Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 12
98 HEIMILISBLAÐIÐ að fara með þeim, hverfa, af stöðvum æsku sinnar og ástarsælu. En Naómí sagði henni, að hún yrði að gæta þess, að nú væri hún Júdít sem dóttir, og þar sem hún hefði nú sama sem mist son sinn, þá mætti dóttirin ekki bregðast og bað hana minnast þess, hvað Þeófílus vildi að hún gerði. Þá sá Kládía eigingirni sína í þessu og hét því nú með sjálfri sér, að framvegis skyldi hún helga líf sitt því starfi að hugga og uppörfa þessa ástkæru tengdaforeldra sína og vera þeim það sem ástvinurinn hennar vildi að hún yrði þeim. Þetta áform styrkti hana og veitti henni þrek til að horfa möglunarlaust fram á veginn og bera harm sinn í hljóði, svo lengi sem Drotni Þóknaðist að láta sig lifa. Tíminn var seinfara. Frú María var hljóð og sorg- bitin og jafnvel Davíð litli, sem annars var vanur að vekja bros og létta hlátra, var nú látinn eiga sig. Engum kom dúr á auga þá nótt. Og morguninn eft- ir mátti sjá, að sumir höfðu grátið. r Dauði píslarvottanna. Naúmi og Marcellus hittast. Morguninn eftir skein sólin á allar raunir þeirra og sálarkvöl, vina Þeófílusar. Um sjöttu stundu lét eitthvert fagnaðaróp í eyr- um þeirra, eins og dánarklukknahljómur. Þá var búið að hálshöggva vottana og líkin lögð á fangelsis- múrinn, til þess að fólkið gæti svívirt þau. Ekki vildi Javan láta aftökuna fara fram fyrir allra aug- um, og lét fólkið sér það illa líka; voru líkin því lögð á múrinn og fólkinu veittur matur og vín til að friða það, því að svo gekk skríllinn fast að; hann var alveg stjórnlaus. Einn af þjónum Zadóks var viðstaddur, er vott- arnir voru af lífi teknir; átti hann að segja til, er öllu væri lokið. Hann þóttist hafa þekt lík Þeófílusar á fötunum, en höfuð vottanna hefði enginn fengið að sjá. Þeófílus var í kyrtli, sem Kládía hafði saum- að; í honum var hann síðasta kvöldið, er hann fór að heiman. Þetta sagði þjónninn Zadók í forsalnum. Þegar Zadók kom inn, sáu allir á svip hans að úti var um Þeófílus, en Amazía bað þakkarbæn til Drottins fyrir það, að sonur hans hefði nú barist góðu baráttunni, fullnað skeiðið og tekið á móti sveig réttlætisins á himni. menn 140 ára gainlii', 8 menn 135 ára og G menn 120 ára. Atli Húnakonungur, sem kallaði sig >svipu Guðs á jörðunni«, og uppi var á 5. öld e. Kr., varð 124 ára gamall. Englendingur einn var fæddur 1483 og dó 1651 ; liafði lifað 10 konunga. Og þýzkur læknir, Ivristján Mentzel- lino, fylgdi kjörfurstanum af Branden- borg til bæjarins Clewe og hitti þar mann 120 ára gamlan; sýndi hann sig þar fyrir peninga. Öldungur þessi var þá svo ern, að hann gat þreskt korn og talað svo hátt, að vel mátti greina í 100 skrefa fjarlægð. Enn furðulegri er sagan, sem Dr. Hufeland hinn þýzki sagði frá öld- ungi, sem hann Iiitti í Reehingen í Pfalz árið 1787. Hann dó 1791 og var þá 120 ára gamall. Þegar Hufe- land hitti hann, þá var hann búinn að missa tennurnar, en alt í eiuu komu upp 8 nýjar tennur í munni hans; að missiri liðnu losnuðu þær að sönnu aftur, en 8 aðrar komu í þeirra stað og þær héldu sér. Þessar sögur eru alls eigi ótrúlegar, að því leyti, að á vorum dögum á það sér stað, að stöku menn verði meira en 100 ára gamlir, svo að full- sannað sé. Um 1870 var uppi maður nokkur á Líflandi, sem hægt var að sýna með skilríkjum, að væri 168 ára gamall. Ilann var þá fæddur, er bar- daginn stóð við Púltava milli Karls 12. og Péturs mikla Rússakeisara. Frakkneskur undirforingi, Savin að nafni, var tekinn höndum af Rússum hjá Berezina 1813, en dó eigi fyr en 1916, og var þá meira en 126 ára gamall; hann dó í borginni Saratow og hafði sezt þar að sem skólakennari. Það er líka sannanlegt, að Norð- maðurinn Christian Drakenberg, er dó í Árósum 1772, varð 146 ára. Þegar samtíðarmenn þessara fjör- gömlu manna sáu þá, gátu þeir vel

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.