Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 25
HEIMILISBLAÐIÐ 23 Javan kom þá skyndilega inn og þá vaknaði hún til meðvitundar um kvíðaefni þau, er fyrir hendi voru. „Lengi hefir þú verið að kveðja, Þeófílus; það er tími til kominn, að móðir mín og systir losni við þig, trúvillingurinn þinn. Og þú grætur, Naómí, af því að þú verður að skilja við Kládíu? Við höfum tekið heiðingja í fjölskyldu vora og það fór sem mig vænti, að af því mundi bölvun leiða. Blóð föður míns er jafnvel saurgað af einhverju, sem er heiðni verra. Nafn svikarans er ákallað undir þaki föður míns. En eg vil uppræta illgresið og sjá um, að það breið- ist ekki yíðar út. — Eg segi þér satt, Júdit, að ef þú hefðir þekt vantrú og heimsku sonar þíns, þá hefð- irðu átt að vara hann við því og ekki leyfa honum að tala við systur mína. Þú hefðir átt að gjöra meira — kæra hann fyrir ráðinu, ef hann hefði færst undan að hlíta ráðum Amazia um það, að hverfa aftur til sannrar trúar. Hvað eru öll jarðnesk blóðskyldubönd hjá dýrð ' Drottins. Eg vil reka með eigin höndum trúvilling úr ætt minni. Og það verður, ef til vill, hlutskifti mitt að gjöra það. Júdit, ef þú og Amazia takið þátt í vantrú sonar yðar, þá vil eg vara ykkur við því, því að það kemst upp og þá verður jafnvel bróðir Zadóks að sæta hegnandi réttlæti. Þú þ^rft engu að svara. Þetta er grunur minn, og við sjáum það síðar, hvort hann er ekki á rökum bygður. Haf þig á burt og taktu Kládíu með þér; hún hefir aldrei verið samboðin fylgimær Gyðingastúlku. Hún verður ef til vill kona samboðin kristnum manni. Kládía tók í hönd Þeófílusi og skoraði á hann að ganga brott úr herberginu; hún titraði öll af reiði og ótta. Það var kristins manns umburðarlyndi og lotning fyrir þeim Salóme og Naómí, sem aftraði hinum unga manni frá að svara Javan, eins og hann átti skilið; en hann mintist þá hans, er eigi ilhnælti, þó að honum væri illmælt. Ilann gaf eigi sinni náttúr- legu reiði rúm og gekk út úr stofunni. Þegar þau voru farin særði Salóme tárfellandi son sinn við Drottin, að stjórna reiði sinni og sýna engum ilt, af ætt föður hans. Naómí gerði þá bæn móður sinnar að sinni bæn; en Javan var svo ofstækisfullur, að þær unnu ekkert á; hann lét hatur sitt í ljós bæði við Þeófílus og foreldra hans. Mikil órósemi og ang- þá fundust rök fyrir því, að Mídas væri sannsöguleg persóna. Það sást á grískri áletran yfir dyrum grafar- innar, að einhver Ate hefði gert þetta leiði Mídasi Frygíukonungi til ævar- andi heiöurs. 1 Nerv York er nú farið að aug- lýsa með rafljósamyndum. Þar er stærsta auglýsingahús í heimi, í þeim skilningi. Það er um 200 metrar á lengd og fimmlyft, og logar þar 10 þús. rafmagnslampar. Þar að auki eru um miljón aðrir auglýsingalampar. Með þessum hætti hafa þeir allskonar varning á boðstólum. Og nú auglýsa um 60 kirkjur í New York á sama hátt. Oft er auglýsingin stórfelt kross- merki, sem blikar við niðdimmann himinininn. En dýrt er að auglýsa með þessum hætti. Eitt einasta félag við aðalgötu borgarinnar (Brood Way) greiðir um 2 milj. kr. í leigu á ári. Enn er haldið áfram að kanna leiði Tut-Ankh-Amens konungs í Lúxör á Egiptalandi. Fyrir skemstu tókst for- manni þeirrar könnunar, Ilaward . Carter, að finna tvö grafhýsi inn af því, sem áður var fundið; fann hann þar hina furðulegustu gripi, þar á meðal 30 smálíkneski úr skíru gulli. Enn fremur er búist við að finnast muni leynigrafhýsi, þar sem drotning konungs hvílir, Arkh-Nes-Amen. Undir steinkistu konungs hafa fundist göng niður að öðru grafhýsi, og þykir lík- legast, að þar sé legstaður drotningar, þó að enn sé það eigi fullkannað. Konungur dó á ungum aldri, og drotningin lifði eftir og var grafin þarna nokkrum árum seinna. Þegar grafhýsið fanst í fyrstu, þá virtist alt vera þar á rúi og strúi. En ef tilgátan reynist sönn um leg- stað drotningar, þá virðist það skilj- anlegt, þótt gripirnir í grafhýsi kon-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.