Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 4
128 HEIMILISBLAÐIÐ þótt þeir væru sokknir niður í lögleysu og óguð- leika, og þeii- trúðu, að Guð mundi frelsa þá af hendi allra óvina sinna. Þess vegna gladdist hann með þeim Zadók og Javan yfir þessu síðasta tákni frá Guði um sérstaka umhyggju hans; hvatti Símon menn sína með fullyrðingum um það, að forsjónin mundi veita þeim sigur á öllum óvinum þeirra. Zadók hvarf heim það kvöld með glöðum vonum og reyndi að fá konu sína og dóttur til að taka þátt í þeim vonum með sér. En það kom fyrir ekki. Na- ómí geymdi orð Frelsarans í huga sér, að eyðing borga-rinar væri í hans höndum, og Salóme efaðist nú ekki um það heldur. ■ Þær gátu eigi samglaðst honum; ámælti Zadók dóttur sinni fyrir, hve henni tækist lítt í fjarveru sinni að hughreysta móður sína. Hann hélt bænir kvölds og morgna með konu sinni og talaði þá oft við hana um þá sælu, er hún mundi hljóta, ef Guði ísraels þóknaðist að kveðja hana héðán og þau laun, er hún mundi hljóta fyrir stöðuga hlýðni við lögmál Drottins og hið auðmjúka traust hennar á miskunnsemi Guðs, við eignarlýð sinn; en orð hans megnuðu eigi að veita henni neina huggun. Salóme gat heldur eigi sagt manni sínum enn frá trúskiftum sínum, hversu fegin sem hún hefði viljað gera það; hún þorði það ekki. Titus var reiður árás þeirri, er hann hafði orðið fyrir; skipaði hann nú að taka upp herbúðirnar og færa þær nær borginni, til Scopus, er var 1 Yz kíló- metra frá Jórsölum; var þaðan gott útsýni yfir slétt- una til borgarinnar. Næsta morgun var tekið til verka og vanst fljóti; og síðan tók herinn sig upp með venjulegu skipulagi og flutti sig í nýiu herborgina. Kallarinn stóð við hlið Títusi og spurði hvort alt liðið væri viðbúið til atlögu; svöruðu allir „já“ í einu hljóði, hátt og kröftuglega. Meðan á þessu stóð kom 10. rómverska herdeildin frá Jeríkó; var henni skipað að tjalda við rætur Olíu- fjallsins, gegnt borginni. En er hún var tekin til verka, þá í éðust Gyðingar á hana af æði miklu og mundi herdéíldin hafa beðið algerðan ósigur, ef Tit- us hefði ekki óvænt borið að með hrausta riddara- sveit og tókst þeim að reka Gyðinga af höndum sér. Þeim Javan og Marcellusi sló nú saman í þessari hríð; var Javan mestur kappi í liði Gyðinga og mið- aði sverði sínu á höfuð Títusi og mundi hann hafa beðið bana, ef Marcellus hefði þá ekki brugðið skildi arsdóttir. Eru þau hjón bæði sam- hent í því að gera garðinn frægan. Sunnudag dvaldi eg í Tungu. Þá reið Jón með mér út að Hraunum, því hann heyrði á mér, að mig lang- aði til að kynnast Guðmundi nokkuð. Eg hafði heyrt, að hann iðkaði ósjálf- ráða skrift, og kæmist þannig í sam- band við látna menn. Og þó eg liaíi aldrei aðhylst slíkar nýjungar, eða látið þær eins og koma í staðinn fyr- ir mína blessuðu sælu barnatrú, þá hefi eg þó ekki verið í vafa um, að ósjálfráð skrift og andafyrirbrigði væri eitthvað meira en blekkingar frá mönnum þeim, sem við shkt eru riðnir. Og í þeirri trú minni styrktist eg, er eg Iilustaði á hin mörgu og að mörgu leyti merkilegu bréf, er Guð- mundur las mér frá vinunum að hand- an. Hann lofaði okkur að heyra bréf frá séra Davíð sál. föður sínuin og Ólafi bróður sínum, eitt bréf frá Guðm. sál. Magnússyni lækni, og 2—8 frá Sig. Kr. Péturssyni. Lýsa þessir menn allir lífinu hinumegin, og sumir all- nákvæmlega. Af því að við Sig. Kristófer sál. höfðuin oft átt tal saman Um guð- spekina, þá þóttu mér merkilegust bréfin frá honum. Eg man vel, hvað hann áleit endurlioldgunarkenninguna þýðingarmikið atriði í trú guðspek- inga. En í bréfum Guðmundar tekur hann það skýrt fram, að endurholdg- unarkenningin sé villa, sprottin upp af indverskri sálnaflakkstrú. Hanii telur trúarskoðanir sínar hafa tafið fyrir sér, þegar yfir um kom, og hann segist altaf vera meira og meira að sannfærast um fánýti guðspekinnar. Guðmundur er fróður maður og við- lesinn, og framúrskarandi skemtilegur lieim að sækja. Hann er nú máðúr hniginn að aldri, en Einar sonur lians hefir tekið við jörðinni. — Tveir eru kirkjustaðir í Fljótum,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.