Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 10
HEIMILISBLAÐIÐ 3G handa; en staðráðin var hún í því, að láta ekki leið- ast til að svíkja vini sína. Hanna sat og hlustaði óttaslegin á sviksamleg orð Javans. María veik sér þá að henni og mælti: „Dóttir, fáðu mér handritið blessaða, sem við höf- um fyrir náð Guðs fengið að lesa. Guð gef'i, að þau sannindi, sem það geymir, mættu smám saman ná inn að hjarta þínu og reka þaðan alla þoku villu og hleypidóma. Þú verður nú að draga þig í hlé, því að eg' vil tala ein við þennan unga mann; það er betra“, mælti hún og sneri máli sínu að Javan, því að Hanna fór burt í skyndi, „að láta hana burtu fara, því að hún er einföld, en góðviljuð; en ekki er hægt að reiða sig að fullu á hana á þessum tímum. Þú ert ef til vill hræddur-um, að það verði uppvíst, að þú játir að þú sért kristinn, enda þótt þú játir það fyrir gömlu Maríu frá Betaníu, sem ekki er höfð í háveg- um?“ „Eg þakka umhyggju þína fyrir því, að mér sé ó- hætt“, svaraði Javan. Þér megið reiða yður á, að eg læt mér eins ant um yður. Fáðu mér nú bókina og sýndu mér þá staði, sem eru átakanlegastir, svo að eg geti lesið þá til styrkingar trú minni“. María gerði sem hann beiddi og Javan las hátt marga eftirtektaverðustu kaflana í hinu helga guð- spjalli. Garnla konan skýrði fyrir honum þau orð, sem hann las og reyndi að korna andlegum skilningi inn hjá honum. IJin fagra einfeldni málsins, hrein- leiki kenningarinnar og hinir dásamlegu vðburðir, er hann las um, hrifu huga hans og glöddu sálu hans. En því miður var sál hans svo rambundin fjötrum villunnar, að guðdómlega orðið fekk eigi skilið þá. Og rneðan hann sat við hlið hinnar heilögu, deyjandí konu, og heyrði hana tala um alt það, sem Drottinn hafði gert fyrir sálu hennar, og fekk að vita trú hennar, von og kærleika, þá var hann þrátt fyrir alt að hugsa um, hvernig hann gæti komið henni í hendur Faríseanna og prestanna og láta hana verða grimd þeirra að herfangi. Hann var þjónn djöfuls, en hugði sig vera þjön Guðs. Nuómi svikin í hendur Javan. Hanna fór sem skjótast út frá þeim Maríu og Javan; þótti Maríu það betur, svo að Javan veitti henni ekki neina sérstaka athygli, heldur liti svo á, »Eg hefi þegar sagt þér, að eg vildi helzt vera laus við að segja það, og svo ætti þér ’líka að standa á sama umþað . Pabbi sagði líka uin daginn, að hann væri sá eini maður, sem hann vildi að eg giftist — ef hann annars vildi að eg giftist nokkr- um. Mintu hann bara á það, svo veit hann alt«. »Nei, nú þakka —«, byrjaði eg, en komst ekki lengra, því Rosemary hall- aði sér yfir borðið, lagði höndina á handlegg mér og horfði á mig á þann hátt, sem hún ein gat gert. Pað var augnaráð, sem hefði getað dáleitt hinn strangasta dómara og fengið hvern sem var til að hlýða skipunum henn- ar eins og ldýðinn rakki, og anðvitað gat eg- heldur ekki staðist það, og endirinn á leiknum varð sá, aö eg lofaði að gera alt, sem hún óskaði. Sir Francis var í virðingastöðu mik- illi hjá í ríkinu, hann átti lítið en snoturt hús nálægt St, Stephens-kirkj- unni, og þangað fór eg rétt fyrir ld. 8. Par var mér vísað inn í bók- áherbergið, þar sem húsbóndinn sat í hægindastól. Faðir Rosemarys er roskinn og stranglegur maður, hár og grannur, með bogið nef og skörp augu, sem láta engan vera í efa um það, að hann só vanur að skipa fyrir og að fá vilja sínum framgengt, Hann er uppstökkur og mjög hæðinn, en er þó góður sonur fósturjarðar sinnar og mjög góður vinur minn. »Góðan daginn, Pétur«, sagði hann, jiegar liann sá mig. »Stundvís eins og endranær. Rosemary er í miðdegis- boði, en hún sagði, að lnin mundi koina snemma heim. Hvort hún héfir átt við snemma í kvöld eða fyrra- málið, skal ósagt látið«. »Hún átti við í kvöld«, sagði eg. »Eg hafði þá ánægju, að bjóða henni

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.