Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 6
HEIMILISBLAÐIÐ 180 skörum sínum. Það glampaði á fægða hjálma og skygða skjóma og skildi. Var það hin tignarlegasta sjón að horfa á hreyfingar herfylkinganna. Títus lét nú hermenn sína ryðja alt svæðið kring- um konungagrafirnar. Gyðingar urðu nú aðgerða- lausir að horfa á sér til hinnar mestu skapraunai', að aldingarðar og víngarðar voru að tröðum gerðir og aldintrén fögru höggvin niður, þar sem þeir höfðu svo oftsinnis fengið hvíld og hressingu í forsælunni og margar kærustu minningar þeirra voru við tengdar. Lindirnar tæru voru stýflaðar og breið braut rudd alt frá Scopus að borgarveggjum. Símon og hans menn voru ekki iðjulausir, þó að ekki hefði hann liðsmagn til að berjast við Róm- verja á bersvæði. En þeir Javan og hann fundu upp ýmisleg brögð til að ginna Rómverja nær, til þess að geta afkvíað þá og höggvið niður og Rúfus gekk í gildruna einu sinni með hersveit sinni, af því að hann kom auga á Javari og hugðist geta haft ráð hans í hendi sér; vildi hann þá launa honum lambið gráa. En þetta gerði Rufus að Títusi forspurðum, og er Rúfus var sloppinn úr gildrunni við manntjón mikið, þá lá nærri að hann yrði dæmdur til dauða fyrir brot á heraganum; en Marcellusi tókst að fá föður sinn náðaðan og settan aftur í foringjaem- bætti sitt. Upp frá því urðu hersveitirnar Títusi undirgefn- ari og hlýddu skipunum hans með hálfu meira kappi. LTm þessar mundir skiftist Jórsalaborg í ýmsar deildir og var hver deild borg út af fyrir sig. Frum- borgin, Davíðsborg, stóð á Zíon-fjalli, og musterið á Mona-fjalli, rétt hjá henni; musterið var í nánu sambandi við Antonía-kastalann. Iiver borgarhluti var afgirtur með sérstökum múr til varnar. Eftir því sem borgarbúum fjölgaði, varð að stækka borg- ina; en nú lágu hamragjár að henni á þrjá vegu; vav því eigi hægt að færa hana út nema fram á háslétt- una að norðanverðu. Það hét Neðri-borgin og síðari viðauki Nýja-borgin, sú er næst var áhlaupum fjand- manna. Múrana um þá borg hafði Agrippa konungur hinn fyrsti látið reisa, og var það mikið mannvirki; var múrinn 70 feta hár og jafnbreiður og gerður af hagleik miklum, og virtist óvinnandi; allur var hann settur brjóstvörnum og víg'jum, svo að hægara yrði um varnir. Á yzta borgarmúrnum voru alls 16-1 turnar eða vígi og eitthvað 350 fet á milli þeirra að jafnaði; hefir þá yzti múrinn verið alls um 7 kíló- baka með Dagbjörtu inn að Pórodds- stöðum í Ólafsfirði og ákvað að fara yfir Grímsbrekkmy sem er fjallvegur milli Ólafsfjarðár og Svarfaðardals. Á Póroddsstöðum er mjög reisuleg bygging, steinsteypuhús, steinsteypu- fjós og hlaða, alt með nýtízku útbún- aði. Minti byggingin þar mig á norska búgarða, sem eg kom á, er eg’ dyaldi í Noregi. — Bóndinn þar, Pórður Jónsson, veitti mér mat og kaffi og’ lánaði mér fylgdarmann, sem fylgdi mér upp á Grímsbrekkur; hét hann Gunnlaugur, mjög skemtilegur inaður. Skildi hann við mig þar, en eg sá ofan hinumegin. Farið var að húma, er fylgdarmað- ur minn skildi við mig á Grímsbrekk- um, og er löng leið ofan af háfjalli og lit, alllangan dal að fara út á Upsa- ströndina, lenti eg þá í myrkri og mestu ófærum, þar eð eg var alveg ókunnugur. Eg kom þó heill á hóíi að Cpsuni kl. í) um kvöldíð; var eg þá bæði votur í fætur og þreyttur. — Hefði eg þá verið biiinn að heyra sög- una um Upsa-Gunnu, þá hefði eg lík- lega búist við að sjá liana þarna, þegar eg var að komast heim að Upsurn; en eg' heyrði fyrst frá henni sagt heima á Upsum daginn eftir. Sú saga var í fæstum orðum á þessa leið: Guðrún var vinnukona á Upsurn laust eftir aldamótin 1800; hún var trúlofuð, og unnustinn var inn á Akur- eyri að sækja í veizluna. Pá bar svo við, að hún var stödd frarnmi í bæj- ardyralofti, en niðri stóð 12 ára gam- all drengur og var að handleika byssu. Hann miðar {)á alt í einu byssunni upp í stigagatið á Guðrúnu og segir: »Á eg að skjóta þig, Gunna?« og hleypti um leið af byssunni, sem skot hafði verið í, án þess hann vissi, og lenti skotið í gagnaugað á Guð- í'únu, sem beið bana samstundis. —- Sama bæjardyraloftið, sem þetta skeði

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.