Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 107/ ekki í neinum skefjum; lét hún þá aftur og aftui' harma sína í ljós við bróður sinn og' hreyttist aldrei að lýsa fyrir honum öllum hinum ágætu kostum Þeófílusar. Einu sinni er þau töluðu um þetta, þá fekk Mar- cellus fyrst að vita, hver orðið hefði dauðdagi Þeó- fílusar. >,0, Marcellus“, sagði Kládía, „en hve þú hefðir elskað hann, ef þú hefðir kynst honum. Og þú mund- u' varla hafa metið hann eins og hann átti skilið, Því að trúin, sem hann lét lífið fyrir, er, því miður. heimska í augum þínum“. „Hvað segirðu, Kládía?“ sagði Marcellus forviða, „dó Þeófílus ekki eðlilegum dauða? Eg hefi ekki haft tóm til að spyrja Zadók um dauðdaga hans“. „Svo? Þú hefir þá ekki heyrt, að hann dó píslar- v*ttisdauða, af því að hann játaði trú sína á Jesú íi'á Nazaret, og þú veizt ekki heldur, að eg, veslings systir þín, er sönm trúar og. leita í henni allrar huggUnar“. „Elsku sy-Stir!“ hrópaði Marcellus upp, og faðm- aði hana að sér af mikilli gleði. „Þetta er mér meiri fögnuður en eg hefði dirfst að vona eftir. Nú erum v'ð í sannleika bundin því bandi, sem er sterkara blóðskylduböndunum. Því að eg tel mér það mestan heiður, að eg dirfist að kalla mig nafni Krists. Nú finn eg sannlega, að Þeófílus mundi vera orðinn mér rneira en bróðir og nú skil eg það fyrst til fulls, kvað þú hefir mist“. Þá fyltust augu Naómí fagnaðartárum, er hún heyrði Marcellus segja þetta. Hann leit á hana spurnaraugum og las í fögru, társtokknu augunum hennar alt, sem hann hafði vonað og beðið um; nú var það heyrt fyrir löngu, einmitt það, sem hann hafði óttast mest, að mundi skilia þau um aldur og æfi. „Má eg segja það hiklaust, Naómí, að þú sért nú sömu trúar og systir mín?“ sagði hann; „en hve það gerði mig sælan, ef eg heyrði þig játa Jesú frá Nazaret“. „Lofað sé nafnið hans til eilífðar11, sagði Naórní og augun ljómuðu af fögnuði, „eg veit, að ekkert ann- að nafn er til undir himninum, sem frelsar okkur“. „En hve Guð hefir verið okkur náðugur“, mælti Kládía, „að hann skuli svona með ýmsu móti hafa leitt okkur öll að sama marki! IJvenær heyrðir þú og afarbratt ot'an Tálknafjarðarveg- inn, en þetta hafði séra Magnús geng- ið í 25 ár til aukakirkjú sinnar í Tálknafirði. Eg fékk mér far yfir fjörðinn, var þá myrkur fallið á, er eg kom að Hóli til vinar míns, Emils E. Vestfjörðs, átti hann inanna sízt von á inér. Eg var þar um nóttina og undi inér vel hjá þeim hjónum. Daginn eftir (19. sept.) fylgdi Einil mér á hestum yfir svonefndan »Hálf- dán«, til Bíldudals, og ekkert vildi hann taka, hvorki fyrir næturgreiða né fylgd. Þar hélt eg barnaguðsþjónústu í kirkjunni, þá um kvöldið, og var margt fólk. Hafði presturinn, sr. Jón Árnason, útvegað mér kirkjuna, og látið berast um þorpið fréttina um þessa samkomu; liann er aldurhnig- inn maður, mjög. elskulegur og við- inótsþýður. Hann er mjög farinn að heilsu, og var kona hans á sjúkra- húsi í Reykjavík, er eg var þarna á ferð. Hann hefir nú látiö af prests- skap og er fluttur til Reykjavíkur. Varð eg þess víða var á Bíldudal, hve hann var þar virtur og elskaður. Eg dvaldi á Bíldudal í þrjá daga, var hjá Agiisti kaupmanni Siguirðssyni og frú hans Jakobínu Pálsdóttur, prests í Vatnsfirði. Eg hafði fyrir mörgum árum notið þeirrar gleði, að hafa á heimili mínu tvo bræður hennar, Stef- án og Böðvar; þá var eg búsettur í Hafnarfirði, og þeir námsmenn við Flensborgarskúla. Seldi eg þeim þá fæði og húsnæði ásamt nokkrum fleiri piltum. Nú naut eg þessara góðu vina minna, og bauð hún mér að vera á heimili sínu á meðan eg dveldi þar. Heimili þeirra hjóna er stórmyndar- legt; eiga þau falleg, siðprúð og mjög mannvænleg börn. Síðasta daginn, sein eg dvaldi á Bíldudal, fór eg fótgangandi út að Bakka, sem er utar með Arnarfirðin-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.