Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 34

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 34
30 Oftar en einu sinni kom það fyrir, að bóndi féll af baki og sofnaði; var þá Gráni viss með, að standa uppi yfir honum og bíða þess, að hann vaknaði, eða hann fór að bíta þar í grend. Einna merkilegast þykir mér þó atvik, er þessi maður sagði mér frá, um sig og Grána. Var það eitt sinn, að hann kom einn úr kaupstað og var vínhreyfur. Alt í einu kennir hamr þyngsla í höfði; fyr en hann fengi ráðrúm til að fara af baki, fær hann aðsvif og dettur af hestinum. Ilve lengi hann hefði legið þarna, gat hann ekki sagt nákvæmlega. En er hann kemur til sjálfs síns aftur, verður hann þess var, að verið er að hnippa í hann. Liggur Gráni þar hjá honum á hnján- um og reynir með öllu móti að vekja hann. Nær maðurinn nú í fax hestinum og styður sig við hann, þar til hann kemst á fætur aftur, því hann var mjög mátt- farinn. Lá Gráni þannig kyr þar til maðurinn komst á bak honum, reis hann þá upp aftur með mestu varúð. Vill nú nokkur draga efa á það, að ákveðin hugsun hafi stjórnað þessari breytni hestsins? Var það ekki af aðgætni og ást á húsbónda sínum að Gráni reyndi með öllu móti til þess að vekja hann og hjálpa honum upp í hnakkinn aftur? Eflaust eigum vér til margar sannar sagnir, svipaðar þessari, er bera vott um inar göfugustu hugsanir og elskuverðustu eiginleika lijá hestunum; þó er því miður oft farið með þá, sem væru þeir tilfinningarlausir hlutir. Þá eru hestar einnig mjög minnugir og enda langræknir, ef þeim er mis- boðið, þó að þau dæmi virðist samt vera fremur fágæt. Eitt þess konar dæmi var mér sagt úr Skagafirði. 5. Gamli Blcikur. Ekki alls fyrir löngu bjó þar bóndi einn, átti hann bleikan áburðarhest, inn mesta stólpagrip og jötun að vexti. Var Bleikur svo gæflyndur, að aldrei hafði hann, svo menn vissu, sýnt af sér nokkurt mein mönnum eða skepnum. Haust eitt kaupir bóndi gráan hest ungan, var hann magur og illa útleik- inn, svo bóndi tók hann þegar á gjöf og hafði hann í húsi hjá gamla Bleik, sem þá var farinn að fella af; gaf hann þeim tveimur um veturinn betur en öðrum hestum sínum. Vóru þeir nú saman um veturinn og tókst með þeim in mesta vinátta. Þegar vora tók, var þeim haldið á haga með öðrum hrossum bóndans; en þeir sintu hinum hestunum lítið og vildu helzt vera tveir einir. Líður nú á vorið, og vill bóndinn þá járna hesta sína. Einn dag vóru þeir reknir heim til járningar; gengur það vel þar til röðin kemur að Grána. Er hann þá svo iliur viðfangs og óþjáll, að engu tauti verður við hann komið; varð því að hætta í bráð við járninguna. Er nú leitað ýmsra bragða, og loks kemur bónda og járn- ingamanni saman um, að leggja reiðing á gamla B]eik og binda Grána við hann pieðan hann sé járnaður,

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.