Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 4
2 HEIMILISBLAÐIÐ lega má pjóð vor ekki við J>ví að missa af uppbyggingu peirri, sem leiðir af lestri lieil- agrar ritningar« (bls. 34). Priðji katli bókarinnar heitir: Húslestrar, og hefir að einkunnarorðum gullfalleg erindi úr kvæði eftir skáldið okkar góða, Guðmund heit. Guðmundsson; eg get ekki stilt mig um að setja J>au hérna: »Svo las hann faðir minn lesturinn, og' langpreytti raunasvipurinn á hönum vafð hýrri og fegri. . Mér fanst sem birti yfir brúnum hans við boðskapinn mikla kærleikans' af hugblíðu hjartanlegri. Og streyma eg fann um mig friðar yl, sem fundið haföi eg ekki til, og sjaldan hef fundið síðan. Og bjartari og fegri varð baðstofan og betur eg aldrei til pess fann, hve börn eiga gleðidag blíðan*. Pau leiða oss inn í horfinn heim, Jtessi hugðnæmu erindi skáldsins. Pau draga for- tjald gleymskunnar frá, minninganna land blasir við andans sjón vorri, og [>ær stundir, er vér áttum allra, allra beztar. En pá kemur pað og fyrir, að vér finnum til, pví að margt er orðið breytt, — hjartað, sem J)á bærðist af hlýrri pökk til Guðs og manna, hefir kóln- að um of, — augað, sem pá sá tign Guðs og kærleika í hvívetna, hefir sljófgast, eyrað, sem pá heyrði fagnaðarerindi Drottins í klið vorfuglanna og nið fossanna, hefir dofnað svo sorglega mikið, og stuna stígur upp frá brjósti voru, — práin bærir á sér. — »Gerðu mig aftur sem áður eg var, alvaldi Guð, meðan æskan mig bar. Gefðu mér aftur mín gulllegu tár. gefðu að Jiau verði ekln iiagl eða snjár!« Vér práum mýkt barnslundarinnar. Vér prá- um nánara samband viö Guð. —■ Hér er komin lítil bók, sem bendir á ráð til pess að mýkja harða lund og liðka stirðnaðar hjartataugar. Ráðið er: Lestu Guðs orð! Hlýddu á pað, sem skapari pinn vill við pig tala í sínu orði! Og gerðu heimilismenn pína aðnjótandi hinna sömu gæða! — »Vilt pú ekki vinna að pví, að peir, sem nú eru að alast upp, eignist sömu minningar að heiman? Veizt pú hvers virði pær geta orðið síðar? Veizt Jtú hve pær geta vermt hugann á hjárni lífsins, og hve lengi sá ylur getur enzt?« — »DagIegar heimilisguðspjónustur hafa veitt trúarlífi pjóðar vorrar næringu um liðnar aldir, fram til vorra daga. Pær hafa leitt hana að lífsbrunni Drottins sjálfs, pær hafa styrkt hana í stríði hennar og baráttu, pær hafa lyft anda hennar upp frá áhyggjum daglegs lífs og gefið henni helgar liátíðar- stundir að kveldi livers starfsdags. Lannig liafa pær orðið: »bennar ljós í lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur«. Vilt pú pá ekki tendra petta ljós einnig á pínu heimili? Par er griðastaður pinn, par átt pú að líkindum flesta ástvini pína. Vilt pú ekki tendra ljós fyrir pá? Vilt pú ekki gera pér og peim heimilislífið bjartara og fegra með pví að leita daglega ljóss að ofan, á helgri guðræknisstundu?« (bls. 36—7). Fjórði kaflinn: Við sérstök tækifæri á heim- ilunum. — Mér kemur í hug stundatafla í skóla. Ilér er brugðið upp ofurlítilli mynd af lífsskólanum og hinum margvíslegu viðfangs- efnum hans: »Sorg og gleði saman fara, sætt og beiskt í æfi kjara«. Hér eru dýrmæt augnablik sýnd, bæði pau, sem vígð eru gleðinni, og eins hin, sem sorgin heljar og eru hjúpuð tárum. — Pað er tekið hlýlega í liönd ungu hjónanna, sem hjálpast að pví að byggja sér heimili, vér fylgjum peim eftir í anda, vér lítum inn á heimili peirra, par ríkir ást og eindrægni, par er orð Guös haft í hávegum, par fæðast börn, sem eru alin upp í guðsótta og góðum siðum, húsið peirra er bygt á bjargi —• »og stormar blésu og skullu á pví húsi, en pað féll ekki, pví að pað var grundvallað á bjargi«. (Matt. 7, 25). - Vér erum leidd í sjúkra rann. Vér göng- um hljóð aö hvílunni. Fölur maður og tærður heyir par sitt liinsta stríð. Máttur hans er protinn, en af ásjónu hans Jjómar guðsfriður-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.