Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 8

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 8
suður grUndina, stöldruðu þar lítið eitt við og hleyptu svo heim að réttinni. Um ieið og þeir fóru af baki, hvíslaði prangarinn: „Kauptu þann bnína ef hann er ekki óhófs-dýr“. „Tvö hundruð fyrir þann dumbrauða og tvö hundruð og tuttugu fyrirhinn. Er nú ekki sæmilega boðið?“ „Góði pabbi, seldu ekki hann Krák minn“, sagði Bjarni og hnippti í jakka föður síns. „Þá færðu Dumb í staðinn . . . Jæja, Jörundur, þú fær þann rauða fyrir tvö hundruð. Ég sel þá ekki báða“. „En fyrir tvö hundruð og þrjatiu fæ jeg þann brúna?“ „Bjarni minn vill ekki sjá af honum“; það var komið hik á Jón, tvö hundruð og þrjátíu krónur var falleg borgun, og að fá verðið strax í peningum kom honum svo mæta vel. Þegar þeir Jörundur fóru um nón frá Grund, hafði hann keypt sex hross íir réttinni; þó ekki væri nema eitt þeirra með háu verði, voru tveir folar aðrir líklegir til að verða harðfrískir. Fólagi Jörundar teymdi Krák, sem ekki vildi rek- ast frá vönu stóðinu. Hann kostaði tvö hundruð og fjðrutíu krónur. Bjarni litli lá grátandi vestan við garð. Þanií dag var ekki til neins að pabbi hans bauð honum Dumb. Bjarni sagðist aldrei vilja eigna sér liest framar, fyrst Krákur hefði verið seldur. „Ómögulega get ég látið svona ljótc nafn festast við jafn-fallegan hest“, sagði Jörundur, þegar þeir voru komnir fulla bæjarleið noi ðaustur frá Grund; „ég kalla hann Storm eða Þyt, Andvara eða Léttfeta". Léttfeta nafnið geðjaðist báð- um bezt og það nafn gáfu þeir hestinum. Jættfeti var fulitaminn þegar Jörundur kom heim, og þeir félagar voru á eitt sáttir um það, að hann yrði ágætishestur með góðu eldi. Hann var kraftalítill, fjörugur, góðlyndur og mjög viðkvæmur að eðlisfari. * * * Fyrsta sunnudag i jólaföstu var Léttfeti tekinn í hús og síðan kópalinn fram í Þorralok bæði á töðu og baunum. Þá kom glymjandi reiðfæri. Léttfeti var járnaður; nú var Jörundi forvitni á að vita, hvernigfæri milli Prests-Grána og hans; um sumarið dugði Jjéttfeti ekki, ef spretturinn var nokkuð iangur — ef í harða reið sló. Ef hann ynni Grána, var hann eflaust bezti-hesturinn í hreppnum og þó víðar væri leitað. Jörundur sammæltist að verða klerkinum samferða út að „aunexíunni" á sunnudaginn og klerkinum líkaði það mæta vel. Frá Húsafelli er löng bæjarleið út að prestssetrinu; þar er Lýsuvatn á leiðinni og á því voru spegilísar, ekki mjög ainalegt að hleypa þar góðhesti. Jör- undur fór snemma að heiman á sunnudagsmorguninn og lét einn vinpumamiinn

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.