Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 12
122 HEIMILISBLAÐIÐ komið ár sinni vel fyrir borð, og sloppið með svo hægu móti úr klóm Símonar. Debóra greiddi honum kaupið, sem hún liafði heitið honum og fór síðan til Naómi með þá kærkomnu fregn, að Marcellus hefði tekið við bréfinu og lesið það. Naómi varð léttara í skapi við þetta. Auðvitað tók hana sárt, að hafa orðið að veita honum afsvar um burtför úr borg- inni, en hún var efins um, að hann hefði búist í al- vöru við cðru svari, og iðraðist þess því ekki, sem hún hafði gert. Naómi flýtti sér nú á fund móður sinnar til að helga henni að vanda allan tíma sinn, hjúkra henni og hughreysta hana á alla vegu; hafði móður henn- ar þá þyngt svo, að Naómi þakkaði Guði, að hún skyldi eigi hafa lengur verið fjarverandi, og fyrir það, að hún hafði eigi látið freistast til að yfirgefa hana nú, er henni var svo brýn þörf á aðhlynningu hennar. Naómi gleymdi hörmum sínum við það að hugga móður sína, og hún hlaut sín laun fyrir það, því móðir hennar varð æ kærara að heyra frásögur hennar frá Jesú. Bað hún þess heitt og innilega, að trú móður hennar yrði staðföst og frelsandi. Til þess að svo mætti verða, vildi hún leggja jarðneska hamingju sína í sölurnar og bíða himneskra launa, þar sem allur harmur hennar væri á enda, og hún hitti hann, sem hér átti allan kærleika hennar. Salóme stóð mikill geigiu1 af áhlaupi Rómverja og forlögum dóttur sinar ástkærrar, er Rómverjar væru til valda komnir í borginni; fanst henni, sem hún mundi deyja með meiri rósemi, ef hún vissi dóttur sína undir ástúðlegri vernd. Naómi las nú bréf Kládíu fyrir móður sína og Salóme hlýddi á með innilegri samúð; töluðu þær síðan lengi um þessa fjarlægu vini sína; talaði Na- ómi mest um þann frið, sem trúin á Krist veitir særðu hjarta, svo að vinir hans geta verið glaðir í hörmum og rósamir mitt í hættunni. Salóme andvarpaði: ,,Þú talar um frið; en síðan eg fór að hlusta á oið þín um Jesú frá Nazaret, þá er hjarta mitt orðið friðvana. Áður var hjarta mitt rótt í trú ísraels og von; eg rækti eftir megni allar reglur lögmálsins og eg huggaði mig við, að hinar helgu fórnir mundu bæta fyrir alla galla rnína. En nú er haggað trú minni, eg finn, að blóð kálfa og hafra getur ekki friðþægt fyrir syndir mínar; því er sál mín full efa og ótta. Eg get ekki treyst hin- Kristileg hringsjá. »Evangelisk-Iúth. sambandsþingið« þýska var haldið 11).—-25. ágúst. Voru þá liðin 60 ár í'rá stofnun þessa satn- bands. Var haldin minningarhátíð um það. Forseti og formaður framkvæmd- arnefndarinnar er biskup D. Ludvig rPhinels. — 60 ára afmælisins var minst hátíðlega með því að halda Lúthers-viku 19.—25. ágúst. Og mark- miðið mikla, sem að er stefnt í um- ræðunum, er: Eining lúthersku kirkj- unnar. Iíandbók um lútherskar kirkjur er þriggja manna nefnd kosin til að vinna að. í nefndinni eru Dr. Alfred Jörgensen frá Kaupm.höfn, Dr. Fleisch frá Ilannóver og Wentz prófessor frá Ameríku. Markmiöið er, að sú bók lýsi lífi og starfi allra lútherskra safir aða um heim allan. Heimssamband kirkjulegs friðar- starfs hélt alheimsþing sitt i l’rag 24.—60. ágúst. Aöalumræðuefni þings- ins var: »afvopnun«. Þar liéldu marg- ir frábærir kirkjunnar menn ræður. Þar á meðal ríkisforseti Dr. Walther Simons og ríkiskanzlari Dr. H. Lut- her. Frá Noregi mættu biskuparnir Hognestad og Stöylen, og prestarnir Fr. Klaveness og Egil Brekke. Meðlimum lúth. kirkjunnar í Banda- ríkjunum hefir fjölgað á síðastliðnu ári (1927) um 68,000. Alls eru nærri 27-> miljón fermdra manna í lúth. söfnuðunum í Bandaríkjunum. Söfn- uðirnir eru 15,447 að tölu, og prestar 10,727. Hagskýrslur kristniboðsfél. norska fyrir 1927 eru nú komnar frá öllum kristniboðsstöðvuin. — Yfirleitt hefir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.