Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 29

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 29
25 stöðvum þínum og óðalsjörð. SólarJjóð þín og vorkvæði er ávalt jafn fögur, þótt þú sért nálega þróttlaus eftir veturinn, Góða vísan þín verður aldrei of oft kveðin, meðan hjarta slær, sem ann fögrum listum, og eyra er tii, sem kann að hljóðgreina. Og þó óvinir þínir höggvi í ætt þína margt skarð og stórt og þú stundum eigir erfitt, þá flýr þú ekki landið nó föðurleifð þína. Átthaga-ást þín er jafn-hrein móðurást þinni og elsku til maka þíns. Föður- landselska þín er takmarkalaus; því að hún nær inn í ókunna landið. Ástir þínar eru blindar. — En blindar ástir eru einnig einu ástirnar, sem sögur fara af, bæði í mannheimi og sólskríkjulandi. 4. Apríl 1901. Guðmundur Friðjónsson. Hundar og1 hestar. Safnað licfir Páll Halldórsson. 1. Tryggur. RYGGUS var einhver inn vitrasti liundur, sem ég hefi þekt, og ef þesS er gætt, að hann lærði af sjálfum sér alt, er þessi frásögn hermir, þá gegnir furðu, live rniklum vitsmunum bæði hundur þessi og margir fleiri skynleysingjar eru gæddir. Skyldu menn ætla að íhugun þess vekti hjá mönnum hlýrri og vin- gjarnlegri tilfinningar til dýranna, heldur en breytni þeirra við dýrin oft ber vott um. Eitt sinn síðla dags var ég á gangi yfir Sigriðarstaðavatn i Húnavatnssýslu. Snjór var töluverður á vatninu, en hlýtt í veðri; gerðist mér þá heitt af ganginum, svo að ég tók vettlingana af höndum mér og hélt á þeim. Tryggur fylgdi mér að vanda. Þegar ég hafði gengið dálítinn spöl, tók ég eftir því að hundurinn var ekki með mör. Ég fór þá að gæta að honurn og sá, hvar hann sat á slóðinni, sem ég hafði gengið. Ég kallaði nú til hans og kemur hann þá hlaupandi og flaðrar upp um mig mjög vingjarnlegur. Held ég svo leiðar minnar, en seppi þvælist fyrir mér við hvert fótmál og rífur í föt mín eins og hann vilji aftra mér frá að fara lengra; mér leiddust þessi læti hundsins og sneypti.hann frá 'mér. Hleypur hann þá sem fætur toga til baka ýlfrandi, unz hann er kominn á þann stað, þar sem liann 4

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.