Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 7

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 7
3 Jón og nágrannar hans ætluðu að selja Jörundi nokkra hesta; sérstaklega hafði komið til orða, að Jón seldi honum eitt eða tvö gæðingsefni. Þeir félagar höfðu ekki lengi Litið yflr hrossahópinn áðar en þeir festu augu á móbrúna folanum, svo fyrirtaks fríðum og fjörlegum; hann var hár vexti, en grannvaxinn og óþroskaður; ágætlega skapað gæðingsefni: „Því með eldinu kemur þrOskinn“, hvíslaði prangarinn að Jörundi. Og Jörundur lagði strax fölur á folann; en fólagi hans fór með hjálp Jóa — sem kominn var aftur að heiman — að reyna til að handsama hann. Bjarni litli skildi ekki við þá. En þenna foia vildi Jón sízt selja, alveg óreyndan, rétt að eins bandvan- an; hann yrði líka dýrastur þeirra allra, ef hann fengisi; sá dumbrauði, sex vetra, yrði tæplega jafn verðhár, þó hann væri svo mikið reyndur, að óhætt mætti telja hann ágætt hestefni, og dilkur þangað til hann var tveggja vetra. Jörundur skoðaði hestinn vandlega; það var svipmikill hestur, ákaílega þrekinn og kjarklegur, en ekki að því skapi léttilegur né nettfríður. „Ég skal kaupa þá báða og gefa 200 krónur fyrir hvorn“. „Nei, elcki læt ég ganga svo í valið hjá mér. Bjarni minn eignar sér þann brúna og þykir fjarska vænt um hann. Svo finst mér boðið heldur ekki neitt sérlega ginnandi". Á meðan höfðu hinir handsamað og beizlað þann móbrúua, þó styggur og hræddur væri. Bjarni stóð hjá honum og hélt í tauminn, klappaði og strauk háls og liöfuð, við það sefaðist folinn, svo hestaprangarinn gat þreifað og þuklað með allri þeirri nákvæmni og gætni, sem honum var orðin eðlileg; hann sagði ekkert, bara rumdi og hummaði býsna oft meðan á skoðaninni stóð. „Blessaður Krákur minn; hvað þú ert orðinn stór og ljómandi fallegur. Vertu óhræddur við mig, ég skal vera þér svo ósköp góður“. Bjarni starði barns- legum ástaraugum í stóru giaðværu augun folans. Svo varð dálítil þögn, Bjarni starði og hinn gekk kring um hestinn, ræskti sig og tók í nefið. „Átt þú folann, drengur minn?“ Röddin var dimm og heldur óþýð. „Já, óg eigna mór hann. Er hann elcki fallegur ?“ „Getur orðið það með eldi. Þetta er uppheigluð beygja enn þá“. Hesta- prangarinn tók tauminn af Bjarna og teymdi Krák fram að dyrunum, þar sem þeir Jón og Jörundur stóðu og töluðu um hestakaupin. Bjarni gekk niðurlutur við bóg folans. Eftir að hafa skoðað báða folana óskaði Jörundur að þeir fólagar mættu ríða þeim einn sprett til prófs. „Sá brúni er ótaminn —, það verður lítið mark að því; en ekki meina ég ykkur að koma þeim á bak“. Jörundur steig á bak á Dumb, en fólagi lians á Krák; þeir riðu hægt 1*

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.