Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 21
HEIMILISBLAÐIÐ 19 „Hafið hljótt um það Jóazer", svaraði Zadók. Ilann var hræddur um, að meistarinn mundi gleyma því í vandlætingu sinni, að Javan var ókunnugt um frá- hvarf systur sinnar; „hafðu hljótt um það, vinui' minn, loía þú Þeófílusi að ljúka sögu sinni, áður en við förum að fordæma hann“. „Já, eg skal gjöra grein fyrir því öllu“, mælti Þeó- fílus, „eg fyrirverð mig ekki fyrir það né er hræddur við að játa, að eg er nú sömu trúar og þessi deyj- andi vinkona mín, að eg tigna Jesúm frá Nazaret, eins og hún". — „Eg veit þetta“, sagði Javan og reiðin brann úr augum hans, „og gott er það að þú reyndir ekki að fara á bak við mig. En segðu mér þá jafn hrein- skilnislega, hví þú ert að draga systur mína inn und- ir þá Nazarea og leyfir henni að hlusta þar á óvit deyjandi heimskingja? Eg þekki ógn vel þessa heimsku, sem þú kallar trú þína og þessarar konu. Og Guð setji bann við því, að nokkur af ástvinum mínum verði nokkurn tíma hertekinn af slíkri heimsku“. „Þú þekkir alls ekkert kenningu Krists, annars mundir þú ekki kalla hana heimsku“, svaraði Þeó- fílus. „Þú veizt, að við Ivládía erum heitbundin hvort öðru. Og þá geturðu varla furðað þig á því, þó að eg reyni á allan hátt að sannfæra hana um sannindi þeirrar trúar, sem eg hefi sjálfur tekið. Naómí slóst í förina og með þeim hætti kom húni inn í hús Maríu í Betaníu. Og það get eg með sönnu sag-t, að eg hefi aldrei reynt að hagga trú systur þinnar né reynt á nokkurn hátt að hafa áhrif á trúartilfinningav hennar“. Þeófílus leit nú til Naómí til að minna hana ú, að hún hefði lofað því, að taka aldrei fram í fyrir sér, þegar hann ætti tal við Javan. Iiann sá þá, að hún roðnaði og varð nú hræddur um, að hún mundi held- ur vilja játa trú sína en fara í kringum sannleik- ann, eins og hann hafði nú gjört. Salome skildi líka, hvað dóttur hennar bjó niðri fyrir. Og þar sem hún þekti djörfung og sannleiksást hennar, þá var hún viss um, að hún mundi segja eins og var, ef Javan beindi spurningu til hennar. Salóme stóð því upp úr sæti sínu og stakk upp á því við þær Kládíu og Na- ómí að þær færu með henni inn í einkaherbergi hennar. Hún skaut því að Zadók, að þær færu og létu hann og meistarann eina um að snúa Þeófílusi frá villu vegar síns. hvílíkri undirgefni og trúartrausti lnin skildi við heiminn«. Saga þessi er þjóðsaga í aðra rönd- ina, en sannsöguleg í hina. Eitt hér- aðið í Yirginíu heitir enn í dag Póka- hontas. Hér er hún tekin eftir Norðanfara 1802, og inun séra Sigurður Gunnars- son á Hallormsstað hafa þýtt liana handa blaðinu. Honuin var sýnt mn að rita létt og alþýölega. Kristileg hringsjá. A einuin stað í Kína ruddist skríll inn í bænalnis kristinna manna. Þar tókst þeim að ná í talsvert af kristn- urn bókum 0g brendu þær. En rétt í því að þeir ætluðu að fara að brenna biblíurnar, þá bar þar að prédikara og nokkra kennara. Pá greip einn kennaranna biblíu, sein brenna átti, og sagði: *Petta er biblí- an mín! Pað er sú bókin, sein inér er kærust allra bóka. Hún hefir bent mér á frelsara minn og veitt mér sálarfrið; hún hefir vísað mér veginn til eilífs lífs. Pið verðið fyrst að brenna mig, áður en þið fáið að brenna biblíuna mína«. Afleiðingin af þessari skörulegu játningu varð sú, að allar biblíurnar fengu> að liggja í friði. Kínverjar eru taldir vera 400 milj. Par af 40 milj. evangelisk-kristnir. — Kristniboðar eru alls um 0000. Eftir því eru 200 kristnir af hverjum 200 I>ús. Kínverjum, og hafa 0 kristni- boða. E11 3 kristniboðar eru miklu meira en talan bendir til, því að þeir eru ekki einir að verki. Drottinn sjálf- ur er með þeim í verkinu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.