Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 33 Krists vin;i:) raeð kosti snjalla, en Krist sjálfan — það er frá! 22. Það andlegt er yfirlæti og ofdirfska manni lijá, liið tignasta' að taka sæti, sem tilveran gjörvöil á. 23. Vel skyldi lífsins leita og lausnar hver og einn, og þess hins hæsta, að hcita liins hæsta lærisveinn. 24. Ei skil eg heillir hærri, né heiðurs dýrri krans, en komast Kristi nærri og' kallast ástvin hans. 25. Og síðast vil eg nú segja: Sonur Guðs, Jesú íriinn! Mig langar að lifa og deyja sem lærisveinninn Jiinn. (). V. Óvanalegur sendiherra. Á horuinu á Piccadilly og Bond Street hitti eg Rosemary. »Mér fanst eg þekkja fietta andlit«, sagði hún. »Og Jtó er lieil vika síðan pú sást pað síðast«, svaraði eg; »eg má vera glaður yfir, að hafa liaft svona mikil áhrif á þig. Hosemary hallaði undir ílatt og horfði rannsakandi á mig. »IJétur, inér finst pú sífelt vera fitna. Pú ferð að verða of feitur«. Pessi tilhæfulausa móðgun særði mig alls ekki, pví eg hafði þekt Rose- mary frá pví hún var lítil, og petta A;ar hennar venjulega aðferð til að skemta mér. »Pú mált ekki altaf vera að tala um hvað eg sé feitur og ljótur, Rose- many«, sagði eg. Hvaðan kemur pú annars, og hvert ætlarðu?« *) Sá einn er vinur Krists, sem trúir á hann, lætur skíra sig til nafns lians og lýtur honum sem konungi sínum og frelsara. J. H. NAOMI eða lúyðing Jórsalaborgar. Eftir J. B. Webb. I’ýdd af Bjarna Jónssyni, kennara. [Frh.] Naómí sá, að vina hennar var hugdöpur. og hún tók sinn þátt í ótta hennar, því að hún veitti því eftirtekt, að bróður hennar var ekki rótt í skapi, og að hann bjó yfir einhverju illu. Hann spurði hana líka oft um sálarástand Þeófílusar og virtist hafa von um, að hann mundi vera tilleiðanlegur til að sverja frá sér hina nýju trú og taka aftur trú feðra sinna. Stundum fór hann mörgum orðum um, hversu illa það væri farið, að svo vel uppalinn unglingur skyldi verða slíku trúarvingli að bráð og reynd eins og af hendingu að komast að áliti systur sinnar um það, að hve miklu leyti foreldrar hans væru sýkt af því. Enn var honum ókunnugt um, að Naómí hefði um langa hríð dvalið með þeim í Pella. Hann hélt að hún hefði verið alla þá tíð, er hún var að heim- an, á sveitasetri þeira í Betaníu, en Þeófílus um sama leyt i í Jórsölum; vonaði hann því, að Naómí væri því að minsta kosti ósnortin af skoðunum hans. Naómí gat sér til, hvað undir mundi búa spurn- ingum hans og sneri sér undan að svara því með aðdáunarverðu snarræði og lægni. En samt komst hann brátt að því á annan hátt, að þau Amazía hefðu lengi verið kristin. En sárast sveið honum þó, að systir hans að rninsta kosti léði þessum villu- kenningum eyra. Allan þenna ugg sinn og grun lét hann uppi við vini sína í ráðinu sjálfskapaða og bað þá fara fram með mikilli varúð og kænsku, svo að þetta færi skryppi þeim ekki um það, að sanna, að virðuleg fjölskylda og meðlimir þjóðarinnar væri á glapstigu gengin. Varlega þurfti að fara, því að vald og áhrif Za- dóks voru mikil. Hann vissi vel, að þótt hann væri næsta vandlátur um hina hreinu kenningu, þá myndi hann þó kynoka sér við að framselja nánustu frænd- ur og það bróður sinn, í dauðann. Hann frestaði líka að láta handsama Maríu í Betaníu, þangað til þeir gætu náð öllum þessum vinum í einu á sitt vald. Eitt kvöld lét Javan til skarar skríða með það að

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.