Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 5

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 5
Léttfeti. - 1898 - lllSli) U M I R hestarnir iágu á grundunum eða eyrunum með fram stóðu og sváfu morgundurinn, nokkrir bitu tómlátlega grængresið og gengu í makindum her og þar, til að velja úr allra ijúfasta vorgróðann. Sólin skein á döggvott haglendið við ána; silfurgrá móða lá yflr lindum, iækjum og vermsium í vesturbrekku dalsins; viðarangan og blómiimur fylti loftið munarliöfgri værð. Forsælan iá víða yfir austurbrekkunni; þar voru hvorki fiðrildi né flugur farnar að hreyfa sig; það var siðvandi að leggjast síðar til hvíldar á kvöldin og fara síðar á ról á morgnana austan dals en vestan. Lóur, tittlingar og spóar tóku til starfa; blessuð sóiin gerði liugina svo létta og glaða; þeir höfðu sterka þörf til að syngja hver með sínum rómi, árvökru, voj-léttu smáfuglarnir. Vellandi spói kom utan af Skriðuhólum, sveimaði yfir þremur hrossum, sem stóðu við lækinn skömmu sunnar; liljóðið var gestvænlegt og lilæg* jandi; svo settist hann þar; lirosgin spertu eyrun upp og gengu til, spóinn hljóp eftir þúfunum, rendi títt dökku augunum, flaug svo yfir hestana aftur og vall. Hestarnir reistu höfuðin og horfðu norður eftir, brokkuðu svo suður til hópsins; þeir sem iágu, risu á fætur; allir stukku í einn huapp, þefuðu og nösuðu og gerðust ókyrrir; þá hvíaði ungur gáskamikili foli og alt stóðið rauk á spretti suður á grundina, staðnæmdist þar, rétti frá sér taglið og hvessti augun norður eftir. Hrossin af eyrunum, úr geirunum og grundunum komu stökkvandi og hvás- uðu hátt um leið og þau stiltu sig. Grjótglymurinn norðan frá Skriðuhólum var ótvíræður og hávær; þar konni tveir menn ríðandi á harða spretti; hundarir geltu, þó móðir væru, þeim leizt vel á stóðið. Móbrúnn foli, 5 vetra gamall, stökk vestur úr liópnum, snéri sér við, augun tindruðu, vöðvarnir skulfu; svo rauk hrossahópur- inn langan sprett suður með ánni, staðnæmdist þar á hæð: hestarnir snérust blás- andi og horfðu til gestanna. Mennirnir riðu hratt suður með ánni að austan; kúguðu rakkana til að þegja og vera á eítir; fóru yíir ána dálítið sunnan við stóðið, 1

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.