Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 41

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 41
37 hvern mun ná henni, en það kom fyrir ekki. Hún þaut mjálmandi inn i bálið og bar sig mjög aumlega. Nú spáðu allir henni bana, enda átti sú spá sér ekki lang- an aldur, því að vörmu spori féllu bæjarhúsin, og lét veslings kisa þar líf sitt við ina þriðju tilraun að bjarga afkvæmi sínu. Kisu er oft borið á brýn, að hún sé kaldlynd og óræktarleg, en þessi litla frásaga bendir til alls annars, og þó móðurást hennar sé slept, þá hygg ég að upp- lag hennar og dýranna yflr höfuð komi mikið 1 ljós eftir því, hvernig við þau er búið. Páll Halldórsson. Kynnist hestunum. KIR staðháttanna hér eru hestarnir oss ómissandi, einkum sveitamönn- unum, þar sem vér höfum eigi rafmagn, gas né eimkraft í þjónustu vorri til þess að létta aðdrætti og flutninga á landi uppi, skipgengar ár og önnur sam- göngufæri, er hjá sumum öðrum þjóðum greiða samgöngur og vöruflutninga, en í stað þess verðum vér að nota hestana. Vér hljótum að hafa hesta, og víða allmarga, en þó álít ég að vér ættum að kappkosta, að hafa þá ekki fleiri, en minst verður komist af með, en ástunda jafnframt, að ala þá svo vel upp og fara svo vel með þá, að þeir verði dugandi skepnur. Auk þess sem það er mannúðarskylda, þá er það einnig beinn hagnaður, að þeir séu vel upp aldir. Ég geng að því vísu, að mörgum hrossa-bændum í útigangssveitum geðjist ekki að þeirri kenningu að fækka hestum. Þeir sjá líklega eftir enska gullinu, ef útflutningur hesta minkaði að mun. En ég svara þeim því, að ef þeir fækkuðu stóðhrossunum, þá mundu af- réttarlöndin þeirra hætta að eyðileggjast og jafnvel ná sér aftur, þeir mundu margt vorið eiga fleiri heystrá i hlöðunum sínum, en verið heflr, og þar af leiðandi gætu þeir átt fleiri sauðkindur, sem kæmi vænni af afréttunum, ennú, þegar stóðhrossin yrja beztu blettina. í útigangssveitunum á allur fjöldinn af hrossum á uppeldisárunum kjör sín pnfjir inni óstöðugu náttúru landsins, Á sumrin líður þeim vel, en á vetrum eru kjör

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.