Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 38

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 38
84 lega vóru látnir á hana þyngstu baggarnir, og þegar búið var að láta þá upp á liana, hélt hún á stað heimleiðsis með hagga sína, og leit þá livorki til hægri né vinstri; þegar hún þóttist vera komin of langt á undan hinum hestunum, lagðist hún, en þegar hinir hestarnir konru, stóð hún upp og hélt á stað, sjaldan setti lnín af sér baggana við þetta. Þegar ég fór að búa, eignaðist ég þær báðar, Skjónu og Mósu. Nú er Skjóna dauð; en Mósu á ég enn og lifir hún nú í hárri elli, tannlaus og örvasa. Pcli. Svo hét hundur, sem Magnús fóstri minn átti. — Hann félck nafnið af því, að gefinn var fyrir hann rommpeli. — Hann var engiun gæða fjárhundur, en oft höfðum við þó gaman af honum. Þegar hitar vóru á suinrin, var það oft vani lians að vaða út í sjóinn og leggjast þar niður. í mínu ungdæmi söng hver með sínu nefi Hahgrímssáhna, en undir eins og farið var að syngja, byrjaði Peli að syngja undir; það dugði ekki hót, þó hann væri rekinn ofan af loftinu; því þá söng Peli niðri undir gólfinu. Alt af þegar sungið var, söng Peli undir, þótt hann væri sneyptur fyrir það; þann sið lagði hann aldrei niður. í kyrkjusókninni var maður, sem Jón hét, hann þóttist geta sungið á har- moniku og gerði það oft. Einu sinni sem oftar var Jón niðri i húsi í Dagverðar- nesi, að leika á harmoniku sína; Peli var úti og heyrði hljóðfærasiáttinn, bregður ltann þá við, fer inn í bæ; húsið stóð opið, hann hleypur þangað inn og seztfyrir framan hnén á Jóni, frammlappirnar iætur hann lianga ofan á bringuna og fer að góla undir. Jón verður hvimsa við og liættir; Peli hættir þá hka. En þegar Jón byrjaði aftur, hyrjar Peii líka og söng þá hvor i kapp við annan um tíma, þangað til Peli var rekinn út, og við það endaði „kómedían". Margt mætti segja fleira um Pela, en ég ætia að láta hér staðar numið. Andrés Grímúlfsson, (hreppstjóri, Dagverðarnesi).

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.