Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1928, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.06.1928, Blaðsíða 13
HEIMILISBL AÐIÐ semi á þessi óvæntu kærleiksorð föður síns, og nú varpaði hún sér fyrir fætur honum og' ætlaði að kyssa kyrtilskaut hans; en hann lyfti henni á arma sér, kysti hana og blessaði hana; en það hafði hann aldrei gert frá þeim degi, er hann vissi um fráhvarf hennar; og svo vafði hann liana fast að sér eins og hann þyrði aldrei framar að sleppa henni úr faðmi sér. Og svo var þetta átakanlegt, að sjálfur Javan viknaði við; notaði þá Amazía sér færið til að tala til hans svofeldum orðum: ,,'Nú getur þú séð, Javan, hversu heitt faðir getur elskað barnið sitt. Nú er sonur okkar okkur jafn dýrmætur og hin yndislega systir þín er foreldrum sínum. Getur þú nú ekki skilið, hve sárt það tekur °kkur að vita af Þeófílusi í höndum fjandmanna hans, í höndum manna, sem hyggja þeir geri Guði hægt verk með því að úthella blóði hans. Með vand- l*ti þínu 0g dáð hefir þú haft mikil áhrif á þessa ttienn; lokaðu nú ekki hjarta þínu fyrir bænum vor- uai; sýndu heldur að vandlæti þitt Guðs vegna sé af heilunr huga, með því að líkjást honum, sem er náð- Ugur og miskunnsamur, seinn til reiði og mjög fús á að fyrirgefa“. Þá svaraði Javan: „Þú mátt ekki halda, Amazía, að eg sé sneyddur öllum mannlegum tilfinningum, eða vilji baka þér sársauka. Ef eg gæti leyst son hinn úr læðingi á þann hátt, að það kæmi ekki í bága Vlð meginreglur mínar, þá mundi eg glaður gera það. En trúin hreina, sem eg hefi erft ómengaða frá föð- Ur vorum Abraham, er mér dýrmætari en allar blóð- ^engdir. Sonur þinn er guðsafneitari, því að hann Sefur manni, ódáðamanni, þann heiður, sem Guði her einum. Þess vegna er liann visin grein, höggvin ai stofni ættar sinnar og þjóðar. Og það sem verra ei: Nafn hans er afmáð af bók lífsins, hann er ofur- ^eldur glötuninni. Ætti nú eg, niðji Arons, að rétta ut hönd mína til að frelsa hann frá hegningu? Nei, eg sver það við altari Guðs, að í fangelsinu skal ,ann sitja svo lengi, sem hann neitar ekki hjáguði Sluum, eða deyja smánar dauða, ef dómarar hans Jla.hann þess maklegan, ekki skal eg mæla eitt orð vorum honum til varnar. En vilji hann sverja frá Sei villutrú sína og sættast við Guð, þá skal ekki á ^ ^tanda að útvega honum frelsí“. /’ví næst réð hann Amazía að sverja frá sér villu- 'u sína eða flýja ella samstundis. Þær Júdit, Klá- segir þar: »Aldrei heíi eg- lesið gamla testainentið með meiri athygii og á- lniga en síðan eg sótti heim rústirnar af Babel, Assur og Nineve. Allar frá- sagnirnar, sem virtust vera ævintýri og þjóðsögur, urðu þá að raunveru- leika, Nú þekkjum vér konungana Salmanasar, Sanherib, Tiglat, Pileser og Nebúkadnesar, svo að þeir standa sem lifandi fyrir hugskotssjónum vor- um«. — Hann tilfærir spádómana og segir síðan, að þeir hafl ræzt bókstaf- lega, að því er t. d. Babýlon snertir. Par sé nú auðn ein eftir alla forn- aldardýrðina. Knginn Bedúini liafi þar tjaldstað, en þar sé krökt af sjaköl- um. Jeremías hefði ekki getað lýst því skýrar en hann hafi gert, hvernig þar er umhorfs nú. # # * Hinn 0. júlí 1923 var aðstoðarmaður við baðstaðinn Oeyn- liausen á Þýskalandi skotinn af innbrots- þjúfum, sein hann hitti á næturgöngu sinni. Tveir menn voru handteknir og hét annar Otto Seinicke, en ekkert varð sannað á þá. Herberginu var aflæst, þar sem morð- ið var framið. En nýlega hefir lög- reglan rannsakað þetta mál af nýju; fann hún þá allskýr fingraför á gluggagrindinni í herberginu háttuppi. Voru þau borin saman við eftirmynd- irnar af fingrum Seinickes, sem tekn- ar höfðu- verið, og sást þá, að þessu tvennu bar nákvæmlega saman. Þá játaði Seinicke á sig glæpinn. Heimilisráð. Ef hárið klofnar, þá má ekki láta það afskiftalaust, heldur klippa ofan af hárbroddunum; annars verður hár- ið kraftlaust smámsaman, hrekkur sundur og verður æ styttra og styttra.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.