Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 9
HEIMILISBL AÐIÐ 95 ómí hugsaði til frænda síns og þótti örlög hans svo sár, að tárin hrundu af augum hennar; líf hans hefði þó getað oi'ðið til svo mikillar blessunar og gleði. En þetta var þó vilji Guðs, og gat hún ekki annað en beygt sig í auðmýkt fyrir honum og sagt með sálmaskáldinu: „Eg var hljóður, eg vil ekkert segja, því að þú hefir gert það“. Zadók beið við hliðið úti eftir dóttur sinni með sveinum sínum vopnuðum. Enginn gat farið óhultur um götur þessarar borgar, sem áður var svo frið- helgur staður, sízt að nóttu til. Zadók var líka hræddur um að þeir hinir sömu sætu um dóttur sína, sem hremdu Þeófílus; hann hafði því vakað yfir benni alt frá því, er það fór að kvisast víðar, að hún hefði tekið kristna trú; þau foreldrar hennar voru síhrædd um hana, og hún var auðvitað hamingjan Þeirra hér á jörðu, augasteinninn þeirra. Margt bar þeim fyrir augu í tunglsljósinu, er þau v°ru á leið niður eftir hæðinni, sem fangelsið stóð ai friður virtist hvíla yfir borginni og erfitt að trúa Því, að hún feldi svona mikla synd og eymd í skauti sei‘, sem raun bar á. Borgarbúar sváfu óhultir í syndum sínum. En nú voru þeir búnir að fylla mæli synda sinna; þolinmæði Guðs var á þrotum við þver- brotinn eignarlýð; refsidómurinn hlaut að koma. Zadók sá, að dóttir hans var döpur og skildi, að þvi mundi skilnaður þeirra Þeófílusar valda. Og hrygg- Ul’ var hann líka, að vonin um dýrðina, sem píslar- votturinn átti í vændum, gat ekki mildað sorgina bjá honum eins og dótturinni. ^á bar þar að dularfulla manninn, Ananus-son, sem fyr er getið, og hrópaði vei yfir Zadók og allri ætt hans og yfir dóttur hans. Stjarna þín hnígur, en bemur þó upp aftur!“ Zadók ávarpaði hann vin- 8'jarnlega að skilnaði og bað hann verða. þeim sam- feiða heim, kvaðst skyldu gefa honum mat og fatn- ftð, og gjalda honum svo bölbænir með blessun. „Eg kenni í brjósti um þig“, sagði hann. En Ananus-syn- lnum var annað nær skapi en að þiggja boð hans og unna sér hressingar og hvíldar, þótt hann væri út- slitinn af þreytu. „Eg hefi svo margar fleiri varn- aðarspár að flytja enn“, svaraði hann, ,,eg á að uopa þær til hvers einasta borgarbúa. Vei yfir Jór- salaborg!“ Að svo mæltu flaksaðist hann áfram og upp að U11gelsishliðinu og æpti þar vei og truflaði hvíld Óla Wonn og Ai'ngrím lærða Yídalín, bréf, sem fóru milli þeirra um það efni. Einna ítækastur allra þessara ódá- insdrykkja-mangara var maður sá, er kallaði sig greifann af St. Germain. Honum tókst að sveipa líf sitt þeirri liuliðsblæju, að enginn vissi eiginlega nokkur deili á honum; trúðu því sumir, að hann væri 500 ára gamall o. s. frv. De Belle-Isle marskálkur leiddi hann fyrir Madame de Pompa- dour í París og hún fór svo með hann á fund Loðvíks 15. Frakkakonungs. Hann komst brátt í kærleika við kon- ung og hirðina af því að hann kunni listina 'þá öllum öðrum fremur, að segja sögur frá löngu liðnum öldum, alveg eins og hann hefði verið sjón- arvottur að því, sem hann sagði frá. Iíann gat lýst persónum og híbýla- háttum svo nákvæmlega, að auðtrúa mönnum fanst hann hafa verið sam- tíða höfðingjum þeim, sem hann sagði frá. Einu sinni snerist talið að því hjá Madame de Pompadour, að hann mundi vera 500 ára gamall, og þá sagði Sant Germain: »Ef það getur verið Parísarbúum til skemtunar, þá 1 látum þá bara trúa því«. Parísarbúar fóru að leika þetta eftir. Bjuggu þeir þá einn út, sem þeir köll- uðu Mylord Gawer. Átti hann að herma eftir alt, sem var sérkennilegt við Englendinga. Ilann kvaðst hafa verið uppi á döguin Krists og kynst honum, og þá sögu sagði hann af gamalli herbergisþernu, að hún hefði tekið sér svo drjúgan skamt af ódá- insdrykknum, að hún varð alt af yngri og yngri, og loks varð hún að brjóst- barni. Saint Germain dó í Slésvík eða Eckernförde árið 1780, alveg útslitinn á sálu og líkama. Til er handrit frá hans hendi á frakknesku, 24 skinn- blöð, öll þríhyrnd. Pað handrit var fyrir skemstu til sölu í Lundúnum fyrir 1000 pund sterling. Það er ekki

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.