Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 56

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 56
„Nú á kaf ég kominn er í komma- og H.O.M.M.A. teiti' Umsjón: Vilhjálmur Stefánsson og Huginn Freyr Þorsteinsson Hér á árum áður tíðkaðist að ritstióri Munins boðaði öll helstu skáld og haayröinga skólans til samfundar á Hótel KEA. Markmiðið var að fá þá til að tjá sínar innstu tilfinningar í bundnu máli og birta síðan í blaðinu. Jafnsnemma oa fyrstu vísurnar ultu upp úr þeim birtust rjúkandi kaffibollar á borðinu. Með svipað í huga voru þrir gagnmerkir hagvrðingar, allir gamlir nemendur við skólann, boðaðir til fundar á "KEA samtímans", þ.e. Café Caroline. Þetta voru þeir Björn Þórleifsson deildarstjóri öldrunardeildar Akureyrarbæjar, Hjálmar Freysteinsson heimilislæknir, og Stefán Vilhjálmsson, matvælafræðingur hjá KEA. Spekúlantarnir byrjuðu á því að svara nokkrum spurningum okkar en stigu síðan á stokk og hófu að kveða stökur við raust. Hvenær hófuð þið vísnagerð af alvöru? Björn: Eg þroskaðist svo illa og seint að ég var kominn fram yfir þrítugt áður en éa lærði að búa til vísur. Hinsvegar var ég í ritnefnd Munins í þriðja og fjórða bekk (1. og 2. á nýja genginu) og sat hagyrðingafundi sem aðdáandi, m.a. með Hjálmari. Stefán: Eg hóf nú minn feril í skemmtanabransanum á árshátíð KEA 1978, og var næstum því rekinn fyrir viðvikið. Svo hefur þetta ágerst með árunum, þegar ég fór að gefa mig út fyrir þetta. Eg öfundaði mikið þessa menn á skólaárunum sem gátu sest niður á KEA yfir kaffibolla og ort margar síður í Munin. Þó ég hafi nú saast aldrei hafa komið saman heilji vísu í skóla þá fékkst maður alltaf við þetta með öðrum. Éa man að ég og félagi minn, Björn Hafþór, fengumst svolítio við textaþýðingar. Við töldum okkur hafa komist lengst þegar við þýdaum upphaf textans með Hollies: 111 write you a letter to make you feel better. Hafþór byrjaði: Ég læt á blað letur svo líði þér betur. Mín útgáfa þótti betri: Ég bisa við bréfið svo batni þér kvefið. Hjálmar: Ég orti nú eitthvað aðeins áður en ég byrjaði i skólanum og síðan stöðugt út Menntaskólann. Þar var ákveðinn áhugi og hefð lyrir vísnagerð en síðan steinhætti ég þessu aftur eftir Menntaskólann. Voru margir hagyrðingar í skólanum á ykkar tíma? Björn: það var nú nóg til að stoppa venjulega menn að reyna að vera með Ragnari Aðalsteinssyni oa Jósep Blöndal í bekk. Þeir ortu m.a. hið fræga kvæði "Variasjón", sem var útúrsnúninaur á frægu íslensku gullaldarkvæði sem var snúið upp á Heíga Hallgrímsson líffræðikennara og bílinn hans, sem var Ford vörubill frá fjórða áratugnum. Bíllinn var með mosavaxinn pall. Kvæoið fjallaði um eftirför lögreglunnar eftir Helaa, sem örugglega hefur aldrei komist á ólöglegan hraða á þ essum bíl. Eitt erindið var: Fordinn kæri. keyrt hef ég þig ungan og karbúratorinn endurnyjað stundum. Skuldabaggann borið hef ég þungan bjargaðu mér svo frá þessum lögguhundum. Hvað vakti óhuga ykkar ó þessu? Björn: Mér var bara þvælt út í þetta og byrjaði strax sem verktaki því þegar ég var farinn að kenna á Sialufirði var ég neyddur til að semja nokkrar vísur en var ekkert beðinn um það aftur. Þetta ýtti mér af stað enda var ég kominn á lagið, en ég orti þó ekkert fyrir alvöru fyrr en ég var kominn upp undir þrítugt. þá uppgötvaoi éa að fólk hefur mjög gaman af svona vísnabulli og trúðseðlið fór að sýna sig. Var mikið ort um eða til kennara í M.A.? Stefán: Það var oft ort til þess að Ijúga sér út göngufrí (ferð í Brynju á nýja genginu). Gunnar Frímannsson félagsfræðingur með meiru, orti m.a. til Hólmfríðar Jónsdóttur enskukennara þessar vísur: [56] MUNINN HAUST 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.