Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 14

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 14
10 nafngreind var, kom honmn aldrei til hugar aö snúa sér að neinni annari. Hann var mannblendinn og liafði gaman af kyrkjuferðum, og hafði því verið lokaður inni þcgar fólkið fór til kyrkju; tók hann þá það ráð, að hverfa burt af bænum, þegarhann sá kirkjuferðasnið á fólkinu, en kom svo til þess einhverstaðar á leiðinni. Ef svo bar við, að hann fór á bæ með manni og týndi honum, og væri maðurinn ókom- inn þegar Hringur kom heim aftur, þá lagðist hann á hlaðið, horfði í áttina er mannsins var von úr, og vildi ekki éta fyr en maðurinn var heim kominn. Smalamenska er örðug frá Hhð, og smalaði Lýður bóndi stundum og Hringur með honum; var hann ófús á að fylgja öðrum en Lýð, en fékst þó til þess, ef honum var skipað það. Einhverju sinni er menn voru önnum kafnir við hirðingu, fór Lýður ekki að smala og smalaði þá telpa þar á bænum, er Anna hét; átti Hringur að fara með lienni. Góðri stundu eftir að þa-U voru farin, kemur Hringur til okkar þar sem við erum að lúaða úr, legst fram á lappir sér og er mjög makindalegur. Segir þá Lýð- ur við hann og nokkuð snögt: „Þú hefir svikið hana Önnu, Hringur; þú verður að fara til liennar aftur“. Eftir nokla-a stund var Hringur horfinn, kom svo um kvöld- ið með ærnar og Önnu; hafði hann þá komið hlaupandi til hennar inn á miðju fjalli. Atvik þetta, sem nú var sagt frá, virðist mér greinilega lýsa því, sem nefnt er hugsun, þegar um menn er að ræða. Aliir liundar skiija, þegar þeir eru sneyptir, en afburðir Hrings lýsa sér í því, að honum hngsad, fyrir hvað hann er sneyptur, og að liann geti bætt aftur það( sem hann hafði brotið. Enn má nefna til eitt dæmi, sem sýnir, að Hringur skildi mannamál. Það bar við stundum, að Lýður sat á rúmi sínu og mælti: „Það er þá orðið mál fyrir mig að fara að smala“, og þó að hann gætti þess, að sýna ekki á sér neitt fararsnið, þá labbaði Hringur út og upp fyrir tún og beið þar liúsbónda síns. Ýmislegt fleira mætti telja til að sýna, hver vithundur Hringur var, og verð- ur það þó ekki gert hér. Þó að ekki verði því neitað, að skepnur eins og Hringur séu nokkuð viti bornar, þá væri samt af tvennu illu í rauninni réttara að tala um vitlausar skepnur, en skynlausar. Því að skynjan,^þííð er, eins og kunnugt er, sjón, heyrn o. s. frv., og slcynsemi, það þýðir eiginlega: að geta séð, heyrt, kent þef o. s. frv. En jafnvel sá maður, sem bezt er sýndur, er þó sjóndapur, sé farið í jöfnuð við örn eða gamm, og allra þefvísustu menn eru þó þeflausir að heita má hjá hverjum meðalhundi. Mundu því þessi dýr, ef þau hefðu málið til þess, að öllum líkindum kalla oss mennina skynlausar skepnur. Hélgi Pétursson.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.