Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 27
HEIMILISBLAÐIÐ sínum. Iiún fékk það með einum sendimanni hers- höfðingjans; var hann að gjöra síðustu tilraunina til að fá hina uppreistargjörnu Gyðinga til að leggja niður vopnin; var nú verið að hefja nýja samninga við yfirvöldin í Jórsölum um það mál. En þeir vís- uðu kostaboðum hans frá sér háðulega. Sendimaður hlaut að hverfa til baka með móðgandi svar, og hafði að auki með sér bréf frá Kládíu til föður hennar. Þakkaði hún honum hjartanlega fyrir það, að hann hefði samþykt allar ráðagerðir Amazía. Rúfus gladdist allshugar af framtíðarhorfum dóttur sinn- ar og ekki sízt af því, að í ráði væri áð þau færu sem fyrst úr Jórsölum. Hann sagði að Vespasían mundi nú innan skamms setjast um Jórsali, ef Gyð- ingar vildu eigi undan láta; en hann þekti dramb og mótþróa þeirra of vel til þess, að hann hefði neina von í þá átt. — Það hafði því bakað honum þunga áhyggju, að dóttir hans dveldi langvistum í Jórsöl- um. Þess vegna kom honum svo vel, er Amazía beiddist hennar til handa syni sínum. Hann þekti og virti Amazía og þó að hann hefði heldur viljað, að hún hefði gengið að eiga Rómverja, þá vildi hann þó eigi vísa frá sér svo heiðarlegu gjaforði, þar sem það var jafnframt örugg vernd fyrir hana á þessum óaldartímum. Eins og fyr er sagt, þá var Rúfus ekki trúhneigð- ur maður; hann var á því máli, að ekki væri meira heimtandi af neinum manni en góð, siðferðileg breytni, og þar sem hann vissi, að bæði Amazía og sonur hans höfðu skarað fram úr öðrum að heiðar- legum lifnaði, þá heimtaði hann ekki meira. En Mar- cellusi lét sér það ekki lynda, og þegar hann heyrði sagt frá gjaforði systur sinnar, gladdist hann heils hugar og mintist guðsóttans, sem ríkt hafði á heim- ili Amazía, er hann kom þangað, þegar hann dvaldi í Jórsölum. Ef hann hefði vitað, að þau væru kristin, þá hefði fögnuður hans verið fullkominn. En samt gladdi það hann einlæglega, að elskuð systir hans fékk upptöku í ráðvanda og guðhrædda ætt; með því væri hún varðveitt frá sérhverri tilhneigingu til að hverfa til heiðninnar aftur. Hann gekk því með gleði að uppástungu föður síns, að þeir leituðu leyf- is hjá hershöfðingja sínum til þess að fara snöggv- ast til Joppe og hitta þar Amazía og fjölskyldu hans og halda þar brúðkaup Kládíu, í stað þess að halda það í Jórsölum. 25 kyrja fossar kraftabrag í klettasölum háum. Unað veitir augum mín og. æðri strengi hræra fjallasala fegurð þín, fósturjörðin kæra. Mörg eru líka blásin börð og burtu fokinn gróður; hafa menn og hretin hörð höggvið skarð í rjóður. Innra glóöir, efra er íssitis kalda breiða, blómgrund fríð og blásið sker og blásals dýrðin heiða. M. Ií. Ernar Slgurfinnsson. Heimilisráð. /Iú hreinsa kraga. Ef iita heíir sezt á kraga á frökkum eða jökkum, þá má hreinsa þá dálítið með því að skafa þá lítið eitt með Marseillesápu, hræra hana saman við salmíakspíritus þangað til orðið aö graut, er síðan er borinn á kraga, Pegar þetta er búið að sitja á um stund, þá eru kragarnir þvegnir vandlega í hreinu vatni. Að stöðva nasablóð. i’eir sem eiga vanda íyrir blóðnasir, ættu að hafa á sér stykki af »tyggi-gummí«. Jaín- skjótt sem þeir verða varir við blóð, fara þeir að tyggja gúmmí, og mun það oftast duga. Menn magaveikir, sem- hafa t. d. veika þarma, þeir verða að tyggja matinn vel, til þess að hann verði sem auðmestastur. Það ef eitthvert bezta skilyrðið. Peir sem ekki hafa

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.