Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 13
HE-IMÍLISBL AÐIÐ 63 kunna vegi yfir Olíufjallið. Til vonar og vara tók Amazía með sér nokkra vopnaða menn og svo voru þeir feðgar báðir vopnum búnir. Ferðin gekk greitt til Betaníu. Þeir gengu inn og drápu ekki á dyr, en fylgdarliðið gætti dyra. í fyrstu hugðu þau, að þau hefðu komið of seint, gamla kon- an væri víst dáin. Hanna var á bæn við rúmið lienn- ar og féllu tár af augum; og er hún heyrði þau koma, gaf hún þeim bendingu með fingrinum, að þau skyldu hafa hljótt um sig. Þær Júdít og Naómí gengu hægt og hlj óðlega að rúmi Maríu; Hanna dró fortjaldið til hliðar, er hún hafði breitt fyrir ljósið, til þess að það skini ekki í augu sjúklingsins; sáu þau þá, að hún var ekki dáin, en að hún var aó dauða komin. Þau söfnuðust nú kringum rúmio hennar að bendingu Júdítar. Hún lá með luktum aug- um og dauðafölvi var á ásjónu hennar; aðeins mátti hrarka það af stunum hennar, að hún var enn á lífi. Enn hafði hún þó fult ráð og rænu; en heyrn og sjón var orðin svo sljó, að hún varð þess ekki vör, er vinir hennar gengu inn. Alt í einu lauk hún augunum upp. Og er hún sá alla þessa ástvini sína standa hjá sér, þá kallaði hún upp með veikri og titrandi röddu: „Drottinn, láttu nú arnbátt þína í friði fara! Ó, hvað eg hefi þráð uð sjá ykkur, elskuðu börn! Mér hefir þótt dagurinn seinn að líða, af því eg vissi, að eg átti ekki von á ykkur fyr en að kvöldi, og eg var hrædd um, að dauðinn mundi verða fyrri til. En Drottinn, sem hef- ir hjálpað mér og blessað mig alla daga, hefir nú heyrt síðustu bænina mína. Komið nú nær mér, til hess að eg geti blessað ykkur“. Þau krupu hljóð í kringum hana, og hún lagði titrandi hendurnar á höfuð þeim og mælti: Ó, end- nrlausnari minn, þú, sem hefir sigrað dauðann og numið brodd hans burtu frá oss, sem á þig trúum, leyf þú mér nú við síðasta andtakið mitt að vitna nm kærleika þinn og vegsama mátt þinn, því að sakir návistar þinnar verður dauðans dimmi dalui bjartur fyrir mér. Blessa þú þessi börn þín og varð- veittu fætur þeirra á friðarvegi. Sé það þinn náðug- Ur vilji, þá lát þau njóta bjartra daga á jörðu hér, en eigi sorgir og þrengingar að liggja fyrir þeirn, þa hjálpa þeim og styrktu þau og lát þau sigra í hverri haráttu. Og er þau hafa runnið skeiðið, láttu okkur há hittast aftur hjá þér og syngja saman lofsöngva má þaö sjá áf aug'- lýsingunum í Lund- úna-blöðunum, t. d.: Stofustúlkur: Tíu daga frí á ári, get- ur farið í bíl við og við. Einkastúlka: Rafmagnsljós og miðstöðvarhiti í öllu húsinu, og útvarp; bílferðir til upp- lyftingar. Húsþjónn: Skemtiferðir og gnægð af nýjum eggjuin og svíns- fleski. Eldabuska: Tómstundir marg- ar, frí frá laugardegi til mánudags, lnisfreyja viðkynningargóð. — Einka- stúlka í eldhúsi: Baðherbergi út af fyrir sig, hiti, ljós og útvarp. Stofu- stúlka: Kjólaefni og dýrar gjafir gefnar; herbergi með luisgögnum oins og lnin vill sjálf kjósa. — í þorpinu Anak- lía í Anatolíu urðu tvær nágrannakon- ur óðar og uppvæg- ar út af því, hvor eldri væri af mönn- um þeirra. Annai' þeirra hét Mekmed og sagður 120 ára eftir kirkjubókunum, en lúnn, Bald Hassán, var ekki nema 60 ára. »S'ú. sem átti eldri manninn, kvað sinn mann vera yngri. Út af því iiófst, rimrnan milli þeirra. Ur þessu skáru nágrannar þeirra með nokkurs konar Salómons-dómi. Þeir stungu upp á þvíj að þeir reyndu kapphlaup með séi'; þá hlyti það að reynast, að sá eldri drægist aftur úr. Konurnar ráku þá menn sína óðar og æfa út á völl- inn. Mekmed rann eins og iluga á undan og var löngu kominn að mark- miðinu, áður en Hassan kom, móður og másandi; hann var þó ekki í heim- inn borinn, þegar Mehmed var limt- ug’ur!

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.