Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 105 NAOMI / eða Eyðing Jórsalaborgar. Bftir J. B. Webb. 1‘ýdd af Bjarna Jónssyni, kennara. [Fr li.] En þó fanst honum, sem þessir vinir hans tækju honum eigi svo hlýlega, sem hann hafði búist við °S ætlaði að skunda lengra og kallaði upp um leið: >,Hvar eru þær systir mín og Naómí? Þeófílus sé eS hvergi heldur, en hann er nú líklega ekki langt H’á Kládíu, hamingjubarnið það, Eg vildi, að fram- tiðarvonirnar mínar væru jafn bjartar og hans“. Arnazía sneri sér undan, því að hann kendi til af hessum glöðu orðum hans, en Zádók greip í hönd honum, og nú vissi hann fyrst, að ekki var alt, eins °& hann hafði hugsað sér. „Hvað hefir gerst?“ hrópaði hann óttasleginn. Er Naómí ekki hér?“ Ilonum varð ósjálfrátt að nefna hana fyrst, draumabrúðina sína. -jbað er ekki hún, sem hefir orðið fyrir þyngstu sorginni, sonur minn“, svaraði Zadók, ,,það er ves- hngs sýstir þín, sem þarfnast allrar blíðu þinnar og samúðar“. „Hvernig þá, Kládía? Hvaða ógæfa hefir hent hana, hamingjusomu brúðina?" „Hún er nú ekki brúður lengur, allar vonir hennar Glu bliknaðar, því að Þeófilus er nú ekki lengur á hfi; og hjarta Kládíu sundurmarið af harmi“. „Guð hjálpi henni“, sagði Marcellus innilega. „Veslings systir mín, hver var sá hinn grimmi sjúk- leiki, sem svifti honum frá henni svona snemma? En hvar er hún, eg þrái að faðma hana að mér, svo að hún megi finna, að enn á hún bróðir, sem vil! elska hana og vernda, og taka þátt með henni í þeim hurmi, sem að henni er kveðinn?" Hann stökk af hestinum og fékk hann sveinum sinum, skundaði að burðarstólnum, sem þær sátu í j aénaí og Kládía; tjaldið var dregið fyrir að mestu; höfðu heyrt á mál Zadóks og vissu, að Mar- Cellus vissi nú hið sanna og sorglega. Kládía spratt Ur burðarstólnum, og varpaði sér grátandi í ^nðni hans og vafði sig fast upp að brjósti hans. ann i'eyndi nú að friða hana með ástúðlegum orð- Um °§' atlotum og setti hana svo loks aftur á sinn Endurminningar frá ferðalagi vestur og norður um land haustið 1927. Einmitt um petta leyti árs í fyrra var eg að útbúa mig í ferð vestur og norður um land. Eg hlakkaði mjög til að kanna ókunna stigu, því til Norðurlands og Vesturlands hafði eg aldrei komið. Eg lagði af stað héðan frá Reykja- vík með »Esju« 13. sept. Kom hún við á >Sandi og í Ólafsvík, en hafði par mjög stutta viðdvöl, svo ekki kom eg par í land. En í Stykkishólmi varð löng viðstaða, pvi skipið fór inn i Búðardal, en eg og íleiri biðum á meðan í Stykkishólmi. Þar pykir mér fagurt og all-einkennilegt, Nú er þang- að kominn bílfær vegur, og mun pang- að verða mikill ferðamannastraumur í framtíðinni, t. d. af fólki, sem fer í sumarleyfi héðan úr Reykjavík. — Parna dvaldi eg heilan dag og var par í sóma og yfirlæti hjá Einari Vig- fússyni kaupmanni og frú hans, Stein unni Guðnadóttur, sem er frændkona mín. Einnig . hitti eg par vin minn góðan, Sigurð Skúlason. Hann er út- sölumaður blaðanna minna. Dvaldi eg einnig á heimili hans, naut par elsku- legs viðmóts og íslenzkrar gestrisni hjá foreldrum hans, Skúla Skúlasyni útgerðarmanni og frú hans; par er uiikið myndarheimili. Mér leizt vel á land og lýð í Stykkishólmi. Þaðan lagði svo »Esja« leið sína 15. sept, yfir þveran Breiðafjörð til Flateyjar. Eg var altaf uppi á þilfari til ]>ess að njóta sem bezt hinnar fögru fjalla- sýnar, og leitaði mér upplýsinga uin liitt og petta hjá peim, sem kunnugir voru. 1 Flatey var stutt d-völ, og var þaðan haldið um kvöldiö til Patreks- fjarðar; var fagurt veður út Breiða-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.