Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 73

Muninn - 01.11.1996, Blaðsíða 73
Á leið til Timbuktú og endar á Þórshöfn! Einar Már Guðmundsson yrkir um myntbreytinguna í Ljóð 1980 - 81 á meðan Bubbi Morthens leitar að á samnefndum geisladisk. Eitthvað öðruvísi svona einu sinni og gæti laðað fleiri að ljóðum. Listahátíð færði okkur nokkur ágætis ljóð, þau má finna í Ijóðasafninu Blánótt á meðan ritstjórinn góðkunni Matthías Johannessen kemur með sína sautjándu Ijóðabók, Vötn þín og vængur á meðan frændi okkar Árni Ibsen yrkir Úr hnefa. Ýmislegt Jæja, hvað ætli X-bekkinn langi í jólagjöf? Auðvitað Nomina anatomica, Nomina Embroylogica, Nomina Histologica Eðlisfræðiorðasafn. Á meðan læra málfræðingar AB-bekkjanna ítalsk- íslensku orðabókina hans Paolo Turchi utan að. Tónlistar- og myndlistarfólk skólans fær einnig bækur við sitt hæfi. Annars vegar kemur út Sígild tónlist - Tónskáldin miklu og meistaraverk þeirra með inngangsorðum eftir sir george Solti, einhvern merkasta hljómsveitarstjóra samtímans. Hins vegar myndskreyta margir þekktusta myndlistamenn samtímans bókina Hugarlendur Tolkiens, þar sem gefur að líta hvernig listamennirnir sjá atburði úr Hringadróttinssögu og öðrum meistaraverkum skaldsins. Heimspekingurinn Þorsteinn Gylfason ætlar að reyna að kenna okkur Að hugsa á íslensku, en þeir sem nenna ekki að hugsa sjálfir geta fundið þægilegar prentlausnir i Súpu fyrir sálina og Mars og Venus 2: Mars og Venus í svefnherberginu. En ef þú ert kona og ert búin að gefast upp á amerísku sálfræðinni þá geturðu reynt að leita lausna í þeirri þýsku. Skilaboðin eru einföld: Góðar stelpur komast til himna, slæmar hvert sem er. Nú, ef við viljum bara hafa þær sætar þá getum við gefið þeim bók Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur um módelstörf, Þú eða... en þá er aftur á móti töluverð hætta að þær flögri í staðin til Mílanó í faðminn á Karl Lagerfeld eða Paolo Maldini. Hvers vegna hefur Össur Skarphéðinsson ekki haft tíma til að íhuga formannsframboð? Jú, hann var að skrifa meistaraverk sitt, Urriðadans. Ástir og örlög stórurriðans á Þingvallavatni, sem fróðir menn fullyrða að sé dulbúin ævisaga Jóns Baldvins. Þeir fullyrða einnig að í staðinn ætli Jón Baldvin að gefa Össuri bókina Ég borða - en grennist samt! í jólagjöf. Ævintýraþyrstir menntskælingar fá loksins langþráð safn Siglfirskra þjóðsagna. Hver kannast ekki við gullmola eins og: „Einu sinni voru Siglfirðingar í annarri deild í fótbolta ", „Allir voru edrú á Siglufirði um verslunarmannahelgina eða þá „Eitt sinn var gnægð síldar hér". En talandi um góðar sögur þá koma út Hin myrku spor, sem er samansafn sextán sannra sakamálafrásagna, eins og t.d. þegar ástsjúk kona rændi mormónapresti. Bara að hún ræni biskupnum næst. Einnig kemur Öldin okkar 1991-1995, sem og Lögfræðingatal IV (svartur Iisti) og Stóra tilvitnunarbókin sem hefur að geyma 6000 tilvitnanir frá síðustu 3000 árum (s.s. tvær á ári). Ævisögur og endurminningar Fyrir utan hinn fasta skammt af ævisögum um elliæra sjötuga togarasjómenn, sem farnir eru að rugla saman sinni eigin ævi við söguþráðinn í Moby Dick ( í lífsins ólgusjó, Á heljarþröm). og áttræðar húsmæður á Raufarhöfn, koma út nokkrar sæmilega atyglisverðar ævisögur. Ein þeirra er eftir Oddnýju Sen og heitir Á flugskörpum vængjum, þar sem segir frá ævi listakonunnar ísraelsku Myriam Bat-Yosef sem átti m.a. afar stormasamt hjónaband með sjálfum Erró. Ómar Ragnarsson skrifar Mannlífsstiklur og Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar koma einnig út. Ekki má gleyma bókinni Þeir vörðu veginn, þar sem þau Unnur Birna Karlsdóttir og Stefán Þór Sæmundsson skrá þætti um þrjá menn sem sett hafa svip á akureyskt bæjarlíf. Thor Vilhjálmsson talar um Fley og fagrar árar en atyglisverðasta ævisagan í ár virðist þó vera Aðeins eitt barn. Þetta er saga um kínverska konu sem tók þátt í að neyða konur í fóstureyðingu allt fram í níunda mánuð, ef þær höfðu þegar eignast sinn Iögbundna skammt barna . En hún sjálf er búin með kvótann og lendir í mikilli klemmu er hún sjálf verður ófrísk á ný. Barnabækurnar Jólin eru hátið barnanna, en erum við ekki öll börn á jólunum? Það er a.m.k. góð afsökun til að lesa bækur eins og Raggi iitli og Pála kanína, Gauti vinur minn eftir Vigdísi Grímsdóttur og Þokugaldur Iðunnar Steinsdóttur. Helga Möller sendir frá sér sína þriðju bók, Prakkarakrakkar og Richard Paul Evans skrifar litla, fallega jólasögu um Jólaöskjuna. Einmitt bókin sem hægt er að finna jólaskapið í. Mæðgurnar Ingibjörg Möller og Fríða Sigurðardóttir unnu (slensku barnabókaverðlaunin í ár fyrir Grillaða banana og fyrrum handhafi þeirra verðlauna, Guðrún H. Eiríksdóttir skrifar um Saltfiska á strigaskóm. Félagsfræðingar þriðja bekkjar sem kannað hafa leyndardóma heimspekinnar í Veröld Soffíu fá vonandi nýjustu bók norska átrúnaðargoðsins síns, Jostein Garder, Halló! Er nokkur þarna í jólagjöf. Náttúrufræðingar þessa skóla gætu síðan á meðan rannsakað Beinagrind { Skúii iijórn Gumiarssun 1 12 SMÁSÖUUK Jóla bækur [73] MUNINN HAUST 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.