Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 48

Dýravinurinn - 01.01.1903, Blaðsíða 48
44 Langa stund talaði Hansen kennari enn þá við drenginn, sem endurtók loforð sitt aftur og aftur, og þegar hann fór úr skólanum og hólt heimleiðis, var hann mjög ákveðinn á svip og hélt áfram að taka upp fyrir sjálfum sér: „Eg slcal efna það! Eg skal éfnaþað!“ (Lauslega þýtt). Gamli Jarpur. ARPIJR fókk auknefnið „gamli" löngu fyrr en hann var kominn á gamals- aldur. Hann var þegar í æsku stór og föngulegur, en svo einstaklega stirðvirkur, seinn og silalegur í öllum hreyflngum, sem væri hann afgamall húðarjálkur. Gárungarnir kölluðu hann því „gamla Jarp“ í háðungarskyni. En Jarpur skeytti því ekki hót, sem að líkum lót; og heldur ekki því, þótt hann væri barinn eða hundum otað á hann. Hann lagði bara kollhúfur, en að öðru leyti tók hann öllu slíku með jafnaðargeði. Hann fór aldrei harðara en fót fyrir fót, hvort sem hann var berbakaður, með reiðingi eða þungum klyfjum, en aldrei sást á honum þreyta, nó að honum yrði aflfátt, hve þungir sem baggarnir hans vóru, og ætíð hlaut liann þyngstu bagg- ana, bæði heysátur af engjunum og kornklyfjar úr kaupstaðnum; og þyrfti að bæta pi-nkli ofan í milli klyfja, var sjálfsagt að láta hann á Jarp. „Hann þolir það, sá gamli“, sögðu piltarnir vanalega. Að eins einu sinni höfðu menn séð „gamla Jarp“ verða skapfátt, og hafði hann þó mörgu misjöfnu mætt. Það var eitt sinn þegar skjóttur graðfoli af næsta bæ vildi koma sór í kynni við Blesu, unga hryssu, sem Jarp þótti ákaflega vænt um. Þá reiddist hann svo, að hann greip í hálsinn á folanum og skelti honum fiötum í einni svipan, og þegar Skjóni komst á fætur aftur, lót gamli Jarpur tenn- ur og hófa ganga svo vægðarlaust á honum, að Skjóni sá sinn kost vænstan að hypja sig burtu. Þá var Jarpur hvorki seinn í svifum nó klunnaiegur. En þá að svona færi í þetta sinn, þá bar íundum þeirra Skjóna og Blesu saman seinna, þegar gamli Jarpur var fjarverandi, og ári seinna eignaðist Blesa undurfallegt skjótt hestfojald,

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.