Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 27

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 27
23 Og svo ertu látlaus í búnaðí og framkomu, að jafnvel litla-táin á skartkonunni mætti biygðast sín, ef hún þekti þig. Ég hefi horft á þig liðlangan vordaginn árum saman og veitt þér athygli sumar og vetur, síðan ég lcom til vits og ára. Og altaf ertu metfé mitt og vængja-perla. Ég get ekki slitið hugann frá þér, vesalings snjótittlingur, inndæla, íslenzka sólsk'ríkja! Hríðin, sem nú er á ferðinni, minnir mig á stórliríðina í næstliðin sumar- lok, þá sýndir þú spágáfu þína ina veðurnæmu: Áður én hríðin kom í húsvitjun sína, komstu heim að bæiiurn og safnaðir þér korni af arfaakrinum í forðabúr þitt. Þú varst þögul og hnípin. En áhugi þinn og forsjá vóru meiri og betri, heldur en margra manna og kvenna, sem stofna búskap að veturnóttum — í leigu- bústað og lánsfötum. Þú tíndir fræin í safnhít þína, varst ákveðnari í vali en mærin, sem rótar í léreftahyllum kaupmannsins, og betur búin en lipurtáin á dansleiknum. Þú komst í tvo daga eftir föngum þínum, en á þriðja degi skall hríðin á. Iðulaust snæfokið byrgði gjörvalla útsýn. Bæjarþekjan hvein undan átökum stormsins og árnar fyltust af samanfrosnum krapaförum. En þá sazt þú í fylgsni þinu í sumarholdunum, örugg og óhult — meðan stórhríðin brynjaði sauðféð út um víðavanginn og mokaði það í kaf undir skjólveggjum gilja og moldarbarða. Þegar hríðinni létti, fórstú úr holu þinni og lékst þér víðsvegar — meðan „æðsta skepna jarðarinnar og herra hennar" þrammaði með reku og rakka um hraun og heiðar í leit eftir sauðum sínum í fönninni. Ég' man eftir þér í liarðindahríðinni fyrir jólin. Jólafastan var afnumin í mannabygð. En hún var til í aimanakinu og Snjótittlingalandi. Þú varst jafn-veðurspá og forsjál uhdan þeirri skorpu eins og hausthríðinni — Ijósklædda, léttbúna, tindilfætla. En kornhlaða þín tók ekki nægan forða handa þér til mánaðar. Þú gazt ekki gert við gerningum áfrerans. Þessi illviðrabálkur var úlfur að innræti, en klæddur sauðargæru. Ilann byrjaði í meinlausri þoku-súld, sem frostlaus, grámórauð, austanátt sendi inn í landið frá hafinu. Súldin breyttist í rigningu og rigningin í krapahríð, sem bældi niður og lagði undir sig fræstengur sinuhagans og bræddi utan barrgreinar skóganna. — Að því búnu kom frost, sem gerði jörðina líka því sem gráu þakjárni væri brasað á hana og varð þá hallæri og hungursneyð í snjótittlingaríki. Þó sá þér enginn bregða. Þú leitaðir þér úrræða og fanst þau.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.