Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 6
4 HEIMILISBLAÐIÐ Lært hjá ömmu. Betta var fyrir fjórum árum. Ferilvist inín var ekki öruggari en svo, að eg leitaði því að eins út, að til sólar sæi Einar Þorkelssón. og veður væri kyrrt. Og allt af fór eg skammt. Jafnan voru stuttir áfangar, pví að ekki tjáði að langt liði milli livílda. Leið mín lá langoftast um Túngötuna, vest- ur hjá sjúkrahúsinu í Landakoti, yflr um Bræðraborgarstíg og út á Bráðræðisholt, pryti míg ekki gönguna, áður en pangað væri komið. Margt bar til pess, að eg fór pessar slóðir fremur en annað. Mér fannst, sem ylsælla væri par en víða annars staðar, pegar sólar naut. Og tíðast var par fáförulla en um flest- ar aðrar götur Reykjavíkur. Á pað var og að líta, að eg gat margvíða tyllt mér á grjót- garðana, sem pá voru eigi óvíða fram með götunni. Og enn var pað, að vestan Landa- kotstúns, sunnan Túngötu, er leikvöllur barna. Tar gat eg hvílt mig og notið til hlítar sól- hlýjunnar, væri ærsl barnanna ekki um of, til pess að. eg fengi haldizt par við. Um Bráðræðisholtið var að sumu leyti líku rnáli að gegna, pegar eg komst pangað. En auk pess fannst mér venjulega loftið par hreinna og léttara en annars staðar. Og svo naut eg par löngum pessa svala, ófýlda og laðandi sjávarpefs, sem mér er öllum stund- um hugpekkur og hressandi. Sumri var ekki lengra farið en svo, að nú var í öndverðum Hundadögum. Kvöldið áður en hór segir, var úrliellis- rigning, og svo hafði verið fram á nótt. En nú var á giaða sólskin og breyskjuhit.i. Eg var kominn á barnaleikvöllinn, og held- ur hallaði degi frá miðmunda. Tar var fremur fátt um manninn. Fór eg pví syðst á völlinn og lagðist par, sem eg hélt fara vel um mig og að eg myndi njóta bezt sólarinnar. Börnin voru að trítla kring um mig, og mér fannst pað ekki orka niér ónæðis. Tó fór svo, að eg fekk ekki hjá pví komizt, að verða ókyrðarinnar var. »Manni« heyrði eg að kallað var fyrir aftan mig. Eg skeytti pví engu. En brátt var kallið endurtekið. Og pá gall við ofurlítil stúlka: — Yertu ekki að kalla á manninn. Hann er víst sofandi. — Manni! Heyrðu, manni! Heldurðu, að liann lifni við, pessi hérna? Greindarlegur drengur, á að geta sex eða sjö vetra, en heldur rýr vexti, var kominn til mín með fjalarspækju. Eg spurði, livað honum væri á höndum. Og honum varð ekki svarafátt. — Tessi fjöl hefir legið hérna lengi, á tlöt- inni hjá garðinum, og grasið var farið að vaxa upp yfir hana. Eg held bara, að hún sé að verða ónýt. Núna í rigningunni hefir skriðið á hana ánamaðkur, nokkuð stór, sko. Svo hefir einhver krakkinn stigið ofan á hann og meitt hann svo voðalega mikið í miðjunni.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.