Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 47

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 47
43 þakkaði honum, sem fæðir fugla liimins. — .Tá, óg hefl lært mikið af þessari litlu eggjamóður — og hvern dag við sólaruppkomu byrjaði hún að nýju vinnu sína með nýjum hug og nýjum kröftum. En í gærkvöldi, þegar ég sat á bekknum úti fyiir skólanum, sá ég litlu vinuna mína koma heim að hreiðrinu með fult neflð; en bráðlega varð ég þess var, að eitthvað vac að lijá henni; hún rak upp in aumkunarlegustu neyðaróp og flögraði þreyjulaus aftur og fram hjá rósarunnanum. Ég gekk yflr um þangað, og þið megið geta nærri, að ég muni hafa hrygst yflr að sjá hreiðrið sundur tætt og alla ungana dauða. Veslings sólskríkjan hafði sezt á grein þar nærri og horfði á mig, þegar ég tók ungana upp. — Ef til vill liélt hún, að ég gæti lífgað þá við. — Börnin mín góð, ég vildi á því augnabliki gefa rnikið til þess, að geta hjálpað veslings sorgbitnu móðurinni; en því miður gat ég engu áorkað, og þegar ég lagði ungana aftur niður og gekk inn, þá fylgdu sorgaróp móðurinnar mér, og lengi lá ég vakandi og hugsaði um sorg móðurinnar og um slæmu börnin, sem liöfðu valdið sorg hennar; hugsaði um það, að þau hlytu að hafa gleymt því, að guðs altsjáandi auga hvíldi á þeim, og englarnir gráta yflr inum vondu verkum þeirra. Morguninn eftir, þegar ég kom yflr að hreiðrinu, lá sólskríkjan dauð hjá ungunum sínum. Hún hafði dáið af sorg“. Jafnskjótt sem sólskríkjan var nefnd, lét Hans Pétur failast niðr í bekkinn blóðrjóður út að eyrum, og nú grúfði hann niður í hendur sér og titraði af ekka, en tveir drengir aðrir, Jens og Maríus, vóru undarlega rjóðir og gutu augunum ílóttalega ýmist til Hans litla eða kennarans. „Nú er liklega bezt að hætta í dag“, mælti kennarinn, „þið rnegið nú fara lieirn, en skyldi eitthvert ykkar þurfa að tala við mig, þá kem ég bráðum aftur." Að svo mæltu gekk Hansen kennari inn í stofima sína, en börnin flyktust út úr skólanum. Þeir Jens og Maríus flýðu beinlíiiis og hlupu sem fljótast heim til sín; að eins einn sat kyr — það var Ilans litli. — Þegar kennarinn kom aftur eftir fjórðung stundar, sat hann þar enn þá og grét beisklega. „Nú, nú, Hans litli", sagði gamli maðurinn, „getur þú svo hjálpað mér til þess að finna ræningjann?" „Já“, svaraði drengurinn grátandi, „ég er ræninginn." „Ert það þú, Hans? Hvernig gaztu fengið af þér að hryggja svona sa-k- lausan fuglinn ?“ Hans litli sagði nú upp alla söguna; — tveir drengir aðrir—hann nefndi ekki nöfnin — höfðu viljað taka hreiðrið frá honum, en hann hafði eignað sér hreiðrið alt sumarið; en þeir höfðu sagt, að þeir ættu hreiðrið engu síður en hann, og svo fóru þeir Á handalögmál, sem endaði með því, að þeir veltu hreiðrinu niður og ung- arnir biðu bana við fallið. „En ég skal aldrei gera þetta oftar“, endaði Hans litli sögu sína; „ég skal vera svo góður við allar skepnur, að guð hafi gleði af mér. — pér mecjið treysta ]>ví, hr. Hansen, að ég slcal áldrei gera þatta aftur.“ 6*

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.