Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1928, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.06.1928, Blaðsíða 12
74 HEIMILISBLAÐIÐ „Það á vel við, Naómí, að þú biðjir griða þeim manni, sem gengið hefir á trúnni, því hin sama villu- kenning, sem hann hefir gert á svívirðing þjóðar sinnar hefir líka svívirt þig sjálfa. Naómí, eg þekki afbrot þitt, hversu þú leikur á foreldra þína, og nú kæri eg þig í áheyrn þeirra fyrir það, að þú ert Nazarei. Nei, til mín skalt þú ekki leita griða, þú þarft ekki að líta bænaraugum á mig; eg ætla ekki að draga þig fyrir lög og dóm, hversu grimman, sem þú ætlar mig vera; eg vil hlífa þér vegna foreldra okkar. Hver veit líka nema Drottinn rétti út hönd sína og reki frá þér þann illa anda, sem þú er hald- in af; alt til þeirrar stundar vil eg ekki við þig kann- ast. Og eg særi föður minn, hinn guðrækna og rétt- láta mann, við Guð, að taka til þeirra ráða, er geti sem bráðast þvegið þennan smánarblett af æti; vorri“. Javan leit áhyggjufullur til foreldra sinna, og furðaði mjög á, að hann skyldi ekki sjá nema blæ kyrlátrar hjartasorgar á yfirbragði þeirra. Naómí ætlaði að fai*a að svara bróður sínum, en þá greip' faðir hennar fram í og tók til máls: ,,Javan“, sagði hann með spekt og valdi, „við for- eldrar þínir höfum lengi vitað, að systir þín er fall- in í þessa villu; það hefir bakað okkur þunga sorg og rnarga bænina höfum við beðið um það, að hún mætti frelsast frá þeirri vijlu. En Guð hefir ekki enn heyrt þær bænir og enn gengur hún í myrkrinu. En hví hefðurn við átt, sonur minn, að draga þig inn í þá sorg og hneysu með okkur? Okkur var kunnugt hið brennandi vandlæti þitt Drottins vegna og við vissum, hve þungt þér mundi falla, ef þú yrðir þess vís, að Naómí, einkasystir þín, hefði verið tæld af vegi sannleikans og heilagleikans. Þess vegna höfum við haldið þessari ógæfu leyndri fyrir þér og heirn- inum. Og nú skipa eg þér af föðurlegu valdi mínu að halda þessu leyndu, svo að berist engum óvið- komandi til eyrna. Eg vil ekki horfa á, að dóttir mín sé lítilsvirt, og ekki vildi eg- fyrir alla fjársjóðu heimsins sjá hana falla í hendur harðvítugra og vandlætingasamra bræðra minna. Hún er bannið mitt, elskuö dóttir mín, og þó að hjarta mitt fyrir- dæmi hana, þá skal hún mega halla sér að því og eiga þar örugt hæli; og alt veldi jarðar og undir- heima skal eigi megna að slíta hana úr faðmi mín- um“. Naómí hlustaði með undrun, blandaðri þakkláts- Lundúnaborgar. I stuttu máli: hún g-jörði alt, sem liún gat, til þess að þröngva stjórninni til að taka til ör- þrifaráða. Og hún berst enn fyrir frelsi og réttindum enskra kvenna, þó að hún beiti friðsamlegri ráðum. Karl- menn hafa þar atkvæðisrétt er þeir eru 21 árs að aldri, en konur verða að bíða til þess er þær eru þrítugar. En að einhverju leyti er frú Pank- hurst þó íhaldssöm; hún hefir ekki látið skella af sér liárið né gengur í pilsuin, er varla nái niður að hnjám. Ilún fylgist hara með tímanum í landsmálunum, en farðalitar hvorki vari né andlitið alt. — Nafnkunnur ind- verskur vísinda- maður, Jagadis Chandra Bose, hef- ir fundið með rannsóknum, að jurtir liafa hjarta og geta orðið ölv- aðar, eins og menn og dýr. Hann gjörði hinu konunglega læknisfræða- félagi í Lundúnum sína grein fyrir þessu. Það var kynjajurt sú, er m i- m ó s a lieitir, sem hann liafði til þeirra tilrauna. Hún var sett inn í eitthvert undursamlegt áhald, sem er svo gjört, að það getur aukið hreyf- inguna svo mjög, að brekkusnígill sýnist fara 8 sinnum hraðara en byssukúla. Nú stakk liann nál í mi- mósuna og sýndi þá um leið, hve »hjartaslögin« urðu æ veikari, uns jurtinni blæddi til ólífis. Með þessu virðist þá vera sannað, að jurtir, sem menn til þessa hafa lialdið vera til- finningalausar, sem geta greint utan að komandi áhrif, bæði það, er særir þær eða hvetur. — Á gulrótinni sýndi hann áhrif áfengis. Sven Heden hefir gefið út bók um »Ragdad, Babýlon og Ninive«, og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.