Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 8
HEIMILISBLAÐIÐ • 94 tölu lærisveina hans, af því að ástvinir hennar væru þjónar hans, og hvort sú trú mundi frelsa hana. Bænin var eina athvarfið hans í þessari sorg; hann i)að Drottinn að gefa henni sanna trú, þótt það svo bakaði henni sorgir. Svona leið tíminn fyrir honum, unz hann sá bregða fyrir birtu um hurðargættina og heyrði að gengið var inn. Veit hann þá ekki fyrri til en Naómí er þar komin. Þau gátu nú í fyrstu engu orði upp komið, þau höfðu bæði svo margs að minnast frá síðustu samfundum við dánarbeð Maríu í Betaníu. En er Þeófílus kom til sjálfs sín, rak hver spurningin aðra um Kládíu og' foreldra hans. Þótti honum gott að heyra, hve vel þau hefðu tekið sorginni og tók þakk- látur kveðju og blessunaróskum frá'þeim; en klökk- ari varð hann þó, er Naómí sagði honum, að Kládía hefði iðrast syndar sinnar; þakkaði hann Guði, að þá var þyngsti kvíðinn hans ástæðulaus. Nú gat hann glaður farið héðan, viss um að hún mundi fylgja honum til sælla heims, eins og sú, sem þvegið hefir kyrtil sinn og hvítfágað í blóði lambsins. Bað hann nú Naómí að segja Kládíu, að hann fyrirgæfi henni hjartanlega yfirsjónina og gæti nú glaður dáið, full- viss þess, að hvorki synd né dauði gæti skilið þau. „Já, hún bregst nú ekki framar“, sagði Naómí, „það er eg viss um; það var ekki hún, sem henni lá þyngst á hjarta — það var líf þitt á blómaskeiði, sem henni þótti óbærilegt að missa, henni fanst alt unn- ið gæti hún’ bjargað lífi þínu. En hún sá, það of seint, að líf ykkar beggja yrði beiskjuborið, er það væri keypt með röngu móti, með því að svíkja Krist. Guð huggi hana og styrki, veslings barm, hún er svo ung og viðkvæm og elskar þig svo innilega. „Það endurhressir hjarta mitt að heyra þig tala um Kládíu, en sarnt má eg ekki hlusta á það til lang- frama, því þá vaknar aftur hjá mér um of löngunin til að lifa. Bið þú með mér, að trú mín þrjóti ekki, bið, að Drottinn gefi mér kraft og hugrekki til að ganga móti dauðanum. Þú hefir oft huggað mig með orðum þínum og nú ertu mér sem engill, er Drottinn hefir sent tíl að friða órólega hjartað mitt“. Síðan báðu þau saman og er þau stóðu upp frá bæninni fyltust hjörtu þeirra friði og heilagri gleði. En þau gátu ekki talað lengi saman, því fangavörð- urinn kom og varð Naómí að fara með honum; þeim var bara leyft að skiftast á fáum kveðjuorðum. Na- inu sé sá kraftur, að liún geri hvern sjúkan mann, sem af henni drekkur, allieilan, og drekki garaall maður einn teyg af henni, þá komist hann aftur á þrítugsaldur.« Svo trúðu menn því fastlega, að þessi undursamlega lind væri til, að þegar Ivolumbus var búinn að íinna Ameríku, þá voru menn sannfærðir um, að lindin hlyti að vera í því ný- fundnalandi. Fóru þeir þá vestur um haf til að leita hennar. Þegar liinn spánski sæfari Pancede Léon fann Florida 1512, þá var hann að leita að ódáinslindinni, æskugjafanum þráða. Pessi trú hélzt lengi frarn eftir ölduin. En þegar menn fóru að skygnast inn í leyndardóma efnafræðinnar, þá þóttust menn finna þar ráðið til að lengja líf sitt og varðveita æskuna um ótakmarkaðan tíma. Pegar gullgerðarmennirnir sátu álútir yfir tilraunaflöskum sínum, þá var það ekki aðeins til þess, að þeir gætu breytt öllu í gull, heldur til að finna ódáinsdrykkinn til að varðveita lífið og æskuna. Menn trúðu því nú fast- lega, að þennan drykk væri unt að finna. Árið 1590 gaf Bacon hinn lærði í Oxford út bók eina, og mælti þar með ýmsum blöndutegundum, sem gerðar væru úr gulli, perlurn og dýruin stein- um, því að þær væru vel fallnar til að lengja lífið. Til dæmis nefnir hann í bókinni greifafrú eina, Desmonts að nafni, sem hafi náð 140 ára aldri með því að drekka gullblöndu. Nú var Bacon talinn manna lærðastur á sinni tíð. Ilvað inun þá eigi hafa mátt fá fáfróðan almúgann til að trúa? Nú voru fjárglæframenn og svikar- ar öldum saman á ferðinni um alla Norðurálfu og höfðu allskonar kynja- lyf á boðstólum. Þessi hjátrúaralda náði auðvitað út.til íslands. Það sýna lækningabæklingar gamlir, sbr. líka

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.