Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 37

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 37
33 kömur flaumósa inn aftur og segir, að það sé verið að berja í bæjardyrahurðiná svo undarlega, að hún þori ekki að lúka upp bænum, það verði einhver annar að fara til dyranna. Fer þá karlmaður til dyranna. Stendur þá Skjóna við dyrnar; en þegar hún sér manninn, snýr hún kumrandi frá dyrunum út á túnið, maðurinn fyigdi henni dálítið frá bænum og fer Skjóna með hægð á undan; en þegar maður- urinn snýr aftur, nemur Skjóna staðar. Heimamönnum þótti undarlegt, að Skjóna skuli vera komin alein heim, og halda að hún sé komin heim til að biðja um ein- hverja lijáip, og var ég þá sendur til Skjónu. Þegar ég var kominn rétt til hennar, leggur hún á stað og hélt áfram með hægð á undan mér, þangað tíl hún kemur til hestanna; gengur þar upp á holt og stendur þar kyr; ég geng þangað til hennar og sá, að þar liggur folaldið hennar fast með einn fótinn í glufu milli steina, fót- brotið og sundurskorið skinn og sinar á stein röndinni, svo fóturinn liékk við á iítilli taug. Ég fór heim og sagði, hvernig kornið væri, og fóru þá fleiri menn til að reyna að hjálpa, en hjálp var ómöguleg; þótti okkur það mjög illa farið; allir vildu hjálpa Skjónu í neyð hennar. Er þetta skynlaus skepna, sem ber sig svona að? Mósa. Mósa var dóttir Skjónu, hún \ar að flestu svipuð móður sinni, en nokkuð gæfari. Magnús fóstri minn ól hana upp, og átti hana á meðan hann lifði. Hún þótti vera vitur í mörgu. Á yngri árum sinum var hún stygg og slæg; ef hún sá okkur strákana með beizli, var ekki viðlit fyrir okkur að ná henni, en oft stóðhún kyr fyrir okkur, ef hún sá, að við liöfðum ekki beizli meðferðis, og lékum við það bragð nokkrum sinnum, að hafa snæri og hnýta upp í hana, en hún sá við því bragði og hætti alveg að láta okkur ná sér. Þegar sumar- og haustbrúkun var hjáliðin, breytti Mósa vanalega háttum sínum, stóð þá kyr fyrir öllum, og létstrjúka sig; en undir eins og vorbrúkun byrjaði, var mjög erfltt að handsama hana. Einu sinni sem oftar að vetrinum áttum við strákarnir að sækja hestana. Yið fundum þá fljótt, nema Mósu, hana fundum við hvergi; þá var komið kafald og hvassviðri, svo við fórum heim með hestana, sem við fundum, til að láta þá inn. Hurðinni var lokað með járnhespu, og loka fyrir framan; járnhespan var nú ekki uppi á kengnum, og hurðin opnaðist inn, vindur stóð upp á dyrnar, en þó var liún nú aftur; þegar við vildum opna dyrnar, gátum við það ekki. Mósa var þá komin inn og setti rassinn í hurðina. Fyrst héldum við að gleymst hefði að láta aftur hurðina, þegar hestunum var hleypt út, en það var ekki. Eftir langt þjark gátum við komið Mósu frá hurðmni og komið hestunum inn í húsið. Mósa lék þaí oft að komast inn í hesthús þegar hún vildi, lrvernig sem því var lokað. Ekki þótti gott að hafa Mósu í ferðaiög; hún hamdist hvorki í hafti eða húsi; braut sig vanalega út úr liverju hesthúsi. Bagga sína bar Mósa vel, og vana- 4

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.