Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 72

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 72
Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt í það minnsta kerti og spil. Sígildasta jólagjöfin er þó líklega bókin. Níu af hverjum tíu bókum koma út um jólin, sem er óvenju hátt hlutfall miðað við önnur lönd, þó að útgáfan sé nokkurn veginn allsstaðar mest á þessum tíma. Þó hefur fjöldi vasabrotsbóka aukist jafnt og þétt og Vaka - Helgafell gerði athyglisverða tilraun með því að gefa út fimmtán litlar bækur í sumar, s.s. smásagnasöfn eftir Laxness og Ólaf Jóhann, Ljóðaperlur Jónasar Hallgrímssonar og svo söfn þjóðsagna, draugasagna og ævintýra. Þó eru jólin ennþá gósentíðin, enda fátt notalegra en að narta i laufabrauð og drekka appelsín og malt með góðri bók á aðfangadagskvöld. En hvað verður í boði í þetta sinn? Við skulum líta á hvað gæti komið upp úr hörðu pökkunum þessi jól. Islenskar skáldsögur. Á þessum lista má sjá nokkur stór nöfn, Vigdís Grímsdóttir sendir frá sér Z Ástarsaga, Einar Kárason segir okkur Þætti af einkennilegum mönnum, og Sony-stjarnan Ólafur Jóhann Ólafsson fylgir Sniglaveislunni eftir með Lávarður heims, sem er sögð nokkuð ólík hans fyrri verkum. Fjölmiðlakonan Gerður Kristný fær öllu skemmtilegri póst heldur við hin, Regnbogi í póstinum er a.m.k. meira spennandi en Visa- reikningurinn minn. Eyjabækurnar eru ekki eina þríeykið sem íslenskur rithöfundur hefur skrifað, nú er Ólafur Gunnarsson að senda frá sér eina slíka og fyrir jólin kemur út framhald Tröllakirkju sem kom út fyrir fjórum jólum og var á fjölum Þjóðleikhússins á síðasta vetri. Nýja bókin heitir Blóðakur og mun þá eitt bindi þessarar átakasögu um tvær íslenskar nútímafjölskyldu óútkomið. Enn eru fjöldamargar skáldsögur ótaldar og eru þeirra á meðal Snákabani Kristjáns B. Kristjánssonar, ioi Reykjavík eftir Hallgrím Helgason o.fl. Þýdd skáldverk Sjónvarpsfíklar! Þeir ykkar sem eyddu sunnudagskvöldum í vetur í sjónvarpsgláp getið nú bætt fyrir það, vegna þess að nú eru að koma bækur fyrir ykkur. Mál og menning gefur út Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen, vinsælasta dauða rithöfundinn í dag. Einnig kemur út örlagasaga tveggja fjölskyldna i Whittingbourne sem heitir Milli vina og er eftir Joanna Trollope, þá sömu og samdi þættina um Kórinn, sem enginn heiðvirður sjónvarpsunnandi hefur misst af. Agatha Christie og Sherlock Holmes eru kannski látin en það er enn von! Bretar hafa fundið nýjan sakamálagúrú í Minette Walters sem fékk Gullrýtinginn breska fyrir Andlit óttans sem Vaka - Helgafell gefur út. Einn er þó sá maður sem hvorki reyfarahöfundum né múslimum hefur tekist að drepa ennþá, og sá heitir Salman Rushdie. En það sem vill oft gleymast við þennan ágæta mann er að hann var ekki aðeins aðalóvinur Khomeini heitins heldur einnig afbragðsrithöfundur, m.a. líkti Stephen King honum við sjálfan Dickens. Frá honum kemur núna bókin Hinsta andvarp márans, sem Árni Óskarsson þýddi. ítalska skáldkonan Susanna Tamaro átti afar erfiða æsku. Henni var talin trú um að hún væri vangefin og örvænting og einmanaleiki þessara bernskuára skín áþreifanlega í gegn í þeim fimm sögum sem finna má í Fyrir eina rödd. Sterk bók. Frændur okkar Danir höfðu handritin okkar undir höndum í nokkrar aldir og þeir virðast nú hafa lært ýmislegt af þeim. A.m.k. eru nokkrar athyglisverðar bækur að koma út eftir danska höfunda um þessi jól. Annars staðar er sagt frá bók Peter Höeg, Hugsanlega hæfir, en hann sendir einnig frá sér bókina Konan og apinn. Annar öllu óþekktari Dani er Michael Larsen, með bókina Svikinn veruleiki. Enn einn Daninn er svo prinsinn af Jótlandi, Hamlet. Það má reikna með að hann verði nokkuð fyrirferðarmikil! í einna eigulegustu bókinni sem út kemur núna, Veröldin er leiksvið, en þar hefur þýðandinn góðkunni Helgi Hálfdánarson safnað saman broti af hinni miklu orðsnilld Shakespeares. Önnur eiguleg er bók eftir Amy Tan, sem er þekktust fyrir Leikur hins hlæjandi láns, en nýja bókin er um kínverska innflytjendur i Bandaríkjunum á eftirstríðsárunum og heitir. Ég sem hélt að eldhúsguðinn sjálfur væri kona, einnig þekkt undir nafninu mamma. Ljóð Gefin verður út Ijóðabók Jóhannu Sveinsdóttur Spegill undir fjögur augu á meðan heimshornaflakkarinn Jóhanna Kristjónsdóttir er Guðmundur Andri Thorsson Jóla [72] MUNINN HAUST 1996 bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.