Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 25

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 25
21 stöðuga vináttu, er sér hefði orðið hugðnæmari og drýgri lífsgleði, en þeirn mundi sennileg þykja, sem slíkt hefðu ekki reynt eða skilið sjálfir. Ungu lesendur, sem þessi atriði úr ævisögu Sokka eru sérstaklega ætluð, yður bið ég gæta að því, hve mjög lempni, vinsamleg atlot og nákvæmni spekir æst skap og harðlyndi hesta. Það er heldur ósennilegt að gælur og hjal við hross sé hégómi einn; hitt er miklu líkara að mörgum orðum só meir á glæ_kast;að, en þeim er við þá eru á þennan hátt töluð. Sokki hefði eflaust orðið ófyrii’leitinn gapi, ef harð- ræði og þursahætti hefði verið við hann beitt; hann mundi fás hafa svifist, ef hann hefði með illu verið kvaddur; sökurn vináttu eigandans gerðist hann kvenelskur og hógvær oftast. Húsbóndi og hestur urðu fljótt vinir góðir, sem rendu grun hvor eftir annars háttum og lyndiseinkennum; virðist svo sem Sokki hafi skilið manns- rödd á þann hátt, sem vitrir hundar gei-a, þeir er mæltu máli húsbónda síns ven- jast: þeir skilja hijóðfallið, greina sundur harða og mjúka rödd, hvað sem meira kann að vera þeim greinanlegt af orðunum sjálfum, þótt miklu meira bendi til þess, að þeir skilji nokkur orð og alvönustu málsgreinar, er þeir venjast mest. Svo er það með hundana hér á landi, og það væri þó ósatt mál, ef sagt væri, að mikil rækt só lögð við það að kenna þeirn og venja þá til viturra ráða og skynsamlegs þroska. Margt fleira mætti af Sokka segja, það sem lýsir vitsmunum og einbeittri lund, en þetta er nú orðið helzt til langt mál um einn hest; því bezt mun til fallið að „Dýravinurinn" flytji ekki langt mál urn hvert einstakt dýr, en geti að eins með sem fæstum orð um sérkenni þeirra, vit, tiygð, lífskjör og framkvæmdir, segi sögur, er vekja mennina til nánari athugunar og meiri vináttu gagnvart þeim. Þessi atriði úr lífssögu Solcka eru tekin eftir frásögu Sigurgeirs sjálfs og annara nákunnugra manna og eru þau engum ýkjum blandin, skrumlaus og blátt fram sögð. 25 /3. 1903. Þorgils gjallandi.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.