Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 31

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 31
27 Einu sinni datt þriggja ára gamalt barn ofan á hann, þar sem hann lá á baðstofugólfi; héldu þeir er sáu til, að hann mundi bíta barnið til óbóta, og stukku á fætur til að forða því, en því fór fjarri; veslings hundurinn drógst með mestu hægð og vanið uudan barninu og rölti út úr baðstofunni, eins og hann skildi það, að hann mætti ekki reiðast óvitanum. Tryggur var afarstór og þrekinn á vöxt, alhvítur og loðinn, með svo ein- kenniiega falleg dökkbrún augu, að ég' minnist ekki að hafa sóð fegurri augu í nokkru dýri. Þegar.ég hafði átt Trygg nokkur ár, flutti ég burt úr átthögum mínum og varð að farga hundinum. Morguninn sem ég fór alfarinn að heiman, fylgdi liann mér venju fremur fast, svo að hann yfirgaf mig aldrei; hlaut ég því sjálfur að ioka hann inni í út- hýsi einu, og býst ég við að ég verði ekki eldri maður en svo, að ég rnuni eftir svipnum, þar sem hann lagðist, eftir skipan minni, á skemmugólíið yfirkominn af hrygð, mænandi á mig dökkbrúnu augunum — tárvotum. — Að þau væru tárvot, virtist mór þá, en vera má, að glýjan í mínum eigin augum hafi glapið mér sýn. Eftir að ég var fa"inn, eirði seppi illa og var drepinn skömnru seinna. — Það eitt vil ég segja, að trygð hundsins mætti stundum gera manninum kinnroða, 2. Píla. Gamall sannorður maður á Norðurlandi hefir sagt mér eftirfarandi sögu um Pílu, tík, er hann átti fyrir mörgum árum; þykir mér liún að mörgu merkileg og þess verð að henni sé haldið uppi. í dalabygðum Iiúnavatnssýslu er það algengt, að bændur senda menn í eftirleitir á afréttir fyrri part vetrar, ef tíð gefst stilt og góð, einkum ef ilia hefir heimzt að haustinu. Eiga þess konar leitir sér víðar stað, t. d. í Þingeyjarsýslu. Liggja þá leitarmenn oft eina eða tvær nætur á fjöllunum, ef vel viðrar, og leita fjárins á daginn; svo var og það haust, er þessi saga gerðist. Heimildarmaður minn var þá vinnumaður lijá bónda einum í Yatnsdal norður; var hann að öllu inn ötulasti maður og frár á fæti. Seint um haustið leggur eigandi Pílu ásamt öðrum manni á stað í eftirleit. Yeður var bjart og stilt og færi gott. Ganga þeir nú báðir fyrsta daginn og koma um kvöldið að skálahrófl, sem leitarmenn notuðu tíðum; lágu þeir þar um nóttina. Morguninn eftir er sama veður, en þykkni nokkurt í norðurJofti og útlit ekki trygt. Ráðgast þeir nú um, hvað upp skuli taka, hvort heldur snúa til baka í bygð eða leita um daginn. Kernur þeim nú ásamt að Jeita, en liittast að kvöldi við skálann, hversu sem viðri. Skilja nú eftir maJpoka sína í skálanum, og eigandi Pílu lætur vettling sinn eftir lijá pokun- um, en sýnir Pílu hann áður og Jætur hana þefa af honum. Fara þeir síðan sinn j hvora átt og líður á daginn, Finnur þá sögumaður lömb tvö og eltir þau all-

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.