Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 99 Zadók fór nú til fundar við Javan son sinn og fór þvert ofan í alla venju bónarveg- að honum, að láta lík bróðursonar síns af hendi við sig, til þess að hann gæti fengið heiðarlega útför, en yrði eigi varp- að í Hinnomsdal, eins og dómurinn mælti fyrir. En er Javan var ósveigjanlegur um þetta, þá bað Za- úók hann, sakir Kládíu, að fá sér kyrtil þann, ev Þeófílus hafði verið í, er hann var líflátinn, til þess að hann gæti fært eftirlifandi brúði hans síðustu niinjar um hann, sem hún hefði elskað og mist. Þessu hét Javan fúslega og skundaði burt og kom brátt aftur og lagði kyrtilinn þegjandi í hönd föð- Ul' síns. Zadók viknaði við og hraðaði sér nú heim til sín. Kládía vissi ekkert um meðferðina fyrirætluðu á líkum bandingjanna, og vissi því eigi, hversvegma Zadók var að heiman farinn. En nú er hann færði henni kyrtilinn blóðblettaðan, þann er hún hafði einu sinni saumað með mikilli gleði, þakkaði hún Zadók nieð tárum ástríka umhyggju hans og þrýsti kyrtl- lnum aftur og aftur að hjarta sér og skundaði burt til að ganga sem bezt frá þessum dýrmætasta minjagrip, sem hún átti. Rúben, svikamörðurinn mikli, sagði Javan frá óllu, er í ráðagerð væri um burtförina á heimili föður hans; en nú lét hann sig það engu skifta. Nú lét i'ann sér ekki annað hugleiknara en að sjá um, að tói' þeirra frænda yrði ekki fyrir neinni tálmun. Þeir lögðu nú leið sína út um Lindarhliðið og upp eftir Jósafatsdal fram með austurmúrum borgarinn- ar: voru þar hvarvetna aldingarðar og skrautblóm, alt vökvað úr Kedronlæknum. Þetta. var óhultasta leiðin út úr borginni, þó ekki væri hún hin beinasta. Hapurt var yfir öllum, sem tóku þátt í þessari för, fafnvel þjónunum og vopnuðu sveinunum. Kládía og 1 aómí sátu saman í burðarstól, en Júdit vildi helzt vera ein í sínum stól, til þess að geta í kyrþey út- elt hjarta, sínu fyrir Guði sínum og frelsara; henni pótti svo sárt að slíta sig burtu frá öllu, sem minti a eiskaða drenginn hennar; dró hún tjöldin fyrir mðarstólinn og grét sárt og lengi. Salóme hafði 1 a viljað slást í förina, en Júdit vissi, hve þessir a burðir höfðu fengið á krafta hennar og réð henni a vera heima hjá frú Maríu og Davíð litla, þangað uð og Naómí kæmu heim aftur. Javan gæti sonnu verið góður vörður á vegunum, en hann gert sér í hugarlund, að þeir hefðu, ef til vill, þekt einhver kynjalyf til þess að lengja lífið eða varðveita það. Og þegar þessir göinlu menn voru spurðir, hvort svo væri, þá gat svo farið, að þeir settu upp kynjasvip til að vekja athygli hinna, og gat það þá orðið til þess, að styrkja þá í trúnni. Á vorum dögum trúa menn ekki framar á »ódáinslindina« né »ódáins- drykkinn«, að minsta kosti ekki á sama liátt og forfeður vorir. En alt um það eru menn þó eigi búnir að sleppa voninni um það, að hægt sé að finna ráð til að lengja lífið talsvert, og það er eftirtektarvert, hve sólgnir menn eru í að lesa hverja grein um það efni. Þegar rússneski læknirinn Dr. Malchmikoíf, lærisveinn Pasteurs, fann blóðvatn gegn hvítu blóðkorn- unum, sem menn ætla að eyðivöðva- vef líkamans smám saman; en auð- vitað hafði það eigi áhrif nema á kanínur og marsvín Hann nefndi það latnesku nafni, »Serum antileucocyta- ire«; en alþýða manna skildi það eigi og þótti það lokleysa ein, og kallaði það því »blóðvatn gegn ellinni«. I því nafni kom þá aftur í ljós, gamla leynda vonin, sem búið hefur lijá rnannkyn- inu allan aldur. Pegar Ponce de León lét í haf til þess að leita uppi »ódáinslindina«, þá fann hann hana að vísu ekki, en hann fann hið fagra og auðuga Florida. Og þegar gullgerðarmaðurinn Böttiger var að leita að »ódáinsdrykknum«, þá fann hann postulínið. Altaf leiðir liver leit eitthvað af sér. Og þótt það sé gagnstætt niðurröðun náttúrunnar, að meðal finnist við dauðanum, þá er þó hugsanlegt, að smátt og smátt finnist fleiri og íleiri ráð til að lengja lífið; en ódáinsdrykkinn finnum vér eigi fremur en forfeðurnir. ----~3C»í=-<——-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.