Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 14
100 HEIMILISBLAÐIÐ hafði nú leitt svo mikla óhamingju yfir farsæla heim- ilið, að móðir hans gat enga gleði haft af samfylgd hans lengur. En Hanna var ein í förinni. Enginn var eftir, sem yrði ofsóttur sakir trúar sinnar. Ferðinni var nú haldið áfram. Javan var þá stadd- ur austur í Hinnoms-dal, viðurstygð allra manna, til að vera þar við útför bandingjanna og hafði Rúben með sér, til þess að hann gæti engum svikum fram komið við tengdaföður sinn. Javan var ekki heillaður hingað af fegurð dalsins. Nei, öðru nær, en hann langaði til að vera viðstaddur við síðasta þátt- inn í þeim hryllilega sorgarleik, sem hann hafði ver- ið að velta í myrkum huga sínum vikur og daga. Nú var hann búinn að fá sínu framgengt; en þó var hann ókátur; því hversu sem hann hafði hert hjarta sitt, þá leið honum nú illa út af öllu því böli, sem hann hafði leitt yfir sína. Hann forðaðist að koma heim; vissi að tár móður sinnar yrðu sér þegjandi ásökun, og svo varð honum eins og í leiðslu reikað út í þessa, viðbjóðslegu dalskoru, þar sem ekki var annað að sjá og finna en rotnun og bein dauðra manna. Javan hitti móður sína rétt í svip, en síðan varp- aði hann sér út í iðustraum stjórnmálanna og lagði alt kapp á, að Símon gæti fengið góðar viðtökur. — Þegar honum þótti tími til kominn, veik hann Rú- ben úr þjónustu sinni með gjöfum. HYÖt. öld villist, liögum hallar, hjátrú leið út ef breiðist; falskenning rann úr ranni, rennur úr ýmsum pennum. Orð véla, óráðshjali eyru ljá skyldu fáir indverskrar heiðni anda, öndvert því bræður stöndum. Margir hygg eg hreppi dá og hrynji borgir skýja, fyrri en aldir fá að sjá fræðarann heimsins nýja. Lifir hann, sem hefir glætt lijá oss trúna góða, og um heima fegri frætt frelsarinn allra ])jóða. Himinfarna frelsarann, fræðara minn eg segi, vil ei annan þekkja en þann, þarfnast heldur eigi. Gudlaugur Gudmundsson. -----•>€><•■--- Þeir frændur lögðu nú leið sína um Rama til Emaus, síðan um Júdeu inn í Samaríu. Öll voru þau héruð á valdi Rómverja og stóð þeim geigur af her- sveitum þeirra, sem hvarvetna voru á vakki og höfðu sérstaklega gætur á þeim, er frá Jórsölum komu. En þó var haldið áfram. En er þeir voru komnir miðja vega til Joppe, þá sjá þeir riddarasveit róm- verska koma til móts við sig. Amazía og sveinar hans bjuggust þá til varnar. En ekki þurfti varna við, því að sveitarforinginn reið einn til móts við þá. Það var Marcellus. Og þó að nú væru mörg ár liðin síðan fundum þeirra bar síðast saman, þá þektu þau óðara hinn hrausta unga mann og á gleðinni, sem skein úr dökku augun- um hans, er hann heilsaði þeim með handabandi, mátti sjá að kærleikur hans hafði ekki kólnað, hin langa fjarvist eigi látið hann gleyma gamla vina- fólkinu sínu. ' Tveir frægir þýzkir heimspekingar áttu sammerkt í því, að báðir dóu á 14. degi nóvem- bermánaðar, annar, Gottfried Wilhelm v. Leibnitz í Hannóver 171G og hinn Friedrich Hegel, í Berlín 1851. En þeir áttu líka sammerkt í öðru og það hafa, ef til vill fæstir heyrt um þá frægu menn: Leibnitz orti sálm, sem hefst á þessum orðum: »Jesús, þitt líf og þinn dauði, er líf vort og gleði.« Og Hegel kvartaði um það undir andlátið, að hann hefði ekki gefið Guði dýrðina. Hann tók þá að lesa biblí- una sér til huggunar og síðustu orð- in hans voru þetta: »Jesús drag mig nær þér, drottinn minn.« títgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðja Ljósberans.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.