Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 7
HEIMILISBL AÐIÐ Sjáðu, sko! Ilann er alveg' hvítur þar, sem stigið heíir verið á hann, en blóðrauður í báða enda. Svo held eg, að hann sé fastur við fjölina, gar sem hann er meiddur. Heldur pú nú, að hann sé dauður? Eg tók við fjölinni og sá ekki annað en að maðkurinn væri dauður. — Hann er dauður, drengur minn, mælti eg. Lað er ekki til neins að eiga við hann, og svo fekk eg piltinum fjölina aftur. — Eg er ekki alveg viss um pað, sagði drengurinn, nokkuð íbyggilegur. Eg sá ekki betur áðan, en að annar endinn á honum hreyfðist svolítið. Ekki væri nú annað en að losa hann af fjölinni. — Hvernig færirðu að því? spurði eg. — Bara með hníf, sko, svaraði drengurinn. — Pú mundir skera hann sundur, eða að minnsta kosti meiða hann, sé hann með líftóru. — Pað er alveg satt, svaraði drengurinn. En nú sé eg ráð. Svo vék drengurinn sér frá, en kom pó að vörmu spori hlaupandi með fíösku, sem vatn var í. Síðan fór hann að liella vatni yfir maðkinn. Og hvað varð! Maðkurinn fór að hreyfast ofurlítið í báða enda. — Ó! ó! Sko! llann er lifandi, lírópaði drengurinn undra glaður. Eg vissi petta. Amma heiir sagt mér, að ánamaðkar geti lifnað við, pó að þeir sé sama sem marðir sundur. Og hún hefir sagt mér, að peir geti stundum skriðið saman, pó að þeir væri skornir sundur. En eg hefi ekki séð pað sjálf- ur. Náttúrlega hefir hún amma séð pað. Svo fór drengurinn að reyna að losa maðk- inn, frá fjölinni, með þeim hætti, að smályfta undir enda hans. — Til hvers ertu að þessu, drengur mirifi'? spurði eg. Maðkurinn lifnar aldrei til fulls. Og má þér ekki standa á sama, hvað um hann verður? Hann leit á mig, undrandi og alvarlegur, og mér virtist, sem í augnaráði lians væri pieira en lítill keimur af ávítum til mín. — Hvað um maðkinp verður----------beldur pú kann ske gð mér megi vera sama um pað, meðan lífsmark er með honum? Eg lield nú ekki. Eg segi bara nei. Var pað ekki hræðilega Ijótt af krökkunum að fara að stíga ofan á aumingja maðkinn? IDau eru skyldúg að hjálpa honum. Finnst pér ekki? Én úr pví að páii gera pað ekki, pá er eg skyldugur að gera pað. Heldurðu kann ske, mælti hann og leit enn alvarlegar á mig, að mennirnir séu ekki skyldugir til að hj<\lpa öllum skepnum, öllum ormum og pöddum, ef pau purfa hjálpar við? Og heldur pú? spurði hann enn og var skjálfraddaður, að mennirnir megi kann ske drepa nokkura skepnu, nokk- urt kvikindi, neina pað sé nauðsynlegt eða skepnurnar eða kvikindin geri eitthvað illt af sér og séu óttalega vondar. Eg held nú ekki. Pað er voðalega ljótt — bara synd við Guð, skal eg segja þér. Mér fannst mælska drengsins furðuleg, og alvaran og ávítunarhreimurinn i röddinni varla mega meiri verða, svo að eg kæmist hjá pví að brosa að honum. — Hver lvefir sagt pér allt petta, drengur minn? spurði eg. — Allt petta hefi eg lært hjá henni ömmu minni og margt, margt tleira. Pekkir pú ann- ars ekki hana ömmu? Hún heitir Pórunn og er mamrna lians pabba míns. Hún kom austan úr sveit, ekki í fyrra, heldur þar áður, og segist vera bráðum áttatíu árá. Hún er voða- lega góð, bara elskuleg við okkur öll. Pó sér hún svo illa, að hún getur ekki lesið. Hugs- aðu pér! En hún er allt af að segja okkur sögur. Hún kann svo óttalega margt, sem enginn veit annar en hún. Hún hefir sagt okkur um Jesúm Krist. Hann er sonur Guðs og er á himnum hjá Guði. Pú veizt petta náttúrlega, pví að pú ert orðinn svo stór. Hún amma segir, að Jesús Kristur sé svo blíður og góður, að hann vilji hjálpa öllum, mönn- um og skepnum, sem eitthvað eiga bágt. Og hún segir, að hann elski allt, sem lifir og hrærist, hvers’u aumt og lítið, sem pað er. Hún segir, að hann kalli allt bræður sína og systur, sem lífsmark hefir og anda dregur. Og hugsaðu pér! Jesús segir. að allt, sem gert sé minnsta smælingjanum í góðu skyni,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.