Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 17
HEIMILISBLAÐIÐ 137 hún mætti ekkert taka, hvort sem það væri smátt eða stórt. Gæsamaðurinn var nú kominn dálitið á undan henni, svo að hún varð að hlaupa til þess að ná honum. Hann var þá að því kominn að fara yfir á götuna hinu rneginn, því að þar var umferðin ekki eins þysmikíl og strjálli fram og aftur. Telpan litla hljóp nú fram fyrir Lars og hampaði tvíeyringnum framan i hann. »Þér eigið þennan tvíeyring«. sagði hún, »eg sá það, að hann datt hjá yður«. Lars nam staðar og gáði á peninginn. Það var ekki um að villast, það var sami græninginn, sem staðið hafði í gæsinni. »Þú ert áreiðanlega ráðvönd, telpa litla« sagði hann, »og skilvís«. »Já, mamma segir líka, að eg eigi að vera það«, sagði litla telpan og kinkaði kolli. Lars fór nú að virða hana betur fyrir sér °g hristi þá höfuðið, því að hann sá, að hún mundi vera bláfátæk. Kjóllinn hennar var svo þunnur, að hann gat næstum þvi séð í gegnum hann, og svo sá hann, að hún var gagntekinn af kulda. Vangarnir á henni voru ekki eins rjóðir og hnöttóttir, eins og á sonardóttur hans litlu heima — uei, það vantaði mikið á það. »Þú mátt sjálf eiga peninginn«, sagði Tars. sÞú getur keypt þér köku fyrir hann«. Telpan litla varð himinlifandi glöð, það sá Lars á henni. »Nei, eg ætla heldur að kaupa mér jóla- kerti, og það ætla eg að láta standa í glugg- anum«. »Hvers vegna ætlarðu ekki að láta það á júlatréð?« spurði Lars. Þá varð telpan litla dálitið niðurlút. ^Við höfum hreint ekkert jólatré og ekki höfum við annað að borða en dálítið af kartöflum, sem við leifðum í dag, Mamma en hálflasinn og svo getur hún heldur enga vinnu fengið«. »Slæmt er það«, tautaði Lars. »Já, uiamma segir það líka, en samt hæystir hún því, aö Guð muni senda okk- ur eitthvað fyrir jólin. Og þegar eg er nú búin að kaupa mér jólakerti og set það í gluggann, þá getur Drottinn séð, hvar við eigum heima, ef hann kemur niður af himni i kvöld. Hún kinkaði kolli til Lars og hljóp svo leiðar sinnar, eins og fætur toguðu eftir gangstéttinni. — Hún smaug nú inn í eina stærstu búð- ina, því að hún ætlaði að kaupa sér reglu- lega fallegt kerti, helzt glóandi rautt kerti. En inni í búðinni var svo mikil ös, að hún komst ekki inn að búðarborðinu. Hún reyndi nú samt að smjúga í gegnum mannþyrpinguna, og komst loks svo langt, að hún gat hvorki komist fram né til baka, nema henni væri brundið sitt á hvað í þrönginni. Svo óheppilega vildi til, að hún lenti milli manns og konu, sem bæði voru svo feit og digur. að undrum sætti. Feita kon- an hafði nóg að gera og blés upp og nið- ur, þegar hún var að strifast við að kom- ast áfram. Og allir, sem nálægt henni komu urðu að gera sig þunna eins og pönnu- köku, til þess hún kremdi þá ekki alveg sundur. ' Telpan litla ætlaði nú varla að geta náð andanum, svo krepti að henni, þegar feita konan fór fram hjá henni. Og þegar hún var loks komin út úr klipunni, þá var hún búin að fá svima og varð að hafa hendur fyrir sér, til þess að detta ekki. Meðan á þessu stóð, gleymdi hún alveg tvíeyringnum og mundi ekki eftir honum fyr en hún var búin að jafna sig aflur. En þá var það um seinan. Tvíeyringurinn gat ekki svifið í loftinu, og nú lá hann auðvitað einhverstaðar á gólfinu. En hvar? Engin leið var að leggjast niður og leita að honum, því að þó að hún svo fyndi hann, þá stæði hún aldrei lifandi upp aftur, ekki var hún í minsta vafa um það. Hún fór að gráta — henni var ómögu- legt annað. En feiti maðurinn gat ekki beygt sig, þvi að hann hafði ekkert svigrúm til þess;

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.