Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1928, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.06.1928, Blaðsíða 8
70 HEIMILISBLAÐIÐ NAOMI cða Eyðing Jórsalab.orgar. Eftir J. B. Webb. Pýdd af Bjarna Jónssyni, kenuara. [Frh.] Javan hrökk saman, en sagði ekkert, til þess að hún skyldi ekki þekkja málróminn, og ýtti henni harkalega frá sér. Þeófílus greip Kládíu í arma sér, en Javan brá sverði og særði hann djúpu sári á öxl- inni; féll þá sverðið úr hendi Þeófílusar og blóðið úr sárinu streymdi um Kládíu; hneig hún þá niður máttvana og misti meðvitundina. Þeófílus lagði hana þá í arma Naómí, en varði sig eins og hann gat með vinstri hendinni. Þau urðu leikslokin, að illvirkjarnir náðu Þeófílusi á sitt vald og höfðu hann bundinn með sér út um bakdyr hússins. Þær Júdít og ungu stúlkurnar fleygðu sér fyrir fætur þeim og æptu; vissi þá Ama- zía, að í óefni var komið, en sjálfur átti hann í vök að verjast, og gat ekki komið þeim til hjálpar; fóru ódáðamennirnir með Þeófílus út í náttmyrkrið; loks fengu þeir Amazía og sveinar hans rekið þá á flótta, sem þeir áttu í höggi við; vildi þá Amazía skunda til liðs við son sinn, en sveinar hans öftruðu honum frá því, því að þeir sáu, að það var gagnslaust, hann legði aðeins líf sitt í hættu. Amazía og allur hópurinn stóð nú agndofa af skelfingu yfir líki Maríu og Kládíu, sem fallið hafði í ómegin. En nú mátti ekki tefja; nú reið á bráðri hjálp; þeir skyldu nú skunda til Zadóks og biðja hann að beita áhrifum sínum til að losa Þeófílus úr höndum illvirkjanna. En hvað átti að gera við Klá- díu? Ekki mátti skilja hana eftir. En rétt í því rakn- aði hún við og spurði fyrst alls eftir Þeófílusi. Júdit svaraði ástúðlega, að hann væri farinn á undan til borgarinnar, og hún mundi bráðum hitta hann aftur á frjálsum fótum. „Já, en særður var hann, blóðið úr honum flaut um mig. Hví var hann ekki kyr, til þess að taka mig með sér. Hversvegna fór hann? Ó, nú man eg það! Nú veit eg það. Javan sleit hann af mér, hann ætlar að firra hann lífi. Eg hefi alt af búist við því, að af Javan mundi mér óheill standa, og nú er það komið fram“. Kristileg1 hrmgsjá. Biblíuskólakennari Gustav Mevik sagði fyrir skemstu í páskaræðu: »Oft hefir staðið lieit barátta um krossinn, huggunarlindina miklu fyrir sálirnar. Heimurinn er of drambsamur til að kannast við, að hennar sé þörf. Þeir _ vilja ekki trúa á vald krossins. En öllum, sem til hans komu, gaf hann rétt eða vald til að verða börn Guðs. Hér fundu peir það, sem þeir leit- uðu að. Friðvana sál, sem lystisemdir heims- ins liafa dregið á tálar — hér er hjálp handa þér«. Peir séra Kjeld Stub og Gunnar ráðherra Knudsen rita báðir nýlega um: »Siðferði nútímans«, og komast að þeirri niðurstöðu, að nýja siðalög- málið leiði til lastaíulls lifnaðar. Ekk- ert bjargar nema fagnaðarerindi Ivrists. Gunnar Knudsen ritar: »Kristindóinurinn verður að setjast í ötidvegið. Siðferði alþjóðar í þessu landi (Nor- egi) sem annarsstaðar héfir beðið stór- tjón af heimsstyrjöldinni síðustu, eigi síður en annarsstaðar, enda mátti við því búast. Pá var svo mörgum sið- gæðisreglnm traðkað. Pað sem talið er lestir og lagabrot að jafnaði, er talið hið gagnstæða á styrjaldartím- um. Marga mannsaldra þarf til að byggja það aftur upp, sem rifið hefir verið niður. Kristindómurinn einn er enn eins og hann ltefir verið, eina ráðið og hjálpin til að bæta úr þessu tjóni.« — Séra Kjeld Stub ritar meðal annars: »Oft er það, að sorgbitin móðir eða áhyggjufullur faðir kemur til mín og spyr: Hvað á til ráða að taka? Börnin okkar hverfa-smám saman frá okkur og heimilinu.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.