflæðis úr yfirfylltum buddum sólarlandafara hefur sú fátækt og eymd sem víða ríkir í Mexíkó ekki náð til plastborgarinnar Cancún. „ Texti: Bjarki, Orri, Steini. Utskriftarferð AAexíkó Mánudaginn 2. september lögðu 74 MA-ingar, eitt par maka og annað til af fararstjórum, af stað til Cancún í Mexíkó. Eftir sólarhrings töf vegna vélarbilunar, þar sem gist var á Hótel Esju og Domino s pizzur með hrísgrjónum, gráðosti og maísbaunum étnar, komst hópurinn i loftið, og lenti á Cancún flugvelli í morgunsárið 4. september eftir 12 klst langt flug með stuttri millilendingu í Gander, á Nýfundnalandi. Gist var á Hótel Imperial las Perlas, einu af 107 hótelum þessarar 350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.