Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 111 og siðlausum hermönnum hans. En margur þráði þá Símon til að varpa af sér oki Giskala með tilstyrk hans. Nú þótti Edómítum nóg um gengi Jóhannesar og hófu flokk á nióti honum með atfylgi almennings í útjöðrum borgarinnar og opnuðu þeir hliðin fyrir Símoni, en Zelótar tóku sér vígi í sjálfu musterinu og svívirtu það og saurguðu með ódáðum sínum. Þá segir sagnaritarinn Jósefus: „Guð blindaði svo augu þeirra, að þeir stigu þetta óheillaspor“. Og víst er það, að þetta tiltæki þeirra flýtti fyrir eyð- ingu borgarinnar. Allir voru þessa stundina einhuga urn þetta ráð, illir og góðir, vísir og fávísir. Matthías æðsti prest- ur bauðst að taka moti Símoni með hátíðlegri við- höfn. Og svona komst Símon mótstöðulaust til valda í borginni. Jóhannes og Zelótar hans voru innilok- aðir í musterinu. Þetta gerðist á þriðja ófriðarárinu. Nú lét Símon ekki á sér standa með að auka veldi sitt. Zelótar urðu hræddir um líf sitt og eignir. Sím- on gerði áhlaup á musterið og hefði drepið þá alla, ef þeim hefði ekki tekist að hrinda af sér áhlaupinu; hjuggust þeir síðan um sem bezt þeir gátu meö varðturnum og vígvélum. Vespasían sat-um kyrt í Cæsarea og beið úrslita horgarastýrj aldarinnár í Jórsölum. Þá barst honum sú fregn, að herinn í Róm hefði hafið Vitellius til keisaratignar. Þetta vakti mikla gremju hjá her- mönnum Vespasíans; kváðust þeir aldrei mundu sverja hinum nýja keisara trúnaðarauka, því að Vitellius væri grimmur slarkari; þeir hefðu eins mik- inn rétt til að nefna keisara til valda, eins og að- g’erðalausir hermenn í Róm; lögðu þeir nú að Ves- Þasían að taka við keisaraembætti; var hann trauð- Ur til þess, en lét þó tilleiðast, er þeir sóttu það svo fast; þótti embættið ábyrgðarmikið. Jósefus hafði fyrir löngu sagt þetta fyrir; nú komst hann til virðinga og varð vinur og ráðgjafi hins nýkosna keisara, Vespasíans. Vespasían hugsaði nú í fyrstu ekki um annað en að gera sig fastan í sessi; Jórsalir voru látnir eiga sig, og í ársbyrjun 70 var það alt komið í kring með atfylgi hersins. Vitellius var fallinn, og nú sneri hann sér algerlega að Gyðingum. Ekki vildi hann þó sjálfur hafá herstjórnina á hendi, heldur fól hana Titus syni sínum og skyldi Önundarfirði, þá lagði eg tösku mína á bak mér og hélt »út með fjalli«, fyrir ofan Holt og út að Hjarðardal, var séttur þaðan yfir fjörðinn, nokk- uð fyrir innan bæinn Hvylft, og gekk þaðan út á Flateyri. Par hélt eg barnguðsþjónustu um kvöldið í barna- skólanum, og var þar inargt fólk. Par var engin kirkja. Flateyringar sækja kirkju að Holti. En á Flateyri er svo mannmargt, að þar ætti að vera kirkja. Eg dvaldi þar hjá bóksalanum, var mín önnur hönd þar og greiddi götu mína hið bezta. Frh. ------»> <-> <•—— Ritfregn. »Hagalagðar« heitir bók, sein er nýútkomih, og er höfundur Einar Por- kelsson, sem landskunnur er orðinn fyrir sögur sínar. í þessari bók eru 8 sögur, og það má um þær segja, að þær eru hver annari fallegri. Pað eru eiginlega end- urminningar úr lífi höf., og þar safn- að í heild hinu fegursta og bezta, sem hann á í forðabúri sínu. Eg þori að fullyrða, að önnur bók, hollari til lesturs og skemtilegri, sjáist ekki á bókamarkaði vorum í haust. Pakkir á höf. skildar fyrir hana og prentsm. Acta, sem gefið hefir hana út og vand- að mjög til útgáfunnar. Bezt er að segja lesendunum nafnið á hinum einstöku sögum í bókinni. Eg hygg að fleirum fari sem mér, að nafnið geri menn forvitna um inni- haldið. Fyrsta sagan heitir »Munaðar- leysinginn«. Saga munaðarlausrar, lít- illar stúlku, sem varð að kræklaðri, laílausri grein, vegna ísköldu næðing- anna, sem blésu um hana á vormorgni lífsins. Næsta saga heitir: »Á bana- sænginni«. Ilallvarður telur sig eiga

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.