Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.04.1928, Blaðsíða 6
44 HEIMILISBLAÐIÐ og kappa lians orðið okkur til upp- örvunar, hvað trygð við hugsjónir okkar snertir. Nú eru peir tímar löngu liðnir víðast hvar, að menn láti lífið fyrir trú sína eða hugsjónir, en samt getur vel átt sér stað, að við verðum fyrir miklum óþæginduin, já, meira að segja, séum ofsótt fyrir trygð okk- ar við hugsjónir eða gott málefni. Mun það borga sig, að halda velli og falla með sæmd, eins og Leonidas og kappar hans? Pað borgar sig líklega ekki, ef við rnælum alt á mælikvarða matar og fallegra fata, eða annars af því tæi. En mælum við á mælikvarða hinna sönnu verðmæta lífsins, þá borgar það sig áreiðanlega. Eða livað segið þið um Efialtes? — Mun hann ekki hafa mælt verðmæti lífsins . á mælikvarða matar og fata, gulls og gróða, því gera iná ráð fyrir, að hann hafi talið víst að fá ættjarðarsvikin höfðinglega launuð hjá Persakonungi? Pað skiftir minstu, hvernig konungur launaði hon- um að lokum, en hitt er meira um vert, að hin raunverulegu laun hans urðu hefndarhugur og óbænir heillar þjóðar, og mögnuð fyrirlitning og ó- hugur framtíðar-kynslóðanna f öllum siðuðum löndum. Iívoruin er nú, þegar öllu er á botn- inn hvolft, skynsamlegra að líkjast, Leonidasi eða Efialtes? Eg læt ykkur um svarið, enda geri eg ráð fyrir, að það yrði á einn veg, ef þið ættuð úr því að leysa. Frh. Skírnar-athöfnin í söfnuðum postulanna. Elzta lýsing, sem til er af skírnar- athöfninni, er í ritinu »Didaké« eða »Kenning Drottins, sein postularnir tólf lluttu heiðingjunum«. Pessi »Kenn- NAOMI eða Eyðing Jórsalaborgar. Eftir J. B. Webb. Pýdd af Bjarna Jónssyni, kennara. fFrli.] minsta kosti Þeófílusi. Hún lagði nú fast að Naómí, að hún skyldi reyna að fá föður sinn til að búa sig til brottfarar úr bænum á þriðja degi þaðan frá, því að hún kvaðst vera viss um, að hún gæti fengið Amazía til að fara af stað: um það leyti. Naómí lof- aði því fúslega, því að henni stóð ótti af Javan; hún hét því líka, að hún skyldi, ef unt væri, halda því leyndu fyrir Javan, að fjölskyldan væri að búa sig til brottfarar. Þá barst talið að Maríu í Betaníu, hvernig hénni liði; kvartaði Naómí sárt undan því, að nú gæti hún ekki eins og fyrrum leitað ráða og hjálpar til hennar, nú gæti hún ekki heimsótt hana og reynt að hlynna að henni. „En, Kládía, einu sinni verð eg þó að sjá hana enn. Eg hefi fastlega ásett mér að sækja hana heim einu sinni og sjá auglit hennar og taka á móti blessun hennar, hvað sem það kostar. Eg hefi nú dögum saman borið á mér lítið bréf í þeirri von, að eg fengi færi á að afhenda þér það eða Júdit; í bréfinu er ekki annað en bón til ykkar um það, að þið sæjuð einhver ráð til þess, að eg mætti fá að fara með ykkur til Betaníu. Eg hitti Hönnu um daginn; við Debóra vorum þá á leið út í aldingarð föður míns, til að tína ávexti niður við lækinn; hún sagði mér, að María væri orðin svo hrum, og síðan hefi eg ver- ið svo hnuggin út af því, að hún mundi ef til vill deyja svo, að eg fengi ekki framar að sjá hana hér á jörðu“. „Þeófílus og foreldrar hans fóru til Betaníu í kvöld“, svaraði Kládía; „þau höfðu að sönnu lofað henni að gera það ekki, en af því að Javan er hér, þá hugðu þau sér væri það óhætt. Þau ætla að fá hana, ef unt er, til að flytja til sveitaseturs Ama- zía; býr þar nú góður og miskunnsamur maðui’, sem mun taka hana undir sína vernd, þann stutta tíma, sem hún á eftir ólifað, þótt ekki sé hann sjálfur kristinn. Og kæmist hún þangað, þá er hún óhult fyrir eftirsókn Javans, þá gæti þér verið hættulaust

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.