Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 10
96 HEIMILISBLAÐIÐ fanganna, sem ekki mátti minni vera. Þessi atburður var Naómí til lítillar uppörvunar, hún mintist þess, að hann hafði hrópað vei yfir Kládíu og nú var sú bölbæn orðin að áhrínsorðum; gat hún því ekki annað en borið ótta fyrir, að bölvun mundi koma yfir ættmenni Zadóks. Kládía tók á móti henni báðum höndum, er heim kom og hafði hún h:ma þegar með sér til foreldra Þeófílusar. Na- ómí hafði þeim huggunarfregn að flytja. Kládíu færði hún síðustu kveðju hans; ástin og fyrirgefn- ingin skein út úr hcnni; lyfti hún þungum steini af hjarta Kládíu, þótt hún að öðru leyti yrði fyrir nýjum sársauka. Og því hét hún sjálfri sér, að aldrei skyldi hún svíkja Drottinn sinn framar, því að nú gekk Þeófílus í dauðann hans vegna. Zadók fór líka undir eins heimanað, á dómþingið, til þeirra Javans og ísaks; skyldi það haldið í stór- um sal í fangahúsinu. Frú María hafði lýst því yfir við unnusta sinn ísak, að kæmi hann ekid heim aftur með sýknunardóm yfir Þeófílus, þá skyldi hann eigi framar koma fyrir sín augu. Hana var farið að gruna, að hann mundi ekki unna sér heilum huga og var fastráðin í að láta hann færa sér þetta lausnr.r- bréf til sönnunar í því máli, eða fara annars á mis við launin, sem hann var svo sólginn í að hreppa. Og rétturinn var settur með venjulegum formála og bandinginn, Þeófílus, leiddur fyrir réttinn, og óð- ara spurt, hvort hann hefði notað sér náðarfrést ráðsins til að iðrast afbrotanna og hvort hann væri fús að sverja frá sér villutrúna og lýsa því hátíðlega yfir, að Jesús frá Nazaret væri svikari, er aðeins hefði þolað réttláta hegningu fyrir glæp sinn. Þá brann eldur helgrar reiði úr augum Þeófílusar. Ilann þagði um stund til að átta sig, en svaraði síð- an með allri spekt og tign kristins manns, svo að þessir böðlar, sem ólmir voru í blóð hans, urðu slegnir af orðum hans, en það var brennandi vitnis- burður um Krist: ,,Eg heyri honum til, því að hann hefir keypt mig nieð blóði sínu, réttlætt mig og helgað með náð sinni. Og svo skyldi dauði vegna nafn hans fæla mig frá honum? Nei, hann er mér nálægur nú á þessari stundu með kærleika sínum og kærleikur hans er mér meira virði en alt, sem heimur á boðstólum hefir. Eg fyrirgef ykkur öllum af öllu hjarta. Guð gefi, að þið hafið, þegar þið standið fyrir opnum á hvers manns færi að lesa það hand- rit. Það hefst á því, að það séu hinir helgu galdrar, sem Móse hafi verið birtir og fundist síðar í egipzkmn bautasteini, og síðan verið vandlega geymdir austur í Asíu undir tákninu: vængjaður dreki. Þar leggur hann á ráðin um það, hvernig menn geti lif- að í hundrað ár og lengur og þó verið jafn ernir og hraustir eins og maður á fimtugs aldri. Enginn vissi hvaðan hann var ætt- aður, eins og áður er sagt. Amist var sagt, að hann væri konungsson- ur frá Granada á Spáni á dögum Máranna eða sonur Gyðings og aðvif- andi konungsdóttur, eða þá, sem lík- legra var, sonur skattheimtumanns þess, er Iiotovdo hét, í Saint Ger- mano, litlum bæ í Savoyen á Frakk- landi. Ilann var vel að sér í efna- fræði og sögu, talaði leikandi margar tungur, var frábær söguinaður og hinn glæsilegasti í allri framgöngu og lað- aði fólk að sér. Ilann var einn hinn snjallasti æfintýramaður 18. aldarinn- ar; hún átti marga slíka. Alt af var liann að skifta um nöfn, eftir þvísem honum þótti best við eiga. Ilann kvaðst hafa lifað margsinnis á jörðunni og myndi glögt eftir sér í sinni fyrri tilveru; hann seldi mönnum drykk þann, er liann kallaði »lífsins te« og siðan er við hann kent. Það yngdi hvern upp, sem drakk það, um 10 ár, en heilt ár voru menn að yngj- ast í hvert skifti; en áður en árið væri liðið, var Saint Germain allur á burtu með peningana, sem liann hafði svona svikið út úr fólki. Jósef Bal- samo, sem gekk undir nafninu greifi Cagliostro, gaf honum lítið eftir. Ilann var húslæknir Maríu Antoinette um eitt skeið. Hann bjó til ódáinsdrykk og seldi hann fyrir geypiverð. Margir urðu til að kaupa og hann gat lifað konunglegu lífi fyrir það fé, sem hann

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.