Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2003, Blaðsíða 73

Muninn - 01.05.2003, Blaðsíða 73
Þá fórum við og litum á Berlínarmúrinn, eða það sem að eftir er af honum. Eftir það fórum við í Dýragarðinn og hittum hressa apa, feit ljón, illa lyktandi krókódíla og fallega fiska. En maður spyr sig; hversu gaman er að horfa á dýr innilokuð og óhamingjusöm? Það tekur nú svolítið á sálina... Að minnsta kosti var yndislegt veður og allir í góðum húmor því eftir dýragarðinn var stefnan tekin á bestu ísbúð sem fannst á svæðinu Háagen Daaz... ohhh slef... Um kvöldið settum við okkur svo í gírinn fyrir stóra daginn; HEILAN DAG Á KU’DAMM verslunargötunni!!! (staður til peningaeyðslu). Þar fengum við að leika lausum hala í heilan dag og eyða næstum því eins miklum peningum og við vildum. Það voru margir pokum klyfjaðir þegar við loksins hittumst um fimmleytið og enn aðrir höfðu verið svo útsjónarsamir að kaupa sér almennilegar ferðatöskur á hjólum og með áttavita fyrir allt fallega dótið sitt. Öllu má nú samt ofgera og voru þessar umræddu töskur nærri því stærri en eigendur sínir... en einn eigandinn leiddi okkur einu sinni í þann sannleika að við vorum að ganga í austur yfir gangbraut. HALLELÚJA UND AMEN!! Um kvöldið lá leiðin heim og Jakobi var boðið flytja til Berlínar og búa í pönkarakommúnu. Honum fannst það freistandi en afþakkaði samt pent með rökstuðningi að stelpurnar í bekknum hans væru bara of sætar til að sleppa af þeim svipunni... Avúhú! Svo tók við tólf tíma næturferð með lest til Malmö, þrjátíu mínútna lestarferð til Kóngsins Kaupinhafn, tveggja tíma vera á Kastrup Lufthavn, þriggja tíma flug til Isalandsins og sex tíma rútuferð til Akureyrar. Við komum heim södd og sæl, reynslunni ríkari, með fullar töskur af varningi en veskin tóm. Þetta var hreint út sagt eine Wunderbares ferð sem ekki verður leikin eftir. Aber ja... KriStjana Pálsdóttir og Ævar Þór Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.