Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 4
114 HEIMILISBLAÐIÐ inn í'Guðs ríki (Mark. 10, 15), og sá, sem litillækkaði sig eins og liarn, yrði mikill í himnaríki (Matt. 18, 4). »Gott er að vera barn á jólum«, segir gám- all málsháttur, því að við verðum að vera eins og börn, til pess að taka á inóti barn- inu, sem okkur er geíið. En hve pað veitist erfitt, hvorttveggja í senn: að lifa í iieiminum og varðveita hið barnslega í okkur sjálfum. En hve þeir eru rnargir, sem sækjast eftir að deyða Iiað í oss, sem barnslegt er. Gættu barnsins, sem pér er gefið, og hins barnsléga í sjálfum pér! Bið þú Guð að hjálpa pér til pess, til pess að enginn taki frá pér kórónu pína. Yitrun. Draum pennan dreymdi mig nóttina milli hins 18. og 19. jan. árið 1926. Eg hafði verið veik um vikutíma, en var nú farið að batna. — Eg var að lesa spá- dómsbók Daníels, og eg var hrygg í huga mínum og bað til Drottins. Og er eg sofnaði út frá bæn minni, dreymdi mig, að eg pótt- ist vera stödd á einhverju stóru, ókunnu svæði, og mér pótti vera nótt og dimt yfir öllu. En alt í einu ])ótti rnér birta í kringum mig, og eg póttist sitja á hesti, og ókunn- ugur maður fyrir framan mig, bjartur ásýnd- um. Mér varð litið í kringum mig, og sá pá að petta var undir stóru fjalli, líkt og hér, en undjrlendið miklu stærra fyrir neðan. Alt í einu greip sá, er á hestinum sat, yfir um mig og hélt mér i'astri, og sagði: »Pað verður jarðskjálfti. -Yertu hughraust, Drott- inn er með okkur!« Alt í eiriu fanst mér eins og jörð og sjór gengi í bylgjum, og eg fann titringinn, par sem eg sat á hestinum. Eg fól mig Drotni, og vissi svo ekki um mig fram- ar, par til eg raknaði við aö nýju, á sama hestinum, og maðurinn hélt enn utan um mig. Pá varð mér litið í kringum mig, og eg fann að við og heSturinn"vorum alheilbrigð. Og eg sá nýja jörð, og var liún lík postulíni, hvít að lit. Blóm og jurtir uxu par, og péirri fegurð, er eg sá, get eg ekki með orðum lýst. Undursamleg birta var yfir öllu pessu, og eg stóð við og undraðist fegurð pessa, og eg lofaði skaparann fyrir alt petta og aðrar dásemdir. Pá heyrði eg rödd, mjög skæra og blíða, og eg hrökk við og lá við að detta, en pá studdi förunautur minn mig. Eg leit upp til fjallsins, og sá að pað var eins og jörðin sem við stóðum á. En í fjallinu sá eg poku, og í gegnum hana skein mikil birta, og úr birtu pessari kom röddin, sem til mín talaði: »Pú, Guðrún, ert valin til að aðvara fólk J)að, er pú býrð á meðal, fyrir villum peim, er nú korna fram í heiminum. Og pú ert valin til að kunngera pau orð, er nú verða til pín töluð. Pau munu verða til góðs peiin, er vilja hlýða og breyta eftir peim«. Röddin talaði pannig: »Heyrið pér, pjóðir jarðarinnar! Atleggið allskonar óhreinleika andans. Lofið og veg- samið konung og Drottin Drottnanna, hann, sem skapað hefir himin og jörð, og alla hluti, og sem viðheldur öllu, smáu og stóru. Af' leggið lestur hinna óhollu skáldsagna og æfin- týra, en lesið og stundið orð hinnar helg'1 bókar, sem Drottinn dýrðarinnar gaf í önd- verðu fyrir munn sinna heilögu spámanna, alt að fæðingu hins heilaga, krossfesta Jesú Krists, hins heilagasta allra inanna, og sonar hins algóða, dýrðlega Drottins. Trúið pví staðfastlega, að hann kom í heim pennan til að gera synduga, iðrandi menn sáluhólpna. Athugið alt hans líf, hversu hann læknaði og líknaði, hversu hann kendi og hjáipaði á svo dásamlegan hátt, liversu hann leið og dó, og hvernig hann sigraði dauðann með upprisu sinni. Athugið himnaför hans, og sendingu hins heilaga anda. Afleggið lygar og hatur og liíið Drotni, peim Drotni, er sendi ykkur pessa mikln náðargjöf. l’rédikið Guðs orð hver fyrir öðr um í heimahúsum. Fallið fram kvöld og morgna og ákallið konung dýrðarinnar, soin í himninum býr, með lieilagri og djúpri lotn-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.