Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 14
40 HEIMILISBLAÐIÐ þeim Salóme og Naómí með sér. Naómí féll þungc að fara að óskum hans um þetta, því að hún fékk því meiri óbeit á slíkurn innihaldslausum skemtun- um, sem guðrækilegar hugsanir urðu ríkari í hjárta hennar; henni var það kunnugt, að trúbræður henn- ar gerðu sér það að reglu að taka engan þátt í gleð- skap og heimskupörum þessa heims. En samt talcli hún það skyldu sína að hlýða föður sínum um alt, sem ekki var beinlínis á móti samvizku hennar; síð- an bjó hún sig með þungum huga til veizlunnar. Þau Amazía og Júdit höfnuðu boðinu afdráttar- laust; en Zadók bað Kládíu að fylgja dóttur sinni. tók hún því feginsamlega, því að með því hugðist hún að fá gott tækifæri til að mega tala í meira næði við vinkonu sína en henni hafði verið leyft þá á síðustu tímum. Síðan fóru þau til veizlunnar og Javan var einn af boðsgestunum. Aldrei hafði Javan verið jafn glaðui og ræðinn, eins og nú. Hann sat svo lengi á tali við þær systur sína og' Kládíu, að þeim fór að þykja tvísýnt um, að þær fengju tóm til að tala sarnan í trúnaði. En til allrar hamingju komu þangað tveir atkvæðamestu fylgismenn Símonar og kölluðu hann á eintal. Þær Naómí og Kládía sáu þá, að þær voru komnar undan augunum á honum og' leituðu sér uppi rólegan stað, þar sem þær gátu talað sarnan í næði. Veizludýrðin og dýrindisklæðnaður gestanna glapti þær ekki; til þess var þeim alt annað ríkara niðri fyrir, þær urðu aðeins áskynja um tómleikann í kringum sig. Þær gengu milli marmarasúlna í fögr- um bogagangi, er prýddur var ilmjurtum og skraut- blómum; voru þau gróðursett í dýrindis blómskái- um og skreyttur var allur bogagangurinn gullsaum- uðum purpuratjöldum, er drógu úr glóðheitum geislum kvöldsólarinnar og vörpuðu hlýjum bjarma á gylta veggina og á gólfið, sem var alsett dýrum steinum og málmum. Þær stallsysturnar námu ekki staðar til að virða fyrir sér dýrð þess, heldur skunduðu þær fram hjá kátum veizlugestum og leituðu einverunnar úti í skuggsælum aldingarði, sem lá frarn undan boga- ganginum. Þar fundu þær afvikinn stað, og af því að þær héldu, að enginn gestanna gæti setið um þær, þá sögðu þær hvor annari í fullum trúnaði það, sem þeim lá þyngst á hjarta. Kládía sagði Naómí, hvað gerst hefði kvöldið fyrir og kvaðst vera hrædd um að Javan hefði illan hug á allri fjölskyldunni, að næst til hverrar einustu stofnunar meðal þjóðarinnar. En nýtízkudanza Vesturlandaþjóðanna leggja þeir blátt bann fyrir á öllum gistilnisum, mat- söluhúsum ogöðrum opinberum stöðum. Altaf er kristindómurinn á Indlandi að breiðast víðar og víðar út og festa dýpri rætur. -------------- Heimilisráð. Fitublettum á eldhúsborðum og öðr- um ómáluðuin munum úr tré má ná burtu með pípuleir; er vatni helt á leirinn og hrært í, þangað til það er orðið að þunnum graut. Pessi grautur er svo borinn á fítublettinn og núinn inn í hann, og látinn sitja, þangað til liann er orðinn þur. Að því búnu er borðið ræstað á venjulegan hátt, og er það þornar aftur, er fítublett- urinn horfinn, ef hann er ekki mjög djúpur; annars verður að bera á aftur. Gullsnúrur o<j silfursnúrur á ein- kennisbúningum þola ekki áhrif lofts- ins. Það er því snjallræði, er menn liafa notað þann fatnað, og hengja hann upp, að vefja silkipappír um gullsaum allan og silfursaum oghnappa, og iiylja síðan allan einkennisbúnað- inn líndúki. Séu fitublettir á pluss-stólum o. s. frv., má oft með því að leggja vatt- stykki, sem helt hefir vei'ið yfir litlu einu af sítrónolíu. Ekki má þrýsta »vattinu« niður í »plussið«. Þetta er svo gert aftur og aftur, þangað til bletturinn er horfinn, og það verður, ef plussið er vel burstað að lokum. Útgefandi: Jón Helgason. Prentsmiðja Ljósberans.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.